Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

54. fundur 15. janúar 2025 kl. 13:00 - 14:55 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson varamaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði
Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að skipaður verði sérstakur fundarstjóri til að sinna verkefnum varaforseta þar sem hvorugur skipaðra varaforseta sitja fundinn. Forseti kom með þá tillögu Vilhjálmur Jónsson gegni því starfi varaforseta á fundinum, í samræmi við 7. grein samþykkta um stjórn Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Innviðagjald skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 202412013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 16.12.2024, varðandi áform um innheimtu innviðagjalds af skemmtiferðaskipum.

Til máls tóku: Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Þröstur Jónsson og Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með umhverfis- og framkvæmdaráði og gerir athugasemdir við það hve skammur aðalögunartími er veittur vegna innheimtu fyrirhugaðs innviðagjalds af skemmtiferðaskipum. Sveitarstjórn hvetur stjórnvöld til að taka þessa ákvörðun til endurskoðunar og felur sveitarstjóra að koma athugasemdum sveitarstjórnar á framfæri við þar til bær stjórnvöld.

Samþykkt með sjö atkvæðum, þrír sátu hjá (ÞJ,HHÁ,JHÞ) og einn á móti (ÁMS).

2.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja, til síðari umræðu, tillögur að þjónustustefnu í byggðum Múlaþings á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði er byggja m.a. á áherslum frá íbúafundum, heimastjórnum og fagráðum.

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason og Þröstur Jónsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur að þjónustustefnu í byggðum Múlaþings á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði. Skrifstofustjóri sjái til þess að samþykkt þjónustustefna verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tölvupóstar frá Hildi Þórisdóttur og Ásrúnu Mjöll Stefándsdóttur þar sem óskað er eftir tímabundinni lausn frá setu í sveitarstjórn og fagráðum Múlaþings. Einnig liggur fyrir að skipa og tilnefna fulltrúa í stjórnir og nefndir í stað fráfarandi sveitarstjóra auk tilnefningar í svæðisráð austursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði 2025-2029.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að Ásdís Hafrún Benediktsdóttir taki tímabundið sæti sem aðalmaður í sveitarstjórn Múlaþings, frá 1. febrúar til og með 31. júlí 2025, Eyþór Stefánsson sem aðalmaður í byggðaráði, frá 1. febrúar til og með 31. júlí 2025, og Aðalsteinn Ásmundsson sem varamaður í umhverfis- og framkvæmdaráði, frá 1. febrúar til og með 31. júlí 2025, í stað Hildar Þórisdóttur sem óskað hefur eftir tímabundinni lausn frá setu í sveitarstjórn og fagnefndum.

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að Guðrún Ásta Tryggvadóttir taki tímabundið sæti sem aðalmaður í sveitarstjórn Múlaþings, frá 1. febrúar til 1. apríl 2025, Þórunn Hrund Óladóttir sem aðalmaður og Helgi Hlynur Ásgrímsson sem varamaður í umhverfis- og framkvæmdaráði frá 1.febrúar til 1. júlí 2025, í stað Ásrúnar Mjallar Stefánsdóttur sem óskað hefur eftir tímabundinni lausn frá setu í sveitarstjórn og fagnefndum.

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að Dagmar Ýr Stefánsdóttir tak sæti sem fulltrúi í Almannavarnarnefnd Austurlands í stað Björns Ingimarssonar, frá og með 1. febrúar nk. Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir jafnframt að tilnefna Dagmar Ýr Stefánsdóttur í stað Björns Ingimarssonar sem fulltrúa í stjórn, er stjórnarskipti munu eiga sér, stað hjá eftirtöldum félögum: Ársalir bs., Brunavarnir á Héraði, Vísindagarðurinn ehf. og Minjasafn Austurlands.

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að staðfesta áframhaldandi setu núverandi fulltrúa sveitarfélagsins, þeirra Vilhjálms Jónssonar og Péturs Heimissonar sem aðalmanna og Ásdísar Helgu Bjarnadóttur og Rannveigar Þórhallsdóttur sem varamanna, í svæðisráði Austursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði 2025-2029.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsögn vegna jarðarkaupa, Stakkahlíð

Málsnúmer 202112022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Þresti Jónssyni þar sem óskað er eftir að teknar verði til umfjöllunar athugasemdir frá Ólafi Aðalsteinssyni varðandi Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Einnig liggur fyrir erindi til sveitarstjórnar, dags. 12.01.2025, frá Ólafi Aðalsteinssyni varðandi kaup ríkisins á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp breytingartillögu á bókun, Ívar Karl Hafliðason sem bar upp fyrirspurn, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem svaraði fyrirspurn Ívars, Jónína Brynjólfsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir til svara, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Einar Freyr Guðmundsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson með andsvar, Ívar Karl Hafliðason með andsvar og Helgi Hlynur Ásgrímsson með andsvar.

Eftirfarandi breytingatillaga Ásrúnar lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi athugasemdum og erindi frá Ólafi Aðalsteinssyni, er varða m.a. kaup ríkisins á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði, til byggðaráðs og heimastjórna Borgarfjarðar, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar til umfjöllunar.

Tveir greiddu henni atkvæði (ÁMS,HHÁ) tveir sátu hjá (ES,JHÞ) 7 á móti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi athugasemdum og erindi frá Ólafi Aðalsteinssyni, er varða m.a. kaup ríkisins á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði, til byggðaráðs og heimastjórnar Borgarfjarðar til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Heilsársvegur um Öxi

Málsnúmer 202304027Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Djúpavogs, dags. 09.01.2025, varðandi uppbyggingu heilsársvegar um Öxi.

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason, Þröstur Jónsson og Einar Freyr Guðmundsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Djúpavogs varðandi mikilvægi þess að farið verði í uppbyggingu heilsársvegar um Öxi sem allra fyrst og verður málið tekið fyrir á fyrirhuguðum fundi fulltrúa sveitarfélagsins með ráðherra samgöngumála á næstunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Djúpavogs, dags. 09.01.2025, varðandi snjóhreinsun á Öxi.

Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson og Jónína Brynjólfsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings vísar ábendingum heimastjórnar Djúpavogs varðandi mögulega nýtingu heimildar um helmingakostnað við vetrarþjónustu á Öxi til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2025

Málsnúmer 202410232Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 13.01.2025, varðandi Húsnæðisáætlun Múlaþings 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs staðfestir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi endurskoðaða húsnæðisáætlun til næstu 10 ára.
Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að sjá til þess að hún verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins og kynnt þar til bærum aðilum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði

Málsnúmer 202106009Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 13.01.2025, varðandi breytingu aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030.

Í upphafi máls nr. 8 vakti forseti (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir þessum lið sem framkvæmdastjóri Tækniminjasafns Austurlands og fól varaforseta (VJ) stjórn fundarins. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar VJ upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt með 10 atkvæðum en einn á móti (ÞJ) og vék forseti af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Til máls tóku:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir, í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði Seyðisfjarðar og nýju safnasvæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Heimastjórn Djúpavogs - 56

Málsnúmer 2501002FVakta málsnúmer

Til máls tók: Vegna liðar 9, Ívar Karl Hafliðason og vegna liðar 5, ívar Karl Hafliðason

Lagt fram til kynningar.

10.Heimastjórn Borgarfjarðar - 54

Málsnúmer 2501003FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 2, Eyþór Stefánsson sem bar fram fyrirspurn og Jónína Brynjólfsdóttir sem kom til svara, Jóhann Hjalti Þorsteinsson sem bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir sem kom til svara og Ívar Karl Hafliðason

Lagt fram til kynningar.

11.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 52

Málsnúmer 2412009FVakta málsnúmer

Til máls tók: Vegna liðar 1, Ásrún Mjöll Stefánssdóttir

Lagt fram til kynningar.

12.Byggðaráð Múlaþings - 137

Málsnúmer 2412004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Byggðaráð Múlaþings - 138

Málsnúmer 2412013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Byggðaráð Múlaþings - 139

Málsnúmer 2501010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 136

16.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 137

17.Fjölskylduráð Múlaþings - 120

Málsnúmer 2412007FVakta málsnúmer

Til máls tók: Vegna liðar 4, Jóhann Hjalti Þorsteinsson.

Lagt fram til kynningar.

18.Ungmennaráð Múlaþings - 35

Málsnúmer 2412010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 14:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?