Fara í efni

Menningarstyrkir Múlaþings

Ra Tack

Residency for LGBTQIA+ artists and activists at Heima
Heima Collective vill vekja athygli á mikilvægi hinsegin samfélags á Austurlandi með dvalar- og
fræðsludagskrá fyrir listamenn og aðgerðarsinna úr LGBTQIA+ samfélaginu. Gestavinnustofan miðar að
því að veita hinsegin listamönnum og aðgerðasinnum víðsvegar að úr heiminum lista- og
menningartækifæri með því að skiptast á og deila listrænni þekkingu, sýningum, gjörningum og
vinnustofum fyrir hinsegin ungmenni.

Sveinn Kristján Ingimarsson

Sumartónleikar Djúpavogskirkju
Sumartónleikar Djúpavogskirkju 2024 er tónleikaröð þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá.
Um er að ræða 4-5 tónleika þar sem fram koma bæði listafólk frá Djúpavogi og nágrenni en einnig fólk
annar staðar frá. Efnistökin verða fjölbreytt, bæði hvað varðar stefnur og flytjendur.
Bláa kirkjan sumartónleikar
Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar 2024
Haldnir verða 5-6 tónleikar sumarið 2024 og munu tónleikarnir að venju fara fram á
miðvikudagskvöldum í júlí og fram í ágúst. Í gegnum tíðina hafa flytjendur mestmegnis verið íslenskir
en þó hefur alltaf verið lagður metnaður í að bjóða erlent tónlistarfólk velkomið. Alls sóttu 20
listamenn um að koma frá á tónleikaröðinni.


Móðir Jörð

Skógargleðin í Vallanesi 2024
Skógargleðin í Vallanesi verður haldin í 12. sinn þann 11. ágúst 2024. Skógargleðin er
menningarviðburður með aðaláherslu á skóginn sem umgjörð og upplifun, enda er útivistargildi
skógarins mikil auðlind á Héraði. Dagskráin er fyrir alla aldurshópa; leiklist, tónlist, kennsla í tálgun og
matarmenning frá Móður Jörð. Einnig tónlistaratriði og upplestur í Vallaneskirkju og matarmarkaður í
Asparhúsinu.

Blábjörg ehf.

Menningarferð á Borgarfjörð eystri
Menningarferðin gengur út á að útfæra menningardag á Borgarfirði eystri. Menningarferðin sameinar
fjölda ólíkra listgreina og innifelur ferðin tónleika, lista- og handverkssýningar. Lögð verður áhersla á
gagnvirk listaverk eða listaverk sem nýta upplifunartækni.

Skaftfell

Miðsumarhátíð á Seyðisfirði
Miðsumarhátíð á Seyðisfirði er götuhátíð sem haldin er utandyra fyrir framan Skaftfell. Viðburðurinn er
skemmtun fyrir íbúa nærsamfélagsins og vettvangur alls kyns hefða, í tengslum við sumarsólstöðu,
sem fólk flytur með sér héðan og þaðan. Reynt er að höfða til sem breiðasta hóps nærsamfélagsins
hvað varðar aldur, kyn og bakgrunn. Öllum er velkomið að taka þátt. Markmiðið er að kynnast ólíkum
menningarhefðum, gleðjast og skemmta sér.


Dísa María Egilsdóttir

Ævintýri // List án landamæra
Verkefnið miðar að því að færa saman fólk á öllum stigum samfélagsins í gegnum list; fatlaða og
ófatlaða, menntaða listamenn og leikmenn á öllum aldri. Verkefnið hefst með þróunarvinnu og endar á
sýningu í Sláturhúsinu þar sem fjölbreytileika manneskjunnar og samfélagsins er fagnað. Verkefnið er
hugsað sem hluti af List án landamæra.


Minjasafn Austurlands

Kjarval á Austurlandi
Verkefnið Kjarval á Austurlandi snýst um að draga fram tengsl Jóhannesar Kjarval við Austurland með
því að setja upp þrjár sýningar sem allar hverfast um listamanninn. Verkefnið er samstarfsverkefni þar
sem Minjasafn Austurlands mun setja upp sýningu með munum Kjarvals, Sláturhúsið mun setja upp
leiksýninguna Kjarval í samstarfi við Borgarleikshúsið og Skaftfell mun sýna verk eftir Kjarval. Jafnframt
verða þróuð fræðsluverkefni fyrir börn og ungmenni.


Kór Egilsstaðakirkju

Tónlistarflutningur í Egilsstaðakirkju
Vortónleikar og tónleikar á aðventu auk tónleikaferðar innanlands. Tónlistarflutningur tengdur
helgihaldi í Egilsstaðasókn auk þess sem kórinn hefur nú tekið upp á þá nýbreytni að bjóða upp á
tónlist utan kirkjunnar; svo sem í verslunum og á almannafæri.


Sigríður Matthíasdóttir

Stutt heimildamynd um ævi og störf seyðfirsku mæðgnanna og kvenréttindafrömuðanna Sigríðar
Þorsteinsdóttur og Ingibjargar Skaptadóttur
Stutt heimildamynd um ævi og störf seyðfirsku mæðgnanna og kvenréttindafrömuðanna Sigríðar
Þorsteinsdóttur og Ingibjargar Skaptadóttur. Myndbandið byggir á viðtölum og eldra myndefni. Myndin
verður sýnd á kvenna- og kynjasöguráðstefnu sem haldin verður á Austurlandi í júní 2024 auk þess
sem Tækniminjasafnið mun nýta hana í miðlun sinni á stafrænum miðlum og í sýningum.


Sinfóníuhljómsveit Austurlands

-forStargazerSinfónlíuhljómsveit Austurlands heldur tónleika þann 21. apríl 2024 þar sem á dagskrá er
frumflutningur verks eftir Dr. Charles Ross, sem hefur verið mjög virkur í tónlistarlífinu á Austurlandi
um langt árabil og jafnvel víða um heim. Þá er á dagskrá flutningur á sjöundu sinfóníu Ludwig van
Beethoven ásamt Danse des spectres et de furies úr Don Juan eftir Christoph Willibald Gluck.


Tækniminjasafn Austurlands

Hæðarlínusandkassi
Tækniminjasafn Austurlands ætlar að smíða sinn eigin hæðarlínusandkassa en síðasta sumar fékkst
slíkur að láni frá VA og var það hluti af sýningunni "Búðareyri - saga umbreytinga" en sú sýning er
staðsett í Vélsmiðjunni. Kassinn reyndist einna vinsælasti sýningarmunurinn, þá sér í lagi fyrir yngri
kynslóðina. Safnið telur því mikilvægt að smíða sinn eigin kassa og setja upp fyrir næsta sumar.


Ráðhildur Sigrún Ingadóttir

Flæði
Námskeiðið Flæði er viðleitni til að dýpka skilning barna á vatni með tilraunum varðandi hreyfingu
þess, mótun flæðiforma og teikningu. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur viðfangsefninu í gegnum
listir, vísindi og leik. Leitast er við að planta fræjum sjálfbærni og skilnings á mikilvægi þess að við
vöndum okkur í umgengni við vatn og náttúruna alla. Námskeiðið er haldið af Simon Carter og Ráðhildi
Ingadóttur í samstarfi við Tækniminjasafn Austurlands og BRAS. Námskeiðið verður haldið í gömlu
Netagerðinni á Seyðisfirði 5.- 8. og 12.- 15. ágúst fyrir börn á aldrinum 8-12 og 13-15 ára.


Tækniminjasafn Austurlands

Hljóðleiðsögn um sýninguna „Búðareyri – saga umbreytinga“
Hljóðleiðsögn á íslensku og ensku um sýningu Tækniminjasafns Austurlands, "Búðareyri - saga
umbreytinga", sérstaklega til að bæta aðgengi blindra og sjónskertra að sýningunni. Fólk mun annað
hvort geta hlustað á hana með símum sínum (með því að smella á QR kóða) eða fá viðeigandi tæki
lánuð hjá safninu.


Sláturhúsið

ROF – Agnieszka Sosnowska / Ingunn Snædal, sumarsýning 2024
Sýningin ROF skiptist í sjónrænan og ljóðrænan hluta og er samstarfsverkefni Agnieszku Sosnowsku og
Ingunnar Snædal. Það byggir á samspili ljósmynda og ljóða sem vitnisburðar um þróun lands og
eyðingu. Þar rannsaka þær svörfun sem vindur, sandblástur, vöxtur áa og flóð, frost og þíða,
sauðfjárbeit, eldgos, ferðamennska, skriðuföll og skógarhögg hafa haft í för með sér. Sýningarstjóri er
Ragnhildur Ásvaldsdóttir.


Soffía Mjöll Sæmundsdóttir Thamdrup

Aðeins kona
Verkefnið er 25 mínútna stuttmynd unnin af ungu kvikmyndagerðarfólki frá Íslandi og Danmörku. Titill
verksins er ´Aðeins kona´ og fjallar um unga konu í upphafi tuttugustu aldar í Fljótsdal, sem þráir að
sanna gildi sitt í karlægu samfélagi sínu og býðst þess vegna til þess að sækja týnt fé af fjöllum.
Spilar myndmál, Austfirska náttúran og femínskir undirtónar, stór hlutverk í verkinu.


Jón Sigfinnsson

Vættir Íslands
Vinnuheiti verkefnisins er Vættir Íslands Um er að ræða tölvuleik sem fellur undir eftirfarandi
leikjaflokka, Survival, Base building og Tower defence. Leikjaveröldin og saga leiksins mun vera
innblásin af Snorra Eddu, Vættum og norrænni goðafræði. Leikurinn mun snúast um hina klassísku
baráttu góðs og ills. Spilun leiksins mun felast í því að byggja sér varnarvirki/skýli til að verjast hinu illa
sem fer á stjá um nætur.


Juan Jose Ivaldi Zaldivar

Panoramic photography of Austurland
Verkefnið miðar að því að skapa myndabanka af víðmyndum af öllu Austurlandi og stuðla þannig að
eflingu ferðaþjónustu á svæðinu, varðveislu á menningarminjum í gegnum ljósmyndun og gerð
fræðsluefnis sem fangar fjölbreytileika og sérstöðu hvers bæjarkjarna. Í fyrsta áfanga verkefnisins
verður einblínt á Seyðisfjörð og lýkur fyrsta áfanga með sýningu víðmynda í Herðubreið.


Hlín Pétursdóttir Behrens

Tónlistarstundir 2024
Tónlistarstundir er afar vinsæl tónleikaröð sem hefur farið fram í Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju að
sumarlagi um rúmlega tveggja áratuga skeið. Fram kemur tónlistarfólk á Austurlandi,
tónlistarnemendur af Héraði sem hafa nýlega lokið áfangaprófum, sem og listamenn úr öðrum
landhlutum og gestir að utan. Jafnan eru haldnir fimm tónleikar, þrennir á Egilsstöðum og tvennir í
Vallanesi.


Lasse Hogenhof Christensen

Seydisfjordur Community Radio – sounds from the margin
Útvarpsútsendingar með áherslu á að taka viðtöl við jaðarsetta listamenn, tónlistarmenn, vistfræðinga,
rithöfunda og fólk frá ýmsum stöðum og staðsetningum á Austurlandi. Allar útsendingar verða gerðar
aðgengilegar bæði sem beinar stafrænar og FM útsendingar og sem hlaðvarp í útvarpssafni
Seydisfjordur Community Radio.


Daria Andronachi

Connected by food!
Matur er leið til að kynnast. Fólk frá mismunandi löndum eldar sérrétti heima hjá sér og deilir með
öðrum. Með fjölbreyttu bragði matarins fáum við tækifæri til að uppgötva matarmenningu í öðrum
löndum og skiptumst á matargerðarlist. Ljúffeng lykt af matnum fær fólk til að tala, skemmta sér og
aðlagast.


Félag ljóðaunnenda á Austurlandi

Útgáfa ljóðabóka árið 2024
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi áformar að gefa út tvær ljóðabækur árið 2024. Sú fyrri verður úrval
ljóða eftir Antoníus Sigurðsson (1875-1941) sem nefndur var Djúpavogsskáld. Þetta verður tuttugasta
og fjórða bókin í flokknum Austfirsk ljóðskáld. Síðari bókin verður eftir Braga Björnsson frá
Surtsstöðum í Jökulsárhlíð. Félagið hefur áður gefið út tvær bækur eftir Braga. Sú fyrri kom út árið
2006 en sú síðari, Leiðir hugann seiður, árið 2023.


Ströndin Atelier ehf.

Rúnta photography workshop
Ljósmyndasmiðjan Ströndin Studio býður upp á #Rúnta og miðar að því að veita ungmennum
Múlaþings skapandi upplifun í tengslum við hátíðina Ljósmyndadagar á Seyðisfirði. #Rúnta býður ungu
fólki í Múlaþingi að taka þátt í skapandi ævintýri og kanna hvernig ljósmyndun getur nýst sem sjónræn
samskipti og frásögn. #Rúnta er í senn vettvangsferð, ljósmyndaverkstæði og öflug samvera.


Björt Sigfinnsdóttir

Þróun lista- og menningartengdra minjagripa fyrir Seyðisfjörð/ Austurland
Í þessu verkefni ætlum við að leggja áherslu á þróun list- og menningartengdra minjagripa fyrir
Seyðisfjörð, með von um að geta teygt anga okkar víðar um Austurland þegar fram líða stundir. Stefnt
er að því að setja upp aðstöðu/vinnustofu, þar sem þróun og síðar meir framleiðsla minjagripanna á
sér stað að hluta til. Eins er horft til þess að nýta þá aðstöðu sem nú þegar er á svæðinu í samstarfi við
þá aðila sem hér eru fyrir.


Apolline Alice Penelope Barra

Fiskisúpa – Ljósmyndasósa 2024
Fiskisúpa- Ljósmyndasósa er röð viðburða sem ætlað er að bjóða ljósmyndurum og
myndlistarmönnum að kynna verk sín, spjalla við samfélagið á ýmsum stöðum á Austurlandi. Það er
boð á reglulega samfélagsfundi, grunnur fyrir samræður, skipti og miðar að því að virkja og virkja hina
ýmsu menningarstaði okkar. Við erum að búa til huggulega stund í kringum heita máltíð með
listamönnum.


Apolline Alice Penelopoe Barra

The CONTAINER
The CONTAINER er endurnýjun hálfgáms yfir í myrkraherbergi og lítið gallerí. Yfir vetrartímann verður
æfinga- og þróunarrými fyrir analog ljósmyndara á Seyðisfirði. Á sumrin mun rýmið breytast í
nýstárlegt ljósmyndasafn; nýtt rými til að kynna og selja ljósmyndir frá listamönnum á staðnum í
gegnum sjálfvirkan sjálfsala samhliða myrkraherberginu.


Ragnhildur Rós Indriðadóttir

Ljósmyndasýning í minningu Skarphéðins G Þórissonar, líffræðings og ljósmyndara
Ljósmyndasýning í minningu Skarphéðins G Þórissonar sem hefði orðið sjötugur 20.6.2024.
Skarphéðinn átti í fórum sínum mjög mikið af myndum af náttúru Austurlands. Líklega er á engan
hallað þegar sagt er að safn hans sé einstakt á landsvísu. Þessar myndir tók hann í sínum fjölmörgu
ferðum að kanna ferðir og háttalag hreindýra en þær eru þó ekki einvörðungu af þeim heldur hverju
því sem fangaði hans listamannsauga.


Hringleikur – sirkuslistafélag

Sæskrímslin
Sæskrímslin er götuleikhússýning af stærri gerðinni sem sýnt verður á Austurlandi í framhaldi af
frumsýningu á Listahátíð í Reykjavík. Sæskrímsli rísa úr sæ og ganga á land í þessari draumkenndu og
um leið ágengu sýningu sem höfðar til breiðs áhorfendahóps. Innblástur verksins verður fenginn úr
þjóðsagnaarfi Íslendinga. Sýnendur verksins á Austurlandi er sirkuslistafólk í samstarfi við ungmenni úr
Múlaþingi og Fjarðabyggð.

Skaftfell

Prentvélar
Síðustu ár hefur hópur samstarfsaðila unnið að því að koma upp faglegri prentaðstöðu á Seyðisfirði.
Framtakið er samstarf milli Skaftfells, Listaháskóla Íslands, Linus Lohmann, Lunga Skólans, Heima
collective og Tækniminjasafn Austurlands . Þessi aðstaða er staðgengill fyrir prentaðstöðuna sem var í
Tækniminjasafni Austurlands og gjöreyðilagðist í skriðunni sem féll í desember 2020. Sú aðstaða var
mikið notuð af bæjarbúum og listamönnum í áraraðir, bæði í tengslum við fræðsluverkefni og
listsköpun. Nýja aðstaðan fékk heitið Prentsmiðja Seyðisfjarðar og er til húsa í Öldugötu 14. Markmið
verkefnisins er að búa til faglega prentaðstöðu með öllum helsta búnaði, tækjum og tólum.

Berglind Björgúlfsdóttir

Djúpavogs Djamm
Hljómsveitarbúðir fyrir nemendur Djúpavogsskóla vordaga 21. - 24. maí 2024 í samstarfi við
Tónlistarskóla Djúpavogs og Þráinn Árna Baldvinsson gítarleikara þungarokkssveitarinnar Skálmaldar og
eiganda tónskólans Tónholts í Reykjavík. Markmiðið er að auðga tónlistarlíf bæjarins á Djúpavogi og
vonandi fæðast upprennandi hljómsveitir að hljómsveitarbúðunum loknum.

Síðast uppfært 19. febrúar 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?