Fara í efni

Faktorshúsið Djúpavogi.

Málsnúmer 202103213

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 10. fundur - 29.03.2021

Heimastjórn telur nauðsynlegt að farið sé vandlega yfir hlutverk Faktorshúsins til framtíðar og að því sé fundið lifandi hlutverk við hæfi í samráði við íbúa Djúpavogs.

Byggðaráð Múlaþings - 18. fundur - 20.04.2021

Fyrir lá fundargerð 5. fundar stjórnar Ríkharðshúss þar sem fram kemur m.a. að stjórn beinir því til byggðaráðs Múlaþings að landareign félagsins í Miðdal verði auglýst til sölu á almennum markaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþing samþykkir, að tillögu stjórnar Ríkharðshúss, að landareign félagsins í Miðdal verði auglýst til sölu á almennum markaði. Sveitarstjóra falið að annast framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 19. fundur - 28.10.2021

Framtíðarnotkun Fakorshússins rædd. Framkvæmdum utandyra er að mestu lokið. Innandyra er töluverð vinna eftir, en til að geta unnið áfram í endurbótum þarf að ákveða framtíðarnotkun.

Í óformlegri könnun meðal íbúa var mikill áhugi á því að nýta húsið sem samvinnuhús, þar sem einstaklingar, einyrkjar, fyrirtæki og fleiri gætu haft aðstöðu.

Heimastjórn leggur á það áherslu að framkvæmdum verði lokið sem fyrst utandyra.

Heimastjórn leggur til við byggðarráð að stofnaður verði sameiginlegur starfshópur, fyrir gömlu kirkjuna og Faktorshúsið til að fara yfir uppbyggingu og mögulega framtíðarnotkun húsanna.

Gestir

  • Steingrímur Jónsson - mæting: 10:20
  • Jónína Brá Árnadóttir - mæting: 10:20

Byggðaráð Múlaþings - 40. fundur - 14.12.2021

Fyrir lá bókun fundar heimastjórnar Djúpavogs, dags. 28.10.2021, þar sem lagt er til við byggðaráð að stofnaður verði sameiginlegur starfshópur, fyrir gömlu kirkjuna og Faktorshúsið, til að fara yfir uppbyggingu og mögulega framtíðarnotkun húsanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að stofnaður verði starfshópur sem hafi það verkefni að fara yfir uppbyggingu og mögulega framtíðarnotkun Gömlu kirkjunnar og Faktorshússins á Djúpavogi. Starfshópurinn verði skipaður þremur fulltrúum og skal heimastjórn Djúpavogs tilnefna einn, framkvæmda- og umhverfismálastjóri einn og atvinnu- og menningarmálastjóri einn. Starfshópurinn skal skila af sér tillögum eigi síðar en í lok apríl 2022.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 22. fundur - 13.01.2022

Á fundi byggðaráðs 14.12. 2021 var samþykkt að stofnaður verði starfshópur sem hafi það verkefni að fara yfir uppbyggingu og mögulega framtíðarnotkun Gömlu kirkjunnar og Faktorshússins á Djúpavogi. Starfshópurinn verði skipaður þremur fulltrúum og skal heimastjórn Djúpavogs tilnefna einn, framkvæmda- og umhverfismálastjóri einn og atvinnu- og menningarmálastjóri einn. Starfshópurinn skal skila af sér tillögum eigi síðar en í lok apríl 2022.

Heimastjórn tilnefnir Ólaf Áka Ragnarsson í starfshópinn.

Heimastjórn Djúpavogs - 23. fundur - 07.02.2022

Heimastjórn þakkar starfshópnum fyrir sína vinnu, og lýst vel á framkomnar hugmyndir og leggur til að unnið verði áfram með þær hugmyndir sem lagðar vorui fram.
Mikilvægt er að sögu og aldri húsanna sé sýnd virðing við uppbyggingu og hugað sé að notkunarmöguleikum þeirra til framtíðar.

Byggðaráð Múlaþings - 45. fundur - 22.02.2022

Fyrir lá fundargerð starfshóps um Faktorshús og gömlu kirkju á Djúpavogi, dags. 01.02.2022, auk bókunar heimastjórnar Djúpavogs, dags. 07.02.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Djúpavogs varðandi það að framkomnar hugmyndir séu áhugaverðar og að unnið verði áfram með þær. Byggðaráð leggur þó áherslu á að áður en frekari vinna fari fram verði, í samstarfi við stjórn Ríkarðshúss og heimastjórn Djúpavogs, unnin tillaga að framtíðarstaðsetningu safnsins og lögð fyrir byggðaráð til afgreiðslu. Lögð er áhersla á að tillaga liggi fyrir sem fyrst og er sveitarstjóra falið að sjá til að svo verði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 24. fundur - 07.03.2022

Heimastjórn telur mikilvægt að "húsakapallinn" á Djúpavogi gangi upp og þær fasteignir sem um ræðir verði fundin hlutverk sem fyrst til að framtíðaruppbygging safna, Björgunar og slökkviliðs og áhaldahús ofl sé möguleg.

Leggur Heimastjórn því til eftirfarandi:

1. Byggð verði björgunarmiðstöð sem hýsir alla viðbragðsaðila og mögulega áhaldahús.
2. Múlaþing leysi til sín Sambúð og hús Rauðakrossdeildar Djúpavogs með þeim möguleika að nýta undir Ríkarðssafn og fleira.
3. Núverandi slökkvistöð verði seld, með kvöðum um notkun, t.d. íbúðir eða verslun og þjónustu.
4. Gamla kirkjan verði notuð sem sýningarrými og/eða fundaraðstaða fyrir litla fundi.
5. Faktorshús, útbúin verði skrifstofuaðstaða í mögulegu samstarfi við leigjendur.

Einnig þarf að huga að aðstöðu fyrir bókasafn og önnur söfn, aðstöðu fyrir skólastarfsemi, ásamt aðstöðu fyrir störf án staðsetningar.

Byggðaráð Múlaþings - 49. fundur - 05.04.2022

Fyrir lá tillaga að framtíðarstaðsetningu Ríkharðssafns sem unnin var í samráði við stjórn Ríkharðshúss og heimastjórn Djúpavogs. Einnig lá fyrir tillaga að framtíðarstaðsetningu slökkviliðs og þjónustumiðstöðvar m.a, auk nýtingar Faktorshúss.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur og felur sveitarstjóra að sjá til þess að hafin verði vinna í samræmi við þær.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 54. fundur - 21.06.2022

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við fulltrúa Ice Fish Farm/Laxar fiskeldi ehf. varðandi framtíðar framkvæmdir og nýtingu Faktorshússins á Djúpavogi. Í ljósi atburða í fiskeldismálum á svæðinu á undanförnu er málið í biðstöðu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og það verði tekið fyrir að nýju í byggðaráði er línur hafa skýrst frekar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 32. fundur - 08.12.2022

Heimastjórn er þeirrar skoðunar að stefnt skuli að því að koma á fót virkri uppbyggingu og starfsemi í Faktorshúsinu sem fyrst og gerir það að tillögu sinni að auglýst verði eftir samstarfsaðilum í verkefnið. Starfsmanni falið að fylga verkefninu eftir.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 39. fundur - 06.07.2023

Fyrir fundinum lá minnisblað frá Rúnari Matthíassyni umsjónarmanni fasteigna.

Heimastjórn á Djúpavogi leggur áherslu á að gert sé ráð fyrir viðhaldi og framkvæmdum í Faktorshúsinu í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins vegna ársins 2023.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 40. fundur - 10.08.2023

Fyrir fundinum liggur erindi frá Goðaborg ehf. varðandi kaup eða leigu á Faktorshúsinu. Félagið hefur verið að leita að hentugum stað á Djúpavogi til þess að setja upp lítið brugghús og ölstofu með það fyrir augum að auka á framleiðslugetu og aðgengi að markaði og einnig til þess að auka á þá afþreyingu sem í boði er á Djúpavogi fyrir gesti og ferðamenn og gefa þeim kost á að kaupa vöru framleidda á staðnum beint frá framleiðanda.

Heimastjórn á Djúpavogi líst vel á hugmyndir Goðaborgar ehf. og beinir því til byggðaráðs að skoða málið áfram með jákvæðum huga.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 92. fundur - 22.08.2023

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Djúpavogs, dags. 10.08.2023, varðandi erindi um möguleg kaup eða leigu á Faktorshúsi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Djúpavogs varðandi það að hugmyndir Goðaborgar ehf. varðandi framtíðarnýtingu Faktorshúss á Djúpavogi eru áhugaverðar. Byggðaráð felur sveitarstjóra ásamt fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi að koma á viðræðum með fulltrúum Goðaborgar ehf. og móta tillögur að útfærslu sem verði lagðar fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 41. fundur - 07.09.2023

Fyrir fundinum lá bókun byggðaráðs frá 22. ágúst varðandi framtíðaruppbyggingu í Faktorshúsinu.

202103213 - Faktorshúsið Djúpavogi
Fyrir liggur bókun heimastjórnar Djúpavogs, dags. 10.08.2023, varðandi erindi um möguleg kaup eða leigu á Faktorshúsi.

Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Djúpavogs varðandi það að hugmyndir Goðaborgar ehf. varðandi framtíðarnýtingu Faktorshúss á Djúpavogi eru áhugaverðar. Byggðaráð felur sveitarstjóra ásamt fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi að koma á viðræðum með fulltrúum Goðaborgar ehf. og móta tillögur að útfærslu sem verði lagðar fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 102. fundur - 05.12.2023

Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum milli fulltrúa sveitarfélagsins og Goðaborgar ehf. varðandi uppbyggingu og framtíðarstarfsemi í Faktorshúsi á Djúpavogi og lagði fram tillögu að útfærslu á samning á milli aðila.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til að ganga til samninga við Goðaborg ehf. á grundvelli hugmynda er lagðar voru fram á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 48. fundur - 04.04.2024

Farið yfir stöðu mála í Faktorshúsinu.
Framkvæmdum miðar vel og reiknar leigutaki með því að opna í kringum sumardaginn fyrsta.
Getum við bætt efni þessarar síðu?