Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Keilur undir Bjólfi

Málsnúmer 202304036

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 84. fundur - 15.05.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulags- og matslýsing, auk vinnslutillögu, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna varnarkeila norðan Öldugarðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing auk vinnslutillögu verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 37. fundur - 14.06.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 15.05.23, þar sem aðalskipulagsbreyting vegna varnakeila norðan Öldugarðs var til umfjöllunar

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing, auk vinnslutillögu, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna varnarkeila norðan Öldugarðs verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 91. fundur - 21.08.2023

Kynningu skipulags- og matslýsingar, auk vinnslutillögu, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna varnarkeila norðan Öldugarðs lauk 28. júlí síðast liðinn. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir sem bárust á kynningartíma auk uppfærðrar skipulagstillögu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 39. fundur - 13.09.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.8.2023 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna varnarkeila norðan Öldugarðs.

Til máls tók: Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi skipulagstillögu um breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna varnarkeila norðan Öldugarðs og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 99. fundur - 06.11.2023

Auglýsingu tillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna varnarkeila norðan Öldugarðs lýkur 6. nóvember. Engar athugasemdir hafa borist.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 41. fundur - 15.11.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 06.11.2023, varðandi tillögu er varðar breytingar á aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010 -2030.

Til máls tók: Ívar Karl Hafliðason

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings, í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010, skipulagstillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030 vegna varnarkeila norðan Öldugarðs.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (BVW)
Getum við bætt efni þessarar síðu?