Fara í efni

Haustsýning í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi

Skaftfell kynnir opnun haustsýningar:
Slóð – Anna Júlía Friðbjörnsdóttir og Karlotta Blöndal
25. september - 21. nóvember 2021

Opnun á laugardaginn 25. september, kl. 16:00-18:00 í sýningarsalnum í Skaftfelli.
Leiðsögn og listamannaspjall fer fram sunnudaginn 26. september, kl. 14:00.
Opnunartími: Mán-fös kl. 12:00-18:00, lau-sun kl. 16:00-18:00
Aðgangur er í gegnum bistróið á fyrstu hæð.

Sýningin Slóð er samsýning myndlistarmannanna Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur og Karlottu
Blöndal. Verkin vinna þær í sitt hvoru lagi en vísa báðar í fornleifafundinn á Vestdalsheiði
árið 2004 sem samanstóð af mannabeinum, skartgripum og glerperlum og er talinn vera
frá miðri tíundu öld. Anna Júlía vinnur einnig með fjarskiptatækni sem hefur tengingu við
tæknisögu Seyðisfjarðar.

Var efnið á síðunni hjálplegt?