Fara í efni

Betri Borgarfjörður

Málsnúmer 202110005

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 15. fundur - 01.10.2021

Alda Marín Kristinsdóttir vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það samþykkt einróma. Vék hún af fundi undir þessum lið.

Heimastjórn Borgarfjarðar tók til umræðu framhald verkefnisins Betri Borgarfjörður. Verkefnið mun að óbreyttu renna sitt skeið næstkomandi áramót.


Heimastjórn Borgarfjarðar beinir því til Byggðaráðs Múlaþings að sótt verði um framlengingu verkefnisins til eins árs til Byggðastofnunar. Formanni heimastjórnar falið að koma sjónarmiðum heimastjórnar á framfæri við Byggðaráð.

Byggðaráð Múlaþings - 36. fundur - 26.10.2021

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 01.10.2021, þar sem því er beint til byggðaráðs að sótt verði um framlengingu verkefnisins Betri Borgarfjörður til eins árs til Byggðastofnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgafjarðar að mikilvægt sé að verkefnið Betri Borgarfjörður verði framlengt um eitt ár og felur sveitarstjóra að koma erindi varðandi þetta á framfæri við Byggðastofnun.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 19. fundur - 10.01.2022

Fyrir liggur svarbréf Byggðastofnunar þar sem ársframlengingu verkefnisins Betri Borgarfjörður er hafnað í núverandi mynd.

Heimastjórn harmar að verkefnið hafi ekki verið framlengt um ár. Heimastjórn óskar eftir því við Múlaþing að fundin verði farsæl leið til að halda verkefninu áfram með eða án aðkomu Byggðastofnunar. Heimastjórn telur mikilvægt að Múlaþing skapi umgjörð um áframhald verkefnisins og leggur til að ráðinn verði starfskraftur á Borgarfirði sem gegni sambærilegu hlutverki og verkefnastjóri brothættra byggða enda voru Borgarfjarðarhreppur og Byggðastofnun sammála um slíkt áframhald verkefnisins.

Vísað til byggðarráðs til frekari útfærslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Byggðaráð Múlaþings - 41. fundur - 18.01.2022

Fyrir liggur svarbréf Byggðastofnunar við erindi sveitarfélagsins, dags. 28.10.2021, þar sem þess var óskað að verkefnið Betri Borgarfjörður yrði framlengt. Jafnframt liggur fyrir bókun heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 10.01.2022, þar sem því er beint til byggðaráðs að, þó svo að Byggðastofnun muni ekki veita fjármagni til verkefnisins áfram, verði fundin farsæl leið til að halda verkefninu áfram.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar og harmar að verkefnið skuli ekki hafa hlotið framlengingu um ár. Byggðaráð felur atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings að taka til skoðunar með hvaða hætti verði að halda verkefninu áfram.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 21. fundur - 10.03.2022

Fyrir liggur fundargerð frá verkefnisstjórn Betri Borgarfjarðar þar sem því er beint til Múlaþings að kynna fyrirætlanir sínar með áframhald verkefnisins á síðasta íbúafundi verkefnisins 16.mars næstkomandi.

Heimastjórn ítrekar fyrri bókanir sínar um málið og leggur áherslu á að verkefnið verði unnið á Borgarfirði mögulega með aðkomu heimastjórnar. Verði ekki um fullt starf að ræða væri hægt að sinna öðrum störfum fyrir sveitarfélagið.með því.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Byggðaráð Múlaþings - 47. fundur - 15.03.2022

Fyrir lá fundargerð verkefnisstjórnar Betri Borgarfjarðar, dags. 02.03.2022, þar sem fram kemur m.a. að fyrirhugaður sé síðasti íbúafundur verkefnisins í yfirstandandi viku.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 30. fundur - 08.12.2022

Eyþór Stefánsson sat þennan lið sem gestur þar sem hann er starfsmaður Betri Borgarfjarðar. Helgi Hlynur Ásgrímsson varaformaður tók við stjórn fundarins undir þessum lið.

Eyþór fór yfir fund verkefnisstjórnar Betri Borgarfjarðar og verkefnin framundan. Í máli hans kom fram sú áhersla verkefnisstjórnar að Betri Borgarfjörður og heimastjórn Borgarfjarðar skyldu vera í nánu samstarfi varðandi áframhald og stefnumörkun verkefnisins.
Í kjölfarið vék hann af fundi.

Eftirfarandi tillaga er lögð fram:

Heimastjórn Borgarfjarðar lýsir sig tilbúin til að taka virkan þátt í verkefninu, berist formlegt erindi þar um.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Eyþór Stefánsson - mæting: 13:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?