Fara í efni

Tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár auglýst til umsagnar

Málsnúmer 202402162

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 47. fundur - 06.03.2024

Umhverfisstofnun auglýsir til umsagnar tillögu að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár skv.
ákvæðum 36. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár er skrá yfir þær náttúruminjar sem Alþingi ákveður að setja í forgang til næstu fimm ára, skv. 2. mgr. 33. gr. ofangreindra laga.

Heimstjórn gerir ekki athugaemdir við framkvæmdaáætlunina fyrir sitt leyti

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 44. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár í kynningarferli, til umsagnar, dagsett 19.2. 2024. Frestur til að skila athugasemdum er til og með 19. apríl 2024. Ein tillagan í framkvæmdaáætluninni varðar Húsey og Eyjasel á Úthéraði.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 45. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár í kynningarferli, til umsagnar, dagsett 19.2. 2024. Frestur til að skila athugasemdum er til og með 19. apríl 2024.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 44. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár í kynningarferli, til umsagnar, dagsett 19.2. 2024. Frestur til að skila athugasemdum er til og með 19. apríl 2024. Ein tillagan í framkvæmdaáætluninni varðar Húsey og Eyjasel á Úthéraði.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi áætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 46. fundur - 13.03.2024

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár í kynningarferli til umsagnar.

Til máls tók: Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslna heimastjórna Borgarfjarðar, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar gerir sveitarstjórn Múlaþings ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu Umhverfisstofnunar að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?