Fara í efni

Milli fjalls og fjöru

Í kvikmyndinni er sagt frá skógum á Íslandi og rakin saga skógeyðingar, skógarnytja og skógræktar á Íslandi af vísinda- og fræðimönnum, skógræktarmönnum og bændum. Hérna kemur fyrir almenningssjónir fræðileg kvikmynd með ljóðrænu ívafi. Fræðslunni er beint að áhugafólki um land og sögu, landgræðslu og skógrækt, lærðum sem leikum.

Leikstjóri myndarinnar er Ásdís Thoroddssen kvikmyndaleikstjóri, en hún á að baki langan og farsælan feril sem leikstjóri heimildamynda og leikinna kvikmynda. 

Getum við bætt efni þessarar síðu?