Fara í efni

Deiliskipulag, Smávirkjun við Gestreiðarstaðaháls

Málsnúmer 202212147

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 72. fundur - 19.12.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagslýsing, dagsett 8. desember 2022, vegna nýs deiliskipulags fyrir smávirkjun við Gestreiðarstaðaháls. Það er Neyðarlínan ohf. sem hefur lagt fram fyrirliggjandi gögn í tengslum við uppsetningu á smávirkjun í Langadalsá til þess að framleiða 50-60kW af rafmagni til þess að knýja meðal annars fjarskiptastöð á Gestreiðarhálsi.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 30. fundur - 05.01.2023

Fyrir liggur skipulagslýsing, dagsett 8. desember 2022, vegna nýs deiliskipulags fyrir smávirkjun við Gestreiðarstaðaháls. Það er Neyðarlínan ohf. sem hefur lagt fram fyrirliggjandi gögn í tengslum við uppsetningu á smávirkjun í Langadalsá til þess að framleiða 50-60kW af rafmagni til þess að knýja meðal annars fjarskiptastöð á Gestreiðarhálsi.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 19.12. 2022 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 82. fundur - 17.04.2023

Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags fyrir smávirkjun við Gestreiðarstaðaháls var kynnt í janúar og rann frestur til athugasemda út þann 8. febrúar 2023. Lagðar eru fram til kynningar þær umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa því til skipulagsráðgjafa málsaðila að taka saman minnisblað þar sem greint er frá því hvernig ætlað sé að bregðast við þeim athugasemdum sem settar eru fram hjá umsagnaraðilum sem lagt verður fyrir ráðið að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 84. fundur - 15.05.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga fyrir nýtt deiliskipulag smávirkjunar við Gestreiðarstaðaháls. Jafnframt er lagt fram minnisblað með viðbrögðum vegna þeirra athugasemda sem gerðar voru við skipulagslýsingu verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 92. fundur - 28.08.2023

Kynningu vinnslutillögu nýs deiliskipulag smávirkjunar við Gestreiðarstaðaháls lauk þann 25. júní síðastliðinn. Lagðar eru fram til umfjöllunar þær umsagnir sem bárust á kynningartíma auk minnisblaðs frá skipulagsráðgjafa verkefnisins með tillögu að viðbrögðum við þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipulagstillagan verði uppfærð í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað. Jafnframt fer ráðið fram á að í greinargerð skipulagsins verði lagt mat á það hvort framkvæmdirnar komi til með að valda hnignun á ástandi vatnshlotsins (eða mögulegri hnignun) og hvort framkvæmdin komi í veg fyrir að mjög gott vistfræðilegt ástand vatnshlotsins náist í samræmi við umsögn Umhverfisstofnunar.
Uppfærð tillaga verður lögð fyrir ráðið að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 95. fundur - 25.09.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga nýs deiliskipulags smávirkjunar við Gestreiðarstaðaháls. Brugðist hefur verið við ábendingum Umhverfisstofnunar í samræmi við bókun ráðsins á 92. fundi og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til auglýsingar tillögunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 39. fundur - 05.10.2023

Fyrir liggur tillaga nýs deiliskipulags smávirkjunar við Gestreiðarstaðaháls. Brugðist hefur verið við ábendingum Umhverfisstofnunar í samræmi við bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs á 92. fundi og liggur fyrir að taka afstöðu til auglýsingar tillögunnar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 25.9. 2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?