Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

82. fundur 25. apríl 2023 kl. 08:30 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir varamaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Atvinnulóðir í Múlaþingi

Málsnúmer 202301126Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 17.04.2023, varðandi möguleg kaup á landi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að taka upp viðræður við eigendur lands, er tengist landi sveitarfélagsins til suðurs, varðandi möguleg kaup sveitarfélagsins á því landi, fyrir blandaða byggð.
Er niðurstöður liggja fyrir verður málið tekið fyrir að nýju hjá byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202209205Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að uppfærðri gjaldskrá fyrir félagsheimilið Hjaltalund.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir félagsheimilið Hjaltalund og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202302128Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 24.03. og 04.04.2023.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301190Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31.03., 05.04. og 17.04. 2023.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir stjórnar HEF 2023

Málsnúmer 202302044Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar HEF veitna, dags. 23.03. og 18.04.2023 auk fundargerðar aðalfundar HEF veitna dags. 23.03.2023.

Lagt fram til kynningar.

7.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2023

Málsnúmer 202304091Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boð til aðalfundar landskerfis bókasafna sem haldinn verður þriðjudaginn 9. maí 2023 í Reykjavík.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela atvinnu- og menningarmálastjóra að sitja fyrirhugaðan aðalfund Landskerfis bókasafna 09.05.2023 sem fulltrúa sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Styrkleikarnir, Egilsstaðir 2023

Málsnúmer 202304079Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Krabbameinsfélagi Austurlands þar sem vakin er athygli á atburði, Styrkleikunum, sem haldinn verður á Egilsstöðum 26.-27. ágúst 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar því að Styrkleikarnir verði haldnir á Egilsstöðum 26.-27. ágúst 2023 og hvetur íbúa og fyrirtæki innan sveitarfélagsins til að kynna sér tilefni þessa viðburðar og að taka þátt.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202206247Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri, og fór yfir tillögur að uppfærslum á erindisbréfum heimastjórna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að erindisbréf heimastjórna verði uppfærð í samræmi við fyrirliggjandi tillögur og felur skrifstofustjóra framkvæmd málsins

Samþykkt með 3 atkvæðum, tveir sátu hjá (HÞ,ÁMS)

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 09:45

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?