Fara í efni

Umhverfisþing 2025

Málsnúmer 202508087

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 158. fundur - 25.08.2025

Verkefnastjóri umhverfismála, Stefán Áspar Stefánsson, situr fundinn undir þessum lið.
Lögð er fram til kynningar auglýsing frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um fyrirhugað umhverfisþing sem haldið verður 15. og 16. september 2025 í Reykjavík. Meginþemu þingsins verða hafið, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsmál og verður dagskráin ýmist í formi vinnustofa, fyrirlestra og pallborðsumræðna. Hlutar dagskrár verða aðgengilegir í beinu streymi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur öll áhugasöm til að sækja fyrirhugað umhverfisþing og leggur til við heimastjórnir, sem fara með hlutverk náttúruverndarnefnda sveitarfélagsins, að tilnefna einn heimastjórnarfulltrúa hver til að sitja þingið, hvort heldur í fjar- eða staðfundi.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 60. fundur - 04.09.2025

Fyrir liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 25.8.2025 þar sem lagt er til við heimastjórnir, sem fara með hlutverk náttúruverndarnefnda sveitarfélagsins, að tilnefna einn heimastjórnarfulltrúa hver til að sitja Umhverfisþing, hvort heldur í fjar- eða staðfundi, sem haldið verður 15. og 16. september.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn stefnir á að fylgjast með umhverfisþinginu í gegnum fjarfundabúnað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 62. fundur - 04.09.2025

Fyrir liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 25.8.2025 þar sem lagt er til við heimastjórnir, sem fara með hlutverk náttúruverndarnefnda sveitarfélagsins, að tilnefna einn heimastjórnarfulltrúa hver til að sitja Umhverfisþing, hvort heldur í fjar- eða staðfundi, sem haldið verður 15. og 16. september.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Heimastjórn stefnir á að fylgjast með umhverfisþinginu í gegnum fjarfundabúnað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 63. fundur - 04.09.2025

Fyrir liggur bókun frá Umhverfis- og framkvæmdarráði varðandi umhverfisþing sem haldið verður dagana 15.-16. september í Silfurbergi í Hörpu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur alla áhugasama til að sækja fyrirhugað umhverfisþing og leggur til við heimastjórnir, sem fara með hlutverk náttúruverndarnefnda sveitarfélagsins, að tilnefna að lágmarki einn heimastjórnarfulltrúa hver til að sitja þingið, hvort heldur í fjar- eða staðfundi.
Heimastjórn mun tryggja að að minnsta kosti einn fulltrúi sitji þingið í fjarfundi.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 62. fundur - 15.09.2025

Fyrir liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 25.8.2025 þar sem lagt er til við heimastjórnir, sem fara með hlutverk náttúruverndarnefnda sveitarfélagsins, að tilnefna einn heimastjórnarfulltrúa hver til að sitja Umhverfisþing, hvort heldur í fjar- eða staðfundi, sem haldið verður 15. og 16. september.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?