Fara í efni

Neðsti hluti Borgarlands, breyting á deiliskipulagi

08.09.2021

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir neðsta hluta Borgarlands, Djúpavogi

Sveitarstjórn Múlaþings auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir neðsta hluta Borgarlands, Djúpavogi, skv. 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við ákvörðun heimastjórnar Djúpavogs frá 1.september 2021.

Deiliskipulagssvæðið nær yfir 1,35 ha lands. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir nýrri afmörkun fjögurra íbúðarlóða, stækkun einnar lóðar og nýrri aðkomu, auk bílastæða og göngustíga. Þá gerir tillagan grein fyrir veitum og sorpmálum og jafnframt er gert ráð fyrir skilgreiningu hverfisverndaðs svæðis.

Tillagan var áður auglýst frá 19. mars til 4. maí 2020 en er auglýst á nýjan leik þar sem ekki náðist að ljúka afgreiðslu málsins innan tilskilins tíma.

Tillagan mun liggja frammi á skrifstofum Múlaþings, Lyngási 12, Egilsstöðum og Bakka, Djúpavogi frá og með 9. september nk. til 22. október 2021 en er einnig aðgengileg hér á vefnum.

Uppdráttur

Greinagerð

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendar til skipulagsfulltrúa Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til föstudagsins 22. október 2021.

Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni.

 

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Getum við bætt efni þessarar síðu?