Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

29. fundur 03. nóvember 2022 kl. 13:00 - 16:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Leiguíbúðir í eigu Múlaþings

Málsnúmer 202208103Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samþykkt byggðaráðs Múlaþings frá 18.10.2022 um afgreiðslu á minnisblaði um sölu íbúða í eigu sveitarfélagsins.

"Byggðaráð samþykkir að leggja fyrirliggjandi tillögur varðandi leigu, sölu og kaup íbúða fyrir heimastjórnir og fjölskylduráð til umsagnar. Er umsagnir heimastjórna liggja fyrir mun byggðaráð taka fyrirliggjandi tillögur til afgreiðslu."

Samkvæmt áliti lögfræðings er formaður heimastjórnar, Eyþór Stefánsson, vanhæfur við afgreiðslu málsins ásamt Öldu Marín Kristinsdóttur aðalmanni í heimastjórn. Sama má segja um varamenn í heimastjórn Elísabetu Sveinsdóttur og Rögnu Óskardóttur.

Fyrir afgreiðslu þessa dagskrárliðar vöktu Eyþór Stefánsson og Alda Marín Kristinsdóttir athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það samþykkt samhljóða , véku þau af fundi og tók varaformaður heimastjórnar Helgi Hlynur Ásgrímsson sæti í heimastjórn við afgreiðslu þessa liðar. Fleiri varamenn eru ekki til staðar samkvæmt fundargerð kjörfundar.

Heimastjórn Borgarfjarðar hefur verið þeirrar skoðunar að hækka megi leigu íbúða í eigu sveitarfélagsins, gera verður þó þá kröfu til húsnæðisins að þar sé sinnt lágmarks viðhaldi.

Athygli vekur þó að verði farið eftir tillögum að leiguverði, mun leiga lækka í Lækjarbrún og Lækjargrund þar sem eru 4 nýjar íbúðir.

Við sameiningu sveitarfélaganna sem mynda Múlaþing vöruðu íbúar á Borgarfirði við því að hugmyndir sem þessar gætu komið fram og lögðust eindregið gegn sölu íbúða.

Fasteignaverð á Borgarfirði er enn nokkuð langt fyrir neðan byggingarkostnað nýrra íbúða. Borgarfjörður er vinsæll áningarstaður ferðamanna og því víst að mikill áhugi verður á öllu húsnæði sem er til sölu og þá helst til sumardvalar. Telur heimastjórn að framboð á leiguhúsnæði og hóflegt leiguverð hafi verið byggðarlaginu til framdráttar á liðnum árum og telur svo verða áfram.

Heimastjórn sér ekki að Múlaþing muni neyta forkaupsréttar á íbúðum, jafnvel á hærra verði en þær voru seldar á og alls óvíst að nauðsynlegu viðhaldi hafi verið sinnt.

Heimastjórn Borgarfjarðar hafnar fram komum tillögum um sölu á íbúðum sveitarfélagsins á Borgarfirði, en tekur undir að rétt væri að gera eina til tvær íbúðir að félagslegu úrræði. Heimastjórn telur óþarft að lækka leigu nýrra íbúða og gerir ekki aðrar athugasemdir við framkomna tillögu að leigugjaldi enda sé eðlilegu viðhaldi leiguíbúða sinnt.

2.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri Múlaþings fór yfir drög á fjárhagsáætlun Múlaþings.

Heimastjórn þakkar fjármálastjóra fyrir greinargóða yfirferð. Heimastjórn gerir að svo stöddu ekki athugasemdir við framkomnar tillögur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 13:30

3.Hafnarhús

Málsnúmer 202010633Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá rekstraraðilum 2. hæðar Hafnarhúss um breytingu á leigusamningi. Beiðnin snýr að opnunartíma hússins og óskað eftir að honum sé breytt svo nýr opnunartími verði frá 1. apríl - 31. ágúst. Um er að ræða tilfærslu á opnunartíma svo fjöldi opnunardaga er óbreyttur.

Jafnframt er óskað eftir því að ekki verði innheimt leiga yfir vetrarmánuðina.

Heimastjórn tók málið áður fyrir og óskaði eftir áliti lögfræðings sveitarfélagsins hvort verða megi við beiðninni í ljósi skilyrða útboðs.

Álit lögfræðings liggur nú fyrir og samkvæmt því má taka afstöðu til beiðninnar án þess að bjóða þurfi reksturinn út á ný.

Heimastjórn sýnir beiðninni skilning þar sem rekstrarafkoma virðist beintengd við viðveru lundans í Hafnarhólma. Heimastjórn tekur jákvætt í beiðnina og vísar henni til Byggðarráðs til afgreiðslu ásamt áskorun um að taka til skoðunar fyrirkomulag leigugreiðslna á eignum sveitarfélagsins og greiðslna vegna umhirðu salerna í sveitarfélaginu öllu.

4.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Málinu frestað

5.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2022

Málsnúmer 202207001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tölvupóstur, dagsettur 30. júní 2022, þar sem vakin er athygli á ársfundi náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar sem haldinn verður þann 10. nóvember 2022 í Grindavík. Jafnframt liggja fyrir gögn um hlutverk náttúruverndarnefnda.

Heimastjórn hafði áður samþykkt að senda fulltrúa á fundinn og tilnefnir Eyþór Stefánsson formann heimastjórnar sem fulltrúa sinn á fundinn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Vetrarþjónusta í dreifbýli og milli byggðakjarna

Málsnúmer 202011098Vakta málsnúmer

Á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að kaflinn milli Unaóss og Borgarfjarðar sé opinn frá 09:30 - 19:30 alla virka daga og frá 11:00 - 19:00 á sunnudögum. Ekki er mokað á laugardögum.

Heimastjórn vill koma eftirfarandi á framfæri:

Þær tímasetningar sem gefnar eru upp á heimasíðu Vegagerðarinnar eru langt frá því að lýsa því hvernig raunverulega er staðið að opnun leiðarinnar. Mokstri er hætt nær undantekningalaust 16:30 og þegar er snjóþungt er leiðin sjaldnast orðin fær 09:30. Heimastjórn skorar á Vegagerðina að standa a.m.k. við það sem stendur á þeirra eigin heimasíðu (sjá hlekk).

https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/leidbeiningar-og-stadlar/vetrarthjonusta/vinnureglur/b798047fbfb22f080025714700757331?OpenDocument

Heimastjórn vill koma aftur á framfæri þeim sjónarmiðum að þegar mokstur hefst ekki fyrr á morgnana en raun ber vitni er illmögulegt að sækja vinnu til og frá Borgarfirði líkt og gert er. Mikilvægt er að hefja mokstur fyrr til að stækka sameiginlegt atvinnusóknarsvæði Múlaþings.

Þá er algjörlega ótækt að ekki sé opnað á laugardögum. Atvinnuþróun á Borgarfirði hefur orðið með þeim hætti að ferðaþjónusta og viðburðahald verður símikilvægari stoð á svæðinu. Ekki síst vegna þessa er nauðsynlegt að opna á laugardögum til að hægt sé að lengja tímabil þessarar starfsemi. Þar að auki er ekki fólki bjóðandi að komast ekki í heilbrigðisþjónustu á laugardögum.

7.Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 202208159Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir ekki athugasemdir við uppfærslu á fjallskilasamþykkt.

8.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er fimmtudaginn 8. desember næstkomandi. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 5. desember. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppstofu.



Athygli er vakin á að þriggja herbergja íbúðin í Lækjargrund er að losna og verður auglýst til leigu á heimasíðu sveitarfélagsins á næstunni.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?