Fara í efni

Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

Málsnúmer 202010479

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 3. fundur - 03.11.2020

Kjartan Róbertsson fór yfir stöðu verkefnisins bæði hvað varðar deiliskipulag og hönnunarferli nýs leikskóla í Fellabæ. Von er á endurskoðuðu lauslegu kostnaðarmati fljótlega.
Í vinnslu

Byggðaráð Múlaþings - 5. fundur - 24.11.2020

Lögð fram fundargerð byggingarnefndar Leikskólans Hádegishöfða frá 18. nóvember, ásamt frumkostnaðaráætlun og ósk um heimild til að ráða verkfræðistofu til að hafa umsjón með og annast eftirlit með verkinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að leitað verði tilboða verkfræðistofa á svæðinu í umsjón og eftirlit með verkinu. Núverandi verkefnisstjóra verði falið sem lokaverkefni, ásamt yfirmanni eignasjóðs, að útbúa verklýsingu auk nauðsynlegra gagna og koma á framfæri við mögulega tilboðsgjafa auk þess að annast fund, ásamt formanni byggingarnefndar, þar sem tilboð verða kunngerð.

Byggðaráð samþykkir jafnframt að vísa frekari umfjöllun og úrvinnslu vegna verkefnisins, s.s. endurnýjun erindisbréfs og umboðs byggingarnefndar, til umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 5. fundur - 25.11.2020

Byggðaráð vísaði málinu til umhverfis- og framkvæmdaráð og fól ráðinu að fylgja verkefninu eftir. Fundargerð byggingarnefndar lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með hliðsjón af nýlega afstöðnum sveitarstjórnarkosningum og í ljósi þess að hönnunarvinna er komin á lokastig og framundan eru nýir verkþættir, samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að skipa að nýju í byggingarnefnd leikskólans Hádegishöfða.

Ráðið felur formanni og framkvæmda- og umhverfismálastjóra að yfirfara og, ef þörf krefur, leggja til breytingar á erindisbréfi byggingarnefndar og leggja það fyrir næsta fund ráðsins til staðfestingar um leið og kjörið verður í byggingarnefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 6. fundur - 02.12.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að endurskoðuðu erindisbréfi byggingarnefndarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi. Jafnframt felur ráðið framkvæmda- og umhverfismálastjóra, í samráði við formann nefndarinnar og fráfarandi verkefnisstjóra, að kalla nefndina saman til fundar.

Ráðið skipar einnig eftirfarandi í byggingarnefndina:
Benedikt Hlíðar Stefánsson, tilnefndur af B-lista verði formaður
Elvar Snær Kristjánsson, tilnefndur af D-lista
Aðalsteinn Ásmundarson, tilnefndur af L-lista
Örn Bergmann Jónsson, tilnefndur af M-lista
Helgi Hlynur Ásgrímsson, tilnefndur af V-lista
Þórarna Gró Friðjónsdóttir, tilnefnd af foreldraráði Hádegishöfða

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 16. fundur - 17.03.2021

Fundargerðir byggingarnefndar lagðar fram til kynningar.

Kjartan Róbertsson, verkefnastjóri framkvæmdamála, fór yfir stöðuna.

Byggðaráð Múlaþings - 18. fundur - 20.04.2021

Fyrir lágu fundargerðir byggingarnefndar nýs leikskóla í Fellabæ dags. 01.03.2021 og 15.04.2021. Inn á fundinn komu Benedikt Hlíðar Stefánsson, formaður byggingarnefndar, og Ágúst Þór Margeirsson, verkefnastjóri, og fóru yfir stöðu mála og tillögur varðandi næstu skref. Einnig svöruðu þeir í kjölfarið spurningum byggðaráðs varðandi verkefnið. Að því búnu var þeim þökkuð koman og fyrir góða yfirferð yfir stöðuna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir, að tillögu byggingarnefndar nýs leikskóla í Fellabæ, að hafnað verði öllum tilboðum er bárust í útboði leikskólans þar sem þau eru töluvert yfir kostnaðarætlun verkefnisins. Jafnframt samþykkir byggðaráð Múlaþings að Ívar Karl Hafliðason og Sveinn Jónsson taki sæti í rýnihóp, ásamt formanni byggingarnefndar, starfsmönnum Múlaþings í byggingarnefndinni og verkefnastjóra, sem ætlað er að vinna tillögur, ásamt hönnuði og lægstbjóðanda, að því hvernig verkefnið skuli unnið með ásættanlegum kostnaði fyrir sveitarfélagið.
Fulltrúar í rýnihópnum taki laun samkvæmt E lið í samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi, þar sem það á við.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 19. fundur - 21.04.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fundargerð byggingarnefndar frá 1.3 til kynningar. Einnig liggur fyrir ráðinu að skipa fulltrúa í byggingarnefnd í stað Aðalsteins Ásmundarsonar sem óskaði lausnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Kristjana Sigurðardóttir taki sæti í byggingarnefnd nýs leikskóla sem fulltrúi L-lista, í stað Aðalsteins Ásmundarsonar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 20. fundur - 28.04.2021

Fundargerð byggingarnefndar frá 15. apríl lögð fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 21. fundur - 04.05.2021

Fyrir lágu drög að erindisbréfi rýnihóps vegna tilboða í byggingu nýs leikskóla í Fellabæ.

Eftirfarandi tillag lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og felur sveitarstjóra að koma því á framfæri við fulltrúa í rýnihópnum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 22. fundur - 19.05.2021

Fundargerð byggingarnefndar frá 15. apríl lögð fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 25. fundur - 15.06.2021

Fyrir lá fundargerð byggingarnefndar nýs leikskóla í Fellabæ, dags. 21.05.2021, auk minnisblaðs rýnihóps, dags. 18.05.2021, þar sem fram kemur að hægt eigi að vera að rúma kostnað við byggingu nýs leikskóla í Fellabæ innan þess kostnaðarramma er verkefninu hefur verið settur. Sveitarstjóri gerði einnig grein fyrir viðræðum við verktaka varðandi samning um verkið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir, með vísan til fyrirliggjandi gagna, að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi um verkið við MVA ehf. Byggðaráð leggur jafnframt áherslu á að haldið verði áfram að leita hagræðingaleiða vegna framkvæmdarinnar með það að markmiði að geta mætt frávikum frá áætluðum kostnaði sem upp kunna að koma á framkvæmdatíma.

samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 25. fundur - 16.06.2021

Fundargerð byggingarnefndar nýs leikskóla í Fellabæ frá 21. maí lögð fram til kynningar. Skrifað hefur verið undir samning við MVA vegna byggingar á nýjum leikskóla í Fellabæ.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 35. fundur - 20.10.2021

Fundargerð frá fundi byggingarnefndar nýs leikskóla í Fellabæ frá 13. sept sl. lögð fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 53. fundur - 27.04.2022

Fundargerð frá fundi byggingarnefndar nýs leikskóla í Fellabæ frá 28. október 2021 lögð fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?