Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

106. fundur 29. janúar 2024 kl. 08:30 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
Fundargerð ritaði: Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri

1.Málefni hafna í Múlaþingi

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Staðgengill hafnarstjóra kynnir samantekt á niðurstöðum íbúakönnunar sem gerð var í tengslum við komur skemmtiferðaskipa.

Hafnarstjóri og staðgengill hafnarstjóra sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu á stefnumörkun hafnanna. Breytingin snýr að því að setja hámarksfjölda á komu farþega með skemmtiferðaskipum. Lagt er til að hámarksfjöldi farþega á degi hverjum sé 500 á Borgarfirði, 2500 á Djúpavogi og 3500 á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2023

Málsnúmer 202301207Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 459. fundi Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

Hafnarstjóri og staðgengill hafnarstjóra sátu fundinn undir þessum lið.

3.Aðalskipulagsbreyting, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202207050Vakta málsnúmer

Teknar eru fyrir að nýju umsagnir sem bárust við kynningu vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar vegna frístundabyggðar við Eiða.

Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrir liggur minnisblað frá skipulagsráðgjafa um athugasemdir sem fram koma í umsögnum um tillöguna ásamt samantekt á þeim atriðum sem sveitarstjórn þarf að taka afstöðu til. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir afstöðu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefndar til fyrirliggjandi umsagna og þeirra álitaefna sem koma fram í niðurlagi minnisblaðs skipulagsráðgjafa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Deiliskipulag, Smávirkjun við Gestreiðarstaðaháls

Málsnúmer 202212147Vakta málsnúmer

Teknar eru fyrir að nýju umsagnir sem bárust við auglýsingu nýs deiliskipulags smávirkjunar við Gestreiðarstaðaháls, ásamt minnisblaði frá ráðgjafa um viðbrögð við þeim í samræmi við bókun ráðsins frá 104. fundi.

Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði lagfærð til samræmis við minnisblað ráðgjafa og lögð fyrir heimastjórn Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Lóðaúthlutun, Borgarfjörður, Jörfi

Málsnúmer 202401132Vakta málsnúmer

Nýtt deiliskipulag íbúðabyggðar við Jörfa á Borgarfirði tók gildi 23. júní sl. og gatna- og lagnahönnun lokið.
Liggur fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði að ákvarða um úthlutun þeirra samkvæmt reglum um úthlutun lóða hjá Múlaþingi.

Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að um úthlutun lóða fari samkvæmt lið a) í 3. gr. reglna um úthlutun lóða hjá Múlaþingi. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Útboð Baugur Bjólfs

Málsnúmer 202306059Vakta málsnúmer

Máli frestað.

7.Samfélagsverkefni heimastjórna 2024

Málsnúmer 202401014Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um útfærslu á samfélagsverkefnum heimastjórna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum í samræmi við fjárhagsáætlun og umræður á fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu eftir til formanna heimastjórna.
Skipting fjármuna verður óbreytt frá fyrra ári þegar heimastjórnir Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar fengu 2 milljónir hver til umráða og heimastjórn Fljótsdalshéraðs 4 milljónir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Sveitarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 202301120Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur samantekt á fyrirspurnum og ábendingum sem bárust til kjörinna fulltrúa á Sveitarstjórnarbekknum í desember síðast liðinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi viðbrögð við þeim fyrirspurnum sem bárust kjörnum fulltrúum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að koma þeim á framfæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Samráðsgátt. Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Málsnúmer 202401124Vakta málsnúmer

Matvælaráðuneytið kynnir í Samráðsgátt drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu í samræmi við 11. gr. laga um landgræðslu. Frestur til athugasemda er 14. febrúar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að vinna drög að umsögn í samráði við formann ráðsins auk þess að fá umsagnir frá heimastjórnum.

Þórhallur Borgarson leggur fram eftirfarandi bókun:
Við lestur á drögum að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu ásamt viðaukum er ljóst að um microstjórnun er að ræða. Ekki er tekið tillit til mismunandi aðstæðna eftir landshlutum. Eins er nauðsynlegt að kanna hvort að um svonefnda gullhúðun á regluverki sé að ræða.

Málið verði tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?