Fara í efni

Ályktun stjórnar FA vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 202206013

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 53. fundur - 14.06.2022

Fyrir liggur ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að byggðaráði verði falið að gera tillögur um hvernig við ályktun stjórnar FA verði brugðist samhliða vinnu við lokafrágang fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Legg til að Múlaþing leiti samstarfs við FA um lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði með hvatakerfi sem laðar fleiri atvinnufyrirtæki og starfsfólk þeirra til sveitarfélagsins sem mætti vega upp tekjutap sveitarfélagsins af fasteignagjöldum og framlögum úr jöfnunarsjóða sveitarfélaga.
Möo: Lækkun gjalda mætt með auknum fjölda greiðenda.

Sveitarstjórn Múlaþings - 25. fundur - 29.06.2022

Fyrir liggur bókun byggðaráðs, dags. 14.06.2022, varðandi ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir,Jónína Brynjólfsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela byggðaráði að gera tillögur um hvernig við ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda verði brugðist samhliða vinnu við lokafrágang fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 62. fundur - 04.10.2022

Fyrir liggur erindi frá Húseigendafélaginu, Landsambandi eldri borgara og Félagi atvinnurekenda þar sem skorað er á ríki og sveitarfélög að grípa til aðgerða til að hindra að gífurlegar verðhækkanir á fasteignamarkaði leiði til mikilla hækkana fasteignagjalda á eignir fólks og fyrirtækja.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi frá Húseigendafélaginu, Landsambandi eldri borgara og Félagi atvinnurekenda til sveitarstjórnar til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 28. fundur - 11.10.2022

Fyrir liggur erindi, dagsett 21.09.2022, frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landsambandi eldri borgara þar sem skorað er á ríki og sveitarfélög að grípa til aðgerða til að hindra að gífurlegar verðhækkanir á fasteingamarkaði leiði til mikilla hækkana fasteignagjalda á eignir fólks og fyrirtækja.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir og Þröstur Jónsson

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?