Fara í efni

Sérfræðiþjónusta skóla

Málsnúmer 202012040

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 7. fundur - 08.12.2020

Fjölskylduráð leggur áherslu á að formlegar viðræður hefjist sem fyrst um framtíðaráform sveitafélagsins er varðar sérfræðiþjónustu skólanna. Lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem skila skal tillögu til Fjölskylduráðs eigi síðar en 31. janúar 2021. Í tillögunni skal koma fram með hvaða hætti starfshópurinn telur sérfræðiþjónustu skuli háttað til að hún nýtist skólum sveitarfélagsins sem best.

Starfshópinn skipi fræðslustjóri, félagsmálastjóri, verkefnastjóri mannauðsmála, formaður fjölskylduráðs Múlaþings og einn fulltrúi minnihluta í fjölskylduráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 10. fundur - 19.01.2021

Fyrir liggur niðurstaða starfshóps sem skipaður var á fundi fjölskylduráðs í desember sl.

Fjölskylduráð leggur áherslu á að nú þegar verði gengið frá samkomulagi við þau sveitarfélög sem standa að byggðasamlaginu um Skólaskrifstofu Austurlands og að því samstarfi sem varðar sérfræðiþjónustu skóla verði slitið.

Mikilvægt er að sá mannauður sem fyrir er tapist ekki í þessum skipulagsbreytingum og því nauðsynlegt að haft verði samráð við starfsfólk Skólaskrifstofunnar í þessu ferli. Fjölskylduráð leggur áherslu á að haft verði markvisst samráð við skólastjórnendur bæði í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins varðandi framtíðarskipan skólaþjónustunnar til að tryggja að skólaþjónustan skili sem best því breiða hlutverki sem henni eru ætluð skv. lögum, reglum og þörfum skólanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 10. fundur - 26.01.2021

Fyrir lá bókun fjölskylduráðs þar sem lögð er áhersla á að gengið verði frá samkomulagi við þau sveitarfélög sem standa að byggðasamlaginu um Skólaskrifstofu Austurlands og að því samstarfi sem varðar sérfræðiþjónustu skóla verði slitið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að láta vinna slíkt samkomulag í samráði við hin aðildarsveitarfélögin þrjú, Fjarðabyggð, Fljótsdalshrepp og Vopnafjarðarhrepp. Er slíkt samkomulag liggur fyrir verði það lagt fyrir sveitarfélögin til formlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 12. fundur - 16.02.2021

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem er í gangi varðandi fyrirhugaðar breytingar varðandi byggðasamlag um Skólaskrifstofu Austurlands og að stefnt verði að því að koma út drögum að samkomulagi til aðildarsveitarfélaganna á næstu dögum.

Fjölskylduráð Múlaþings - 13. fundur - 16.02.2021

Staða mála kynnt. Fjölskylduráð leggur á það áherslu að ekki verði þjónusturof í tengslum við þær breytingar sem fram undan eru.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 13. fundur - 23.02.2021

Fyrir lágu drög að samningi sveitarfélaganna, Fjarðabyggðar, Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps um breytingar á byggðasamlagi um Skólaskrifstofu Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi sveitarfélaganna um breytingar á byggðasamlagi um Skólaskrifstofu Austurlands og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 15. fundur - 16.03.2021

Fjölskylduráð leggur til að stofnaður verði stýrihópur sem móti skipulag og verkferla skólaþjónustu Múlaþings þegar þjónustan flyst til sveitarfélagsins. Í stýrihópnum verði fulltrúar skólastjórnenda leik- og grunnskóla, sérkennslustjóra og/eða deildarstjóra í leik- og grunnskólum auk fulltrúa meirihluta og minnihluta í fjölskylduráði. Fræðslustjóri, leikskólafulltrúi og ritari fjölskyldusviðs starfi með hópnum eftir atvikum. Stýrihópurinn skal hafa samráð við og funda með skólastjórum leik- og grunnskóla auk sérkennslustjórum og deildarstjórum sérkennslu í skólum sveitarfélagsins.

Leitast verður við að tilnefningar liggi fyrir í viku 12 og stýrihópurinn hefji störf sem fyrst eftir páska.

Fræðslustjóra falið að kalla stýrihópinn saman.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?