Fara í efni

Deiliskipulag, Selskógur

Málsnúmer 202202028

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 68. fundur - 14.11.2022

Vinnslutillaga fyrir nýtt deiliskipulag Selskógar var kynnt almenningi í ágúst árið 2020 og bárust athugasemdir frá almenningi auk umsagna frá opinberum stofnunum sem bregðast þurfti við. Meðal annars hefur verið unnin fornleifaskráning af svæðinu og unnið að útfærslu innkeyrslu á bílastæði með Vegagerðinni. Fyrir ráðinu liggja athugasemdir og umsagnir auk samantektar með viðbrögðum við þeim. Jafnframt er lögð fram tillaga til auglýsingar, sett fram á greinargerð og uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu þar sem brugðist hefur verið við þeim athugasemdum og ábendingum sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 29. fundur - 08.12.2022

Vinnslutillaga fyrir nýtt deiliskipulag Selskógar var kynnt almenningi í ágúst árið 2020 og bárust athugasemdir frá almenningi auk umsagna frá opinberum stofnunum sem bregðast þurfti við. Meðal annars hefur verið unnin fornleifaskráning af svæðinu og unnið að útfærslu innkeyrslu á bílastæði með Vegagerðinni. Fyrir liggja athugasemdir og umsagnir auk samantektar með viðbrögðum við þeim. Jafnframt er lögð fram tillaga til auglýsingar, sett fram á greinargerð og uppdrætti.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 14.11. 2022 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu þar sem brugðist hefur verið við þeim athugasemdum og ábendingum sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 83. fundur - 24.04.2023

Nýtt deiliskipulag útivistarsvæðis í Selskógi hefur verið auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið var auglýst til og með 30. mars sl. og eru lagðar fram til kynningar þær umsagnir og athugasemdir sem bárust við skipulagið.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa deiliskipulagstillögunni til umsagnar hjá ungmennaráði, öldungaráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks í Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða.

Ungmennaráð Múlaþings - 24. fundur - 08.05.2023

Ungmennaráð fagnar því að deiliskipulag liggi fyrir. Ráðið gerir athugasemd við að leiksvið og sölubásar fái að standa í jafn slæmu ásigkomulagi og raunin er. Ráðið íhugar hvort sérstakir "stökk-staðir" séu ráðlegir hvað skaðabótamál varðar ef til slyss kæmi við Eyvindará. Þá fagnar ungmennaráð sérstaklega áætlunum um flokkun sorps við áningarstaði í skóginum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Samráðshópur Múlaþings um málefni fatlaðs fólks - 3. fundur - 17.05.2023

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks fagnar nýju deiliskipulagi fyrir Selskóg og að þar sé gert ráð fyrir tveggja km göngustíg sem verður aðgengilegur fyrir fólk í hjólastólum. Ráðið vill benda á mikilvægi þess að Selskógur sem útivistarsvæði sé aðgengilegt fyrir alla, allan ársins hring, líka fyrir fólk sem notar hjólastóla eða önnur hjálpartæki. Því þarf að huga að upphituðum göngustígum og hafa eins lítinn halla og hægt er fyrir aðgengi hjólastóla, til dæmis að einstaklingur sem notar hjólastól geti farið um án aðstoðar. Samráðshópurinn óskar eftir að taka þátt og veita ráðgjöf við hönnun stíganna.

Öldungaráð Múlaþings - 6. fundur - 25.05.2023

Öldungaráð fagnar nýju deiliskipulagi fyrir Selskóg. Öldungaráð gerir hins vegar athugasemd við umgengni við útileikhúsið og veitingasölubásana. Félag eldri borgarar lagaði þetta svæði án endurgjalds fyrir nokkrum árum síðan en sveitarfélagið hefur ekki viðhaldið þeim endurbótum sem þá voru gerðar. Útileikhúsið er perla í skóginum sem gefur mikla möguleika og var byggt á sínum tíma af Lionsmönnum og var allt efni og vinna án endurgjalds. Félag eldri borgarar lagði einnig stíginn niður að snyrtingunum og sá um að grisja skóginn fyrir utan leikhúsið.
Öldungaráð hvetur bæjaryfirföld til að halda eignum þessum sómasamlega við og kynna aðstöðuna fyrir þeim aðilum sem gætu nýtt sér hana til sköpunar sviðslista.
Meðfylgjandi eru fimm ljósmyndi af útileikhúsi og veitingasölu eftir endurbætur félags eldri borgara til fróðleiks og sýnir hversu vel útileikhúsið og veitingasalan getur litið út.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 98. fundur - 30.10.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur samantekt á athugasemdum og umsögnum sem bárust við auglýsingu skipulagstillögu nýs deiliskipulags útivistarsvæðis í Selskógi.
Jafnframt liggur fyrir ráðinu uppfærð skipulagstillaga þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísar henni til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.
Ráðið felur jafnframt skipulagsfulltrúa að upplýsa þá aðila sem athugasemdir gerðu, um bókun ráðsins og senda umsagnir um athugasemdir.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 40. fundur - 08.11.2023

Fyrir liggur samantekt á athugasemdum og umsögnum sem bárust við auglýsingu skipulagstillögu nýs deiliskipulags útivistarsvæðis í Selskógi.
Jafnframt liggur fyrir ráðinu uppfærð skipulagstillaga þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.10.2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísar henni til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.
Ráðið felur jafnframt skipulagsfulltrúa að upplýsa þá aðila sem athugasemdir gerðu, um bókun ráðsins og senda umsagnir um athugasemdir.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu nýs deiliskipulags fyrir Selskóg í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að upplýsa þá aðila sem athugasemdir gerðu, um niðurstöðuna og senda umsagnir um athugasemdir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 26. fundur - 13.12.2023

Verkefnastjóri skipulagsmála, Sóley Valdimarsdóttir, kom inn á fundinn undir þessum lið og sagði frá ferlinu bak við skipulagsmál sveitarfélagsins. Ungmennaráð felur starfsmanni að koma upplýsingum til meðlima ungmennaráðs eftir fundinn. Ungmennaráðið þakkar Sóleyju fyrir komuna.
Getum við bætt efni þessarar síðu?