26.11.25
Tilkynningar
Lóðahreinsun á Seyðisfirði – Tilkynning
Heilbrigðisnefnd Austurlands og Múlaþing áforma að ráðast í lóðahreinsun á Seyðisfirði, þar sem fjarlægja þarf lausamuni, númerslausa bíla, drasl og óskráða hluti sem hafa verið skildir eftir í ósamræmi við samþykkt nr. 1405/2023 um umgengni og þrifnað utan húss, og hvílir á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.