Fara í efni

Húsnæðisáætlun Múlaþings 2025

Málsnúmer 202410232

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 134. fundur - 25.11.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka til endurskoðunar 10 ára húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra skipulagsmála að uppfæra húsnæðisáætlun í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt samþykkir ráðið að vísa málinu til umsagnar hjá heimastjórnum, fjölskylduráði og byggðaráði.
Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 136. fundur - 03.12.2024

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 25.11.2024, þar sem drögum að endurskoðaðri 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2025 er vísað til umsagnar hjá byggðaráði m.a.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við áætlunina.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 53. fundur - 05.12.2024

Fyrir liggja drög að uppfærðri 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings. Umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði eftir að heimastjórnir veittu umsagnir um drögin.
Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála kom inn á fundinn. Heimastjórn telur ráðlegt að halda utan um biðlista í almennar leiguíbúðir þar sem núverandi biðlistar taka einungis til félagslegs húsnæðis. Enn fremur vantar sundurgreinanleg gögn niður á svæði sveitarfélagsins um áætlaða húsnæðisþörf og -uppbyggingu sem hefði verið heppilegt að lægju fyrir á þessu stigi málsins.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Sóley Valdimarsdóttir - mæting: 11:50

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 53. fundur - 05.12.2024

Fyrir liggur húsnæðisáætlun Múlaþings 2024 ásamt minnisblaði um mögulegar breytingar á húsnæðisáætlun Múlaþings 2025.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, 25.11.2024, var ákveðið að vísa málinu til umsagnar hjá heimastjórnum, fjölskylduráði og byggðaráði.
Á fundinn undir þessum lið mætti Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við tillögur að húsnæðisáætlun 2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Björgvin Stefán yfirgaf fundinn við upphaf þessa liðar.

Heimastjórn Djúpavogs - 55. fundur - 05.12.2024

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið. Lagt fram til kynningar minnisblað um breytingar á Húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2025.
Heimastjórn kom á framfæri athugasemdum um vanmat á uppsafnaðri húsnæðisþörf og ofmat á íbúðum í byggingu í húsnæðisáætlun fyrir Djúpavog.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sóley Valdimarsdóttir

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 51. fundur - 06.12.2024

Fyrir liggur til kynningar og umsagnar minnisblað um breytingar á
Húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2025.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, 25.11.2024, var ákveðið að vísa málinu til umsagnar hjá heimastjórnum, fjölskylduráði og byggðaráði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn felur starfsmanni að vinna áfram að athugasemdum er fram komu á fundinum. Í framhaldinu verður athugsemdum komið á framfæri við umhverfis- og framkvæmdasvið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 137. fundur - 13.01.2025

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir endurskoðaða húsnæðisáætlun Múlaþings til næstu 10 ára og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 54. fundur - 15.01.2025

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 13.01.2025, varðandi Húsnæðisáætlun Múlaþings 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs staðfestir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi endurskoðaða húsnæðisáætlun til næstu 10 ára.
Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að sjá til þess að hún verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins og kynnt þar til bærum aðilum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 122. fundur - 21.01.2025

Fyrir fundinum liggur húsnæðisáætlun Múlaþings til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?