Fara í efni

Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 8. fundur - 12.01.2021

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti fyrir byggðaráði nokkur mál sem varða rekstur og fjárhag sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Múlaþings - 6. fundur - 13.01.2021

Byggðaráð hefur fjallað um uppgjör Múlaþings fyrir árin 2020 til 2022 og val á endurskoðendum til að vinna að því verkefni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu byggðaráðs samþykkir sveitarstjórn að samið verði við KPMG endurskoðun um það verk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 9. fundur - 19.01.2021

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri og Björn Ingimarsson sveitarstjóri fóru yfir og kynntu byggðaráði stöðu nokkurra mála sem snerta rekstur og fjármál sveitarfélagsins.

Byggðaráð Múlaþings - 10. fundur - 26.01.2021

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál tengd rekstri og fjármálum Múlaþings og upplýsti byggðaráð um stöðu þeirra.

Einnig lagður fram verkfallslisti fyrir Múlaþing, sem þarf að liggja fyrir, staðfesta og auglýsa, fyrir lok mánaðarins. Á honum koma fram þau störf hjá sveitarfélaginu sem fá undanþágu, komi til verkfalla á árinu. Nýr listi tekur gildi 15. febrúar, að lokinni auglýsingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir verkfallslistann fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að ganga frá honum til auglýsingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 11. fundur - 02.02.2021

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti fyrir byggðaráði nokkur mál varðandi rekstur og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.

Björn kynnti einnig drög að viljayfirlýsingu um fjölgun íbúða á Seyðisfirði, sem undirrituð verður af Leigufélaginu Bríet, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, félagsmálaráðherra og Múlaþingi.

Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að ákvarða leiguverð á nýjum íbúðum á Borgarfirði, sem auglýstar verða til útleigu á næstu dögum.
Leiguverðið verður svo staðfest á næsta fundi byggðaráðs.

Byggðaráð Múlaþings - 12. fundur - 16.02.2021

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti fyrir byggðaráði nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

Tekið fyrir innsent erindi sem fært var í trúnaðarmálabók.
Einnig lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði, vegna sameiningarframlaga til Múlaþings.

Byggðaráð Múlaþings - 13. fundur - 23.02.2021

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri og Björn Ingimarsson sveitarstjóri kynntu fyrir byggðaráði nokkur mál sem varða rekstur og fjármál Múlaþings.

Lögð fram tillaga að leiguverði í nýjum íbúðum sveitarfélagsins á Borgarfriði.
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að leiguverði og felur heimastjórn Borgarfjarðar að kynna það fyrir umsækjendum og láta einnig leiguverðið koma fram í öllum leigusamningum við leigutaka.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 14. fundur - 02.03.2021

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti fyrir byggðaráði nokkur mál sem varða fjárhag og rekstur sveitarfélagsins.

Byggðaráð óskar eftir því að fá sem fyrst fulltrúa Alcoa inn á fund byggðaráðs Múlaþings til að fara yfir ýmis sameiginleg mál, líkt og verið hefur undanfarin ár.

Byggðaráð Múlaþings - 15. fundur - 16.03.2021

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til að þiggja tilboð Fjarskiptasjóðs um styrk til ljósleiðaraverkefnis í Berufirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 16. fundur - 23.03.2021

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stuðningsyfirlýsingu vegna mögulegs nýsköpunarmiðstöðvarverkefnis í Herðubreið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir framlagða stuðningsyfirlýsingu fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál fyrir byggðaráði, sem varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Byggðaráð Múlaþings - 17. fundur - 30.03.2021

Björn Ingimarsson sveitarstjóri fór yfir mál sem tengjast rekstri sveitarfélagsins.

Byggðaráð Múlaþings - 18. fundur - 20.04.2021

Magnús Jónsson og Sigurjón Örn Arnarson endurskoðendur mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir vinnu við gerð ársreiknings Múlaþings fyrir árið 2020 og svöruðu spurningum byggðaráðs.
Byggðaráð leggur til að boðað verði til aukafundar í byggðaráði og sveitarstjórn 28.4 nk. þar sem ársreikningurinn yrði lagður fram og tekinn til fyrri umræðu.

Byggðaráð Múlaþings - 19. fundur - 27.04.2021

Björn Ingimarsson sveitarstjóri kynnti samstarfsyfirlýsingar við leigufélagið Bríet sem hyggst reysa íbúðarhúsnæði bæði á Djúpavogi og Seyðisfirði.

Byggðaráð Múlaþings - 21. fundur - 04.05.2021

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál sem varða rekstur og fjármál sveitarfélagsins. Eins kynnti hann undirbúning að gerð rammafjárhagsáætlunar fyrir Múlaþing vegna ársins 2022, sem nú þegar er hafinn.

Byggðaráð Múlaþings - 22. fundur - 18.05.2021

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál varðandi rekstur og fjármál sveitarfélagsins.

Fyrir lágu drög að samningi milli Múlaþings og Héraðskjalasafns Austfirðinga varðandi það að Héraðsskjalasafnið taki að sér að flokka og skrá skjöl Seyðisfjarðarkaupstaðar annars vegar og Tækniminjasafns Austurlands hins vegar og setja þau í viðurkenndar umbúðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 24. fundur - 01.06.2021

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál er varðar fjármál og rekstur sveitarfélagsins m.a.fasteignamat 2022 frá Þjóðskrá.

Byggðaráð Múlaþings - 25. fundur - 15.06.2021

Fjármálastjóri fór yfir og kynnti mál er varðar fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Byggðaráð Múlaþings - 26. fundur - 22.06.2021

Fjármálastjóri fór yfir og kynnti mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins og verkefnastjóri rafrænnar þróunar og þjónustu kynnti rafrænt samskiptakerfi sem ætlað er kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins.

Byggðaráð Múlaþings - 27. fundur - 06.07.2021

Fjármálastjóri fór yfir og kynnti mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Byggðaráð Múlaþings - 28. fundur - 10.08.2021

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál sem varða rekstur og fjármál sveitarfélagsins.

Byggðaráð Múlaþings - 29. fundur - 24.08.2021

Fjármálstjóri fór yfir og kynnti mál er varðar fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 30. fundur - 31.08.2021

Sveitarstjóri fór yfir mál er varðar rekstur og fjármál sveitarfélagsins.

Byggðaráð Múlaþings - 31. fundur - 14.09.2021

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynnti mál er varðar fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Byggðaráð Múlaþings - 32. fundur - 21.09.2021

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins. Einnig var lagt fram fundarboð á aðalfund Fasteignafélags Fljótsdalshéraðs sem haldinn verður mánudaginn 27. september 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar þeim góða árangri er meistaraflokkar kvenna og karla í knattspyrnu hafa náð í sumar. Annars vegar er um að ræða Fjarðabyggð/Höttur/Leikni er vann aðra deild kvenna og hins vegar Hött/Huginn er vann þriðju deild karla. Byggðaráð Múlaþings samþykkir að veita rekstrarfélagi Hattar, er sér m.a. um rekstur meistaraflokks karla og kvenna, viðbótar styrk að fjárhæð kr.1000.000, er færa skal á lið 06-891. Styrkfjárhæðinni verði ráðstafað til að styrkja meistaraflokkslið karla og kvenna.

Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarstjóri og fjármálastjóri mæti á aðalfund Fasteignafélags Fljótsdalshéraðs fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða

Byggðaráð Múlaþings - 33. fundur - 28.09.2021

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar

Byggðaráð Múlaþings - 34. fundur - 05.10.2021

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins. Byggðaráð Múlaþings fagnar því að stjórn Fiskeldissjóðs hafi samþykkt að styrkja verkefnið Fráveituframkvæmdir á Djúpavogi um rúmar 28 millj.kr.

Byggðaráð Múlaþings - 35. fundur - 19.10.2021

Fjármálastjóri og sveitastjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samþykkt að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að senda HMS upplýsingar um tengiliði sem koma til með að vinna húsnæðisáætlanir fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 36. fundur - 26.10.2021

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins

Byggðaráð Múlaþings - 37. fundur - 02.11.2021

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Byggðaráð Múlaþings - 38. fundur - 16.11.2021

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Byggðaráð Múlaþings - 39. fundur - 23.11.2021

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Byggðaráð Múlaþings - 40. fundur - 14.12.2021

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.
Getum við bætt efni þessarar síðu?