Fara í efni

Ósk um umsögn, matsskyldufyrirspurn, Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202310060

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 97. fundur - 16.10.2023

Undir þessum lið vöktu Þórhallur Borgarson og Ásdís Hafrún Benediktsdóttir athygli á vanhæfi sínu. Formaður úrskuðaði um augljóst vanhæfi byggt á atkvæðagreiðslu á 94. fundi ráðsins við mál nr. 202308090 og véku þau af fundi við umfjöllun málsins.

Lögð er fram til kynningar greinargerð með tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu vegna 6,7 MW vatnsaflsvirkjunar í Gilsá. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins á grundvelli 20. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Frestur er til 3. nóvember 2023.
Í samræmi við 3. gr. viðauka I í samþykkt um stjórn Múlaþings eru það heimastjórnir sem veita umsagnir í tengslum við lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda- og áætlana. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 40. fundur - 08.11.2023

Fyrir heimastjórn Fljótsdalshéraðs liggur umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun, dagsett 5. október 2023, við tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu vegna 6,7 MW vatnsaflsvirkjunar í Gilsá.
Frestur til að skila umsögn hefur verið framlengdur til 10. nóvember 2023.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 43. fundur - 08.02.2024

Lögð er fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu fyrirhugaðrar vatnsaflsvirkjunar í Gilsá í Eiðaþinghá. Niðurstaðan er sú að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 44. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggur frá Skipulagsstofnun ósk um umsögn, dagsett 28.2.2024, við kynningar matsáætlunar vegna Gilsárvirkjunar í Múlaþingi á grundvelli 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir umsögn við matsáætlun vegna Gilsárvirkjunar í Múlaþingi á grundvelli 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?