Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

27. fundur 10. október 2022 kl. 14:00 - 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Björg Eyþórsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Fjallskilamál í Seyðisfirði

Málsnúmer 202209158Vakta málsnúmer

Heimastjórn þakkar Guðjóni fyrir komuna og góða yfirferð. Ljóst er að mikilvægt er að bændur þurfa að huga að fjallskilasamþykktum og fara eftir reglum varðandi smölun í Seyðisfirði. Þekkt er að bændur sleppi eftir fyrstu smölun sem er algjörlega ótækt og þarf að taka á segir fjallskilastjóri. Starfsmanni falið að setja sig í samband við Margréti Ólöfu Sveinsdóttur verkefnisstjóra umhverfismála til að fara yfir málið eins og kom fram á fundinum.

Gestir

  • Guðjón Sigurðsson - mæting: 14:00

2.LungA lýðskólinn - staða mála

Málsnúmer 202210039Vakta málsnúmer

Starfsmaður Heimastjórnar yfirgefur fundinn á meðan umræður fara fram.
Heimastjórn þakkar Björt Sigfinnsdóttur, framkvæmdastýru LungA lýðskólans, fyrir komuna og góða yfirferð yfir starfsemi skólans. Í kynningu kemur fram að ekki er hægt að halda áfram nemendatengdri starfsemi að Strandavegi 13 vegna skriðuhættu og því ljóst að skólinn þarf nýtt húsnæði.
Heimastjórn leggur áherslu á að sveitarfélagið styðji við starfsemi og uppbyggingu skólans bæði heima fyrir og með samtali við viðeigandi ráðuneyti. Kynningin sýndi metnaðarfull uppbyggingaráform með nýrri námsbraut og stækkun skólans sem mun óhjákvæmilega leiða til samfélags ávinnings fyrir sveitarfélagið.
Heimastjórn vísar til Byggðaráðs að það rýni sérstaklega stuðning sveitarfélagsins við LungA skólann í fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins fyrir 2023. Heimastjórn hvetur til þess að allra leiða sé leitað til að styðja við fyrirhugaða uppbyggingu, t.d. í gegnum skipulagsgerð og innheimtu framkvæmdatengdra gjalda.
Heimastjórn vill í þessu samhengi benda á að LungA skólinn er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun sem hefur margvísleg jákvæð áhrif á samfélagið og því mikilvægt að skólinn fái verðskuldaðan stuðning.

Gestir

  • Björt Sigfinnsdóttir - mæting: 14:30

3.Húsnæði lögreglu á Seyðisfirði

Málsnúmer 202210010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Heimastjórn telur mikilvægt að niðurstaða komist í málið og hvetur sveitarstjórn til þess að beita sér sérstaklega fyrir framvindu þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 202208159Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög að fjallskilasamþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Heimastjórn til viðtals

Málsnúmer 202209057Vakta málsnúmer

Heimastjórn lýsir yfir ánægju með vel heppnaðan og málefnalegan fund og þakkar þeim íbúum sem komu að spjalla. Lagt er til að slíkir fundir verði haldnir 3 - 4 sinnum á ári. Næsti fundur verði í janúar 2023.

Heimastjórn felur starfsmanni að taka saman þau mál er lúta að skipulagsmálum og fram komu á fundinum og koma þeim til framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

6.Samningar í gildi við sameiningu frá Seyðisfjarðarkaupsstað

Málsnúmer 202209005Vakta málsnúmer

Heimastjórn fer yfir rekstrarsamning félagsheimilisins Herðubreiðar. Starfsmanni falið að boða rekstraraðila félagsheimilisins á næsta fund heimastjórnar.
Málið áfram í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?