Fara í efni

Umsagnarbeiðni um Samgönguáætlun fyrir árin 2026 til 2040 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2026 til 2030

Málsnúmer 202601146

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 177. fundur - 27.01.2026

Fyrir liggur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til umsagnar 322. mál, Samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2026-2030. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 9. febrúar nk.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að gera drög að umsögn um Samgönguáætlun fyrir árin 2026 til 2040 og fá álit heimastjórna á henni. Umsögnin verður tekin fyrir á næsta fundi byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?