Fara í efni

Upplýsingar vegna rýminga á Austurlandi

07.04.2024 Fréttir Seyðisfjörður

Búist er við áframhaldandi úrkomu og skafrenningi fram til morguns en úrkoma er þó heldur minni en spáð var. Ekki er talin hætta utan rýmdra svæða.
Flestir fjallvegir á Austurlandi eru lokaðir en vegir innanbæjar eru enn opnir. Rýmingar frá í gær á Seyðisfirði og í Neskaupstað eru óbreyttar.

Veðurstofa mun meta stöðuna síðar í dag en staðan er vöktuð allan sólarhinginn af starfsmönnum Veðurstofu og snjóflóðaeftirlitsmönnum hennar. Ekki er talin hætta utan rýmdra svæða.
Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hvetur ferðalanga til að kanna vel með færð og veður áður en haldið er af stað en lítið ferðaveður er í fjórðungnum sem stendur.

Þrátt fyrir að ekki sé talin hætta utan rýmdra svæða þá geta aðstæður sem þessar valdið vanlíðan hjá íbúum. Aðgerðastjórn vekur því athygli á hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 sem opinn er allan sólarhringinn ef fólk vill ræða líðan sína.

Upplýsingar vegna rýminga á Austurlandi
Getum við bætt efni þessarar síðu?