Kjósa skal einn sveitarstjórnarfulltrúa sem aðalmann og annan til vara skv. 38. og 132. gr. sveitarstjórnarlaga og 36. gr. samþykktar þessarar, til viðbótar við þá tvo er kjörnir eru beinni kosningu.
Heimastjórn annast þau störf sem sveitarstjórn felur henni og snýr að viðkomandi byggðahluta. Heimastjórnir hafa vald til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. viðauka við samþykkt þessa.
Heimastjórn afgreiðir, eftir umfjöllun umhverfis- og framkvæmdaráðs, tiltekin verkefni skipulagslaga nr. 123/2010 án staðfestingar sveitarstjórnar, sbr. 2. mgr. 6. gr. skipulagslaga, þ.m.t. um deiliskipulag á hafnarsvæðum.
Heimastjórn afgreiðir tiltekin verkefni laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 án staðfestingar sveitarstjórnar.
Heimastjórn fer með verkefni náttúruverndarnefndar skv. 14. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.
Heimastjórn skal fá til umsagnar tillögur um breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins, innan sinna staðarmarka.
Heimastjórn tekur ákvarðanir sem sveitarstjórn skal taka samkvæmt lögum nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl. að frátalinni ákvörðun um staðfestingu fjallskilasamþykktar, sbr. 3. gr. laganna.
Heimastjórn tekur ákvarðanir sem sveitarstjórn skal taka samkvæmt lögum nr. 38/2013 um búfjárhald, að frátöldum ákvörðunum samkvæmt 4. gr. um takmörkun búfjárhalds.
Heimastjórn veitir umsagnir samkvæmt 13., 15. og 17. gr. jarðalaga nr. 81/2004, varðandi landskipti, sameiningu jarða og umsókn um lögbýlisrétt.
Heimastjórn afgreiðir umsagnir og önnur verkefni sem varða sveitarstjórn samkvæmt ákvæðum laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Heimastjórnir skulu því m.a. veita umsagnir, skv. 10. og 17. gr. laganna.
Heimastjórn fer með umsjón menningarverkefna, félagsheimila, menningarhúsa, og tjaldstæða í viðkomandi byggðahluta, þar sem það á við.
Heimastjórn veitir umsögn um tiltekin hafnamál til umhverfis- og framkvæmdaráðs, svo sem að veita leyfi til starfsemi á hafnarsvæði og ákvarðanir um bann eða takmörkuð afnot hafnarsvæðis fyrir starfsemi sem hún telur torvelda eðlilega hafnarstarfsemi.
Fjárhagsáætlun skal koma til umsagnar heimastjórnar áður en hún er tekin til umræðu í sveitarstjórn. Nánar um verkefni og valdheimildir heimastjórna fer samkvæmt viðauka um framsalsheimildir.
Upplýsingar um hvenær heimastjórnir funda má finna hér að neðan. Vilji íbúar senda inn erindi þurfa þau að berast í síðasta lagi miðvikudag fyrir viðkomandi fund. Mikilvægt er að erindin séu merkt réttri heimastjórn. Erindi má koma á skrifstofur sveitarfélagsins eða senda á netfangið mulathing@mulathing.is.
Erindisbréf, Heimastjórnar Borgarfjarðar
Fundargerðir, Heimastjórnar Borgarfjarðar
Erindisbréf, Heimastjórnar Djúpavogs
Fundargerðir, Heimastjórnar Djúpavogs
Erindisbréf heimastjórnar Fljótsdalshéraðs
Fundargerðir, Heimastjórnar Fljótsdalshéraðs
Erindisbréf, Heimastjórnar Seyðisfjarðar
Fundargerðir, Heimastjórnar Seyðisfjarðar
Fundardagar sveitarstjórnar og fastanefnda