Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

40. fundur 10. ágúst 2023 kl. 10:00 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra

1.Cittaslow

Málsnúmer 202203219Vakta málsnúmer

Starfsmaður heimastjórnar gerði grein fyrir undirbúningi vegna Cittaslow Sunday sem haldið verður upp á í lok september. Starfshópur um Cittaslow mun sjá um viðburðinn sem verður auglýstur tímanlega.

2.Ágangur búfjár á heimalöndum

Málsnúmer 202307027Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu tillögur að verklagsreglum varðandi ágang búfjár á heimalöndum, unnar af Aroni Thorarensen, lögfræðingi og verkefnisstjóra, Margréti Ólöfu Sveinsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála og Óðni Gunnari Óðinssyni skrifstofustjóra. Einnig liggur fyrir erindi frá Bændasamtökum Íslands varðandi lausagöngu/ágang búfjár. Hvoru tveggja var vísað til heimastjórnar til umsagnar og upplýsingar af byggðaráði 11. júlí sl.

Heimastjórn á Djúpavogi leggur til að liðir 4 og 5 verði teknir út því ekki sé ástæða til aðkomu hennar að þeim, auk þess sem þeir lengja málsmeðferðartíma að óþörfu. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

3.Þjónusta við ferðafólk á Djúpavogi

Málsnúmer 202210003Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá erindi frá Heru Líf Liljudóttur varðandi upplýsingamiðstöð fyrir ferðafólk á Djúpavogi.

Heimastjórn þakkar fyrir erindið og tekur undir mikilvægi þess að ferðafólki standi til boða nægilegar upplýsingar um svæðið. Starfsmanni falið að koma erindinu áfram til atvinnu- og menningarstjóra í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

4.Faktorshúsið Djúpavogi

Málsnúmer 202103213Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur erindi frá Goðaborg ehf. varðandi kaup eða leigu á Faktorshúsinu. Félagið hefur verið að leita að hentugum stað á Djúpavogi til þess að setja upp lítið brugghús og ölstofu með það fyrir augum að auka á framleiðslugetu og aðgengi að markaði og einnig til þess að auka á þá afþreyingu sem í boði er á Djúpavogi fyrir gesti og ferðamenn og gefa þeim kost á að kaupa vöru framleidda á staðnum beint frá framleiðanda.

Heimastjórn á Djúpavogi líst vel á hugmyndir Goðaborgar ehf. og beinir því til byggðaráðs að skoða málið áfram með jákvæðum huga.

Samþykkt samhljóða.

5.Gangnaboð og gangnaseðlar 2023

Málsnúmer 202307108Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum láu drög að gangnaseðli fyrir gamla Djúpavogshrepp.

Heimastjórn á Djúpavogi samþykkir fyrirliggjandi drög og felur starfsmanni og fjallskilastjóra að leggja lokahönd á gangnaseðilinn í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

6.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Sætún: Unnið er að framkvæmdum við salernisaðstöðu í Sætúni. Þeim hefur seinkað mikið en vonast er til að þeim ljúki fljótlega.

Eyjaland: Lokið er við að malbika Eyjaland.

Hafnarframkvæmdir: Áfram er unnið að hafnarframkvæmdum en ljúka á steypuvinnu við þekjuna í september. Einnig er áfram unnið að lögnum og fyrirhuguðum göngustíg við Víkurland. Stefnt er að því að malbika svæðið neðan við Faktorshúsið í haust.

Faktorshúsið. Tröppur hafa verið settar við gaflinn á Faktorshúsinu. Lokafrágangur stendur yfir.

Mörk: Áfram er unnið að gerð gangstéttar meðfram Mörk. Þeirri framkvæmd lýkur fljótlega.

Tryggvabúð: Búið er að malbika bílastæðið við Tryggvabúð. Unnið er að merkingum.

Salernisaðstaða við Kjörbúðina: Áfram er unnið að málinu í samráði við forsvarsmenn verslunarinnar og N1.

Grunnskólinn: Áfram er unnið að klæðningu á grunnskólanum.

8.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur heimastjórnar á Djúpavogi verður haldinn fimmtudaginn 7. september næstkomandi kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmani heimastjórnar fyrir kl. 15:00 mánudaginn 4. september á netfangið gauti.johannesson@mulathing.is.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?