Fara í efni

Öldugata 14 Seyðisfirði

Málsnúmer 202209107

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 60. fundur - 20.09.2022

Fyrir liggur erindi frá Skaftfelli Myndlistarmiðstöð á Austurlandi varðandi mögulega framtíðarnýtingu Skaftfells á húsnæði í eigu sveitarfélagsins að Öldugötu 14 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra að skoða, ásamt eignasviði, nánar þá valkosti er ræddir voru á fundinum og verður málið tekið fyrir á ný er niðurstöður úr þeirri vinnu liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 65. fundur - 01.11.2022

Fyrir liggur erindi frá Skaftfelli Myndlistamiðstöð á Austurlandi varðandi mögulega framtíðarnýtingu Skaftfells á húsnæði í eigu sveitarfélagsins að Öldugötu 14 á Seyðisfirði. Einnig liggur fyrir niðurstaða verkefnastjóra framkvæmda varðandi Öldugötu 14 og mögulega nýtingu húseigna sveitarfélagsins að Hafnargötu 42B og 44B.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings er samþykkt því, er fram kemur í tillögu verkefnastjóra framkvæmda, að skynsamlegt sé að sveitarfélagið selji Öldugötu 14 og er sveitarstjóra falið að setja það mál í ferli. Einnig styður byggðaráð að skoðað verði frekar hvort það að fara í nauðsynlegar breytingar á Hafnargötu 42B og 44B, svo þær eignir uppfylli kröfur vegna atvinnuhúsnæðis, séu raunhæfar. Sveitarstjóra falið að láta vinna málið áfram í samráði við fulltrúa Skaftfells og verður málið tekið fyrir að nýju er niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn sat hjá (Á.M.S)

Byggðaráð Múlaþings - 70. fundur - 06.12.2022

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim valkostum er verið hafa til skoðunar að hálfu sveitarfélagsins í samráði við fulltrúa Skaftfells.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Öldugata 14 á Seyðisfirði verði ekki sett í söluferli þar sem mögulega er ástæða til að skoða aðrar leiðir varðandi framtíðarnýtingu húsnæðisins. Stefnt er að því að taka málið fyrir á ný er fulltrúar byggðaráðs hafa haft tök á að kynna sér betur þá starfsemi er fram fer í húsnæðinu í dag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 72. fundur - 24.01.2023

Í samræmi við bókun byggðaráðs Múlaþings, dags. 06.12.2022, var farið í heimsókn í Öldugötu 14 á Seyðisfirði þar sem Pari Stave, framkvæmdastjóri Skaftfells Listamiðstöðvar, tók á móti byggðaráði og starfsfólki sveitarfélagsins og gerði grein fyrir starfseminni og þeim hugmyndum er þau hjá Skaftfelli hafa varðandi framtíðarstarfsemi þar.

Í vinnslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 31. fundur - 02.02.2023

Farið var í heimsókn í Öldugötu 14 á Seyðisfirði þar sem Pari Stave, forstöðukona Skaftfells og Linus Lohmann tóku á móti heimastjórn og kynntu starfsemina og þeim hugmyndum er þau hjá Skaftfelli hafa varðandi framtíðarstarfsemi.

Heimastjórn þakkar Pari og Linus fyrir góða kynningu.

Gestir

  • Linus Lohmann - mæting: 14:00
  • Pari Stave - mæting: 14:00

Byggðaráð Múlaþings - 74. fundur - 14.02.2023

Til umræðu voru valkostir varðandi framtíðarnýtingu húsnæðis sveitarfélagsins að Öldugötu 14 á Seyðisfirði.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 75. fundur - 21.02.2023

Til umræðu voru valkostir varðandi framtíðarnýtingu húsnæðis sveitarfélagsins að Öldugötu 14 á Seyðisfirði.

Í vinnslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 32. fundur - 08.03.2023

Jónína Brynjólfsdóttir, safnstjóri Tækniminjasafnsins, mætti á fundinn í fjarfundarbúnaði fór yfir næstu skref Tækniminjasafnsins með tilliti til starfsemi prentsmiðjunnar eins og hún var fyrir skriðuföllin í desember 2020.

Formaður kynnti valkosti, fengna frá sveitarstjóra, um framtíðarnýtingu húsnæðis sveitarfélagsins að Öldugötu 14 á Seyðisfirði sem hafa verið til umræðu hjá byggðarráði. Heimastjórn vísar í fyrri umsögn sína, dags. 27. október 2022, um leiguíbúðir í eigu Múlaþings, þar á meðal Öldugötu 14 og tekur aftur undir þau sjónarmið sem upphaflega komu fram í minnisblaði frá byggðaráði um tillögur varðandi leigu, sölu og kaup íbúða í eigu Múlaþings á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Jónína Brynjólfsdóttir - mæting: 14:30

Byggðaráð Múlaþings - 79. fundur - 21.03.2023

Fyrir liggja valkostir varðandi framtíðarnýtingu húsnæðis sveitarfélagsins að Öldugötu 14 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að eignin verði seld er lausn hefur fundist varðandi framtíðarhúsnæði fyrir prentverkstæði svo sem í nýju húsnæði Tækniminjasafns á Lónsleiru og felur sveitarstjóra framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 113. fundur - 16.04.2024

Fyrir liggur erindi frá Skaftfelli Listamiðstöð Austurlands, auk meðlima í Prentverk Seyðisfjörður, varðandi húsaleigu fyrir Öldugötu 14. Sveitarstjóri gerði einnig grein fyrir hugmynd að framtíðarvalkosti fyrir staðsetningu Prentverks Seyðisfjarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna mögulegan nýjan valkost fyrir staðsetningu Prentverks Seyðisfjarðar, sem mögulega gæti raungerst á þessu ári. Er niðurstaða liggur fyrir verður erindi Skaftfells Listamiðstöðvar Austurlands tekið fyrir í byggðaráði til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?