Fara í efni

Samráðsgátt. Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Málsnúmer 202401124

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 106. fundur - 29.01.2024

Matvælaráðuneytið kynnir í Samráðsgátt drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu í samræmi við 11. gr. laga um landgræðslu. Frestur til athugasemda er 14. febrúar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að vinna drög að umsögn í samráði við formann ráðsins auk þess að fá umsagnir frá heimastjórnum.

Þórhallur Borgarson leggur fram eftirfarandi bókun:
Við lestur á drögum að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu ásamt viðaukum er ljóst að um microstjórnun er að ræða. Ekki er tekið tillit til mismunandi aðstæðna eftir landshlutum. Eins er nauðsynlegt að kanna hvort að um svonefnda gullhúðun á regluverki sé að ræða.

Málið verði tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 43. fundur - 08.02.2024

Fyrir fundinum liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 29. janúar vegna reglugerðar um sjálfbæra landnýtingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir athugasemdir við ýmsa þætti í drögum að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Fulltrúa sveitarstjóra falið að koma ábendingum heimastjórnar, í samræmi við umræður á fundinum, á framfæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 46. fundur - 08.02.2024

Fyrir fundinum lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 29. janúar vegna reglugerðar um sjálfbæra nýtingu.

"Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að vinna drög að umsögn í samráði við formann ráðsins auk þess að fá umsagnir frá heimastjórnum."

Heimastjórn á Djúpavogi er hlynnt sjálfbærri landnýtingu en leggur áherslu á að meginreglur og viðmið sem sett eru fram í reglugerðinni komi ekki í veg fyrir eðlilega framþróun og uppbyggingu í samfélaginu.
Starfsmanni falið að koma áherslum heimastjórnar að öðru leyti á framfæri í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 43. fundur - 08.02.2024

Matvælaráðuneytið kynnir í Samráðsgátt drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu í samræmi við 11. gr. laga um landgræðslu. Frestur til athugasemda er 14. febrúar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 29.1.2024:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að vinna drög að umsögn í samráði við formann ráðsins auk þess að fá umsagnir frá heimastjórnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs telur í ljósi umfangs, hagsmuna og óvissu um ýmsa þætti málsins, mikilvægt að vanda umsögn sveitarfélagsins og leggur þvi til að m.a. verði leitað til lögmanns sveitarfélagsins við undirbúning og gerð umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 108. fundur - 19.02.2024

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið en á síðasta fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkti ráðið að fela honum að vinna drög að umsögn í samráði við formann ráðsins auk þess að fá umsagnir frá heimastjórnum. Framlögð eru drög að umsögn við reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur formanni að ljúka og skila inn umsögn fyrir hönd ráðsins í samræmi við umræður á fundinum. Umsögnin verður borin upp til samþykktar á næsta fundi ráðsins.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (PH) sat hjá.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 08:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 109. fundur - 26.02.2024

Í samræmi við bókun frá síðasta fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs er lögð fram til staðfestingar umsögn Múlaþings við drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sem kynnt var í Samráðsgátt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 (ÁMS og ÞÓ) sitja hjá.
Getum við bætt efni þessarar síðu?