11.10.2021
kl. 20:45
Seyðisfjörður
// eng //
// pol //
Engar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar utan þeirra er mælst hafa í hryggnum.
Öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið er óheimil. Umferð um göngustíga meðfram Búðará og annarsstaðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum verði áfram með aðgæslu.
Lesa
10.10.2021
kl. 18:33
Seyðisfjörður
Unnið er útreikningum á því hvort leiðigarðar og safnþró taki við því efni sem óstöðugt er í hlíðinni, jafnvel þó það fari allt í einu. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir strax eftir helgi. Ákvörðun um afléttingu rýmingar verður þá tekin.
Engar aðrar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar.
Lesa
09.10.2021
kl. 16:13
Seyðisfjörður
// eng //
// pol //
Herðubreið verður opin í dag og á morgun frá klukkan 14 til 16 líkt og verið hefur. Öll velkomin.
Ekki er gert ráð fyrir að íbúar geti snúið til síns heima fyrr en eftir helgi. Öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið er óheimil.
Lesa
08.10.2021
kl. 11:47
Seyðisfjörður
Herðubreið verður opin klukkustund lengur í dag en aðra daga, eða frá klukkan 14 til 17.
Klukkan 16 verður Teams fundur í Herðubreið þar sem fulltrúar Veðurstofu munu mæta til framsögu og svara spurningum. Íbúar í húsum á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Allir velkomnir.
Vegna úrkomu í gær og óvissu sem henni fylgir, verður ekki í boði fyrir íbúa á rýmingarsvæðum að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Þá er öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið óheimil.
Lesa
07.10.2021
kl. 17:13
Seyðisfjörður
// english //
// polish //
Rýming mun vara fram yfir helgi.
Herðubreið verður opin á morgun milli klukkan 14 og 16 og alla daga fram yfir helgi meðan rýming varir. Íbúar í húsum á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Vegna úrkomu í dag og óvissu sem henni fylgir, verður ekki í boði fyrir íbúa á rýmingarsvæðum að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Þá er öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið óheimil.
Lesa
07.10.2021
kl. 14:43
Seyðisfjörður
// english //
// polish //
Vegna þeirrar rigningar sem spáð er eftir hádegi á Seyðisfirði verður ekki í boði fyrir íbúa á rýmingarsvæðum að fara inn í húsin sín í dag. Fulltrúar Rauða krossins, Múlaþings og lögreglu verða í Herðubreið. Allir velkomnir. Minnt er á hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717.
Lesa
07.10.2021
kl. 11:08
Seyðisfjörður
Rýming mun vara fram yfir helgi.
//Polski poniżej//
Lesa
06.10.2021
kl. 14:48
Seyðisfjörður
Rýming mun vara fram yfir helgi.
Herðubreið verður opin milli klukkan 14 og 16 í dag sem og aðra daga meðan rýming varir.
Lesa
06.10.2021
kl. 12:02
Seyðisfjörður
Fundurinn verður haldinn í Herðubreið fimmtudaginn 14. október næst komandi frá klukkan 16:00-18:00.
Lesa
06.10.2021
kl. 10:30
Seyðisfjörður
Múlaþing auglýsir til leigu íbúð Múlavegi 36 Seyðisfirði.
Íbúðin er tveggja herbergja alls 67,1 m2. Eitt svefnherbergi, eldhús, stofa, þvottaherbergi og baðherbergi. Umsóknum má skila inn á heimasíðu Múlaþings undir: „Umsóknir/Húsnæði og búseta“ Umsókn um leiguíbúð (Ársalir, Hamrabakki, Múlavegur). Nánari upplýsingar veitir Hreinn Halldórsson í Síma 866 5582.
Lesa