Fara í efni

Ársfundur náttúruverndarnefnda 2022

Málsnúmer 202207001

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 24. fundur - 04.08.2022

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tölvupóstur, dagsettur 30. júní 2022, þar sem vakin er athygli á ársfundi náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar sem haldinn verður þann 10. nóvember 2022 í Grindavík. Jafnframt liggja fyrir gögn um hlutverk náttúruverndarnefnda.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fulltrúi heimastjórnarinnar mæti á ársfundinn.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að heimastjórnir Múlaþings standi saman að kynningarfundi þar sem fjallað verði um hlutverk náttúruverndarnefnda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 26. fundur - 18.08.2022

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tölvupóstur, dagsettur 30. júní 2022, þar sem vakin er athygli á ársfundi
náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar sem haldinn verður þann 10. nóvember 2022 í Grindavík.

Jafnframt liggja fyrir gögn um hlutverk náttúruverndarnefnda en fyrirhugaður er fundur heimastjórna með umhverfisstofnun um hlutverk náttúruverndarnefnda.

Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir að fulltrúi heimastjórnarinnar mæti á ársfundinn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 26. fundur - 12.09.2022

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tölvupóstur, dagsettur 30. júní 2022, þar sem vakin er athygli á ársfundi náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar sem haldinn verður þann 10. nóvember 2022 í Grindavík. Jafnframt liggja fyrir gögn um hlutverk náttúruverndarnefnda.

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir að fulltrúi heimastjórnar mæti á ársfundinn.
Heimastjórn Seyðisfjarðar leggur til að heimastjórnir Múlaþings standi saman að kynningarfundi þar sem fjallað verði um hlutverk náttúruverndarnefnda.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 27. fundur - 27.10.2022

Fyrir fundinum liggur beiðni frá Umhverfisstofnun um að tilnefna fulltrúa heimastjórnar á ársfund náttúruverndarnefnda 2022.

Heimastjórn Seyðisfjarðar tilnefnir Björgu Eyþórsdóttir formann sem fulltrúa heimastjórnar á ársfund náttúruverndarnefnda 2022. Ársfundurinn fer fram í Grindavík 10. nóvember 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 31. fundur - 03.11.2022

Heimastjórn á Djúpavogi tilnefnir Guðnýju Láru Guðrúnardóttur sem fulltrúa heimastjórnar á ársfund náttúruverndarnefnda 2022 sem fram fer í Grindavík 10. nóvember 2022.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 29. fundur - 03.11.2022

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tölvupóstur, dagsettur 30. júní 2022, þar sem vakin er athygli á ársfundi náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar sem haldinn verður þann 10. nóvember 2022 í Grindavík. Jafnframt liggja fyrir gögn um hlutverk náttúruverndarnefnda.

Heimastjórn hafði áður samþykkt að senda fulltrúa á fundinn og tilnefnir Eyþór Stefánsson formann heimastjórnar sem fulltrúa sinn á fundinn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?