Fara í efni

Tilkynningar

Röskun á sorphirðu
12.01.26 Tilkynningar

Röskun á sorphirðu

Vegna veðurviðvörunar og vetrarfærðar víða í sveitarfélaginu er viðbúið að röskun verði á sorphirðu.
Strætó á Egilsstöðum
12.01.26 Tilkynningar

Strætó á Egilsstöðum

Sökum vetrarfærðar hafa tvær minni rútur gengið milli Egilsstaða og Fellabæjar í morgun í stað hefðbundins strætó. Eftir hádegi verður aðeins ein 20 manna rúta á ferðinni og er viðbúið að hún nái ekki að anna sama fjölda og strætó gerir annars. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Tilkynning frá fjármálasviði
08.01.26 Tilkynningar

Tilkynning frá fjármálasviði

Vinna við ársuppgjör 2025 hjá Múlaþingi er komin á fullt skrið. Áríðandi er að kostnaðarreikningar sem tilheyra árinu 2025 berist sveitarfélaginu og stofnunum þess eigi síðar en 15. janúar nk.
Opnunartími Bókasafns Héraðsbúa um jól og áramót
17.12.25 Tilkynningar

Opnunartími Bókasafns Héraðsbúa um jól og áramót

Verið velkomin á Bókasafn Héraðsbúa allan desember. Opið alla virka daga frá klukkan 13 til 18.
Frá Bókasafni Djúpavogs
15.12.25 Tilkynningar

Frá Bókasafni Djúpavogs

Vegna forfalla er síðasti opnunardagur ársins á Bókasafni Djúpavogs á morgun, þriðjudaginn 16. desember.
Tilkynning frá Bókasafni Seyðisfjarðar
11.12.25 Tilkynningar

Tilkynning frá Bókasafni Seyðisfjarðar

Opnunartími bókasafnsins um jól og áramót 2025-26:
Seyðisfjörður og nágrenni á rafmagni frá virkjunum
10.12.25 Tilkynningar

Seyðisfjörður og nágrenni á rafmagni frá virkjunum

Vegna truflunar í flutningskerfi Landsnets verður keyrt á varaafli á Seyðisfirði og nágrenni frá klukkan 1:49 til 22:00 þann 10. desember 2025.
Lóðahreinsun á Seyðisfirði – Tilkynning
26.11.25 Tilkynningar

Lóðahreinsun á Seyðisfirði – Tilkynning

Heilbrigðisnefnd Austurlands og Múlaþing áforma að ráðast í lóðahreinsun á Seyðisfirði, þar sem fjarlægja þarf lausamuni, númerslausa bíla, drasl og óskráða hluti sem hafa verið skildir eftir í ósamræmi við samþykkt nr. 1405/2023 um umgengni og þrifnað utan húss, og hvílir á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Frá Bókasafni Djúpavogs
25.11.25 Tilkynningar

Frá Bókasafni Djúpavogs

Bókasafnið á Djúpavogi er lokað í dag, þriðjudaginn 25. nóvember, af óviðráðanlegum orsökum.
Stutt rafmagnsleysi á Djúpavogi, Hamarsfirði, Álftafirði og hluta Berufjarðar
24.11.25 Tilkynningar

Stutt rafmagnsleysi á Djúpavogi, Hamarsfirði, Álftafirði og hluta Berufjarðar

Vegna vinnu í aðveitustöð verður rafmagnslaust í hluta Berufjarðar, Djúpavogi, Hamarsfirði og Álftafirði frá klukkan 10:30 til 10:36 þann 25. nóvember 2025. Einnig verður rafmagnslaust í Berufirði frá klukkan 14:30 til 14:36 þann 25. nóvember 2025.
Getum við bætt efni þessarar síðu?