Fara í efni

Gögn frá fundi um Dyrfjallasvæðið og Stórurð

27.04.2023 Fréttir Borgarfjörður

Mánudaginn 17. apríl var opinn íbúafundur í Hjaltalundi á vegum Umhverfisstofnunar um stjórnunar- og verndaráætlun fyrir landslagsverndarsvæðið norðan Dyrfjalla og náttúruvætti Stórurð. Á fundinum var farið í stuttu máli yfir friðlýsingu svæðisins, gerð stjórnunar- og verndaráætlunar auk þess að fara yfir stöðu vinnu við gerð stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið norðan Dyrfjalla og Stórurð. Jafnframt var farið í hugmyndavinnu þar sem þátttakendum á fundinum gafst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, bæði er varðar framtíðarrekstur svæðisins eða uppbyggingu innan þess.

Gögn fundarins hafa verið gerð opinber á heimasíðu Umhverfisstofnunar undir náttúru > stjórnunar og verndaráætlanir > stjórnunar- og verndaráætlanir í vinnslu > landslagsverndarsvæði norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð.

Gögn frá fundi um Dyrfjallasvæðið og Stórurð
Getum við bætt efni þessarar síðu?