Fara í efni

Vindorka í Múlaþingi

Málsnúmer 202111136

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 39. fundur - 24.11.2021

Starfsmenn EFLU kynntu fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði minnisblað um mögulegt verkefni við greiningu svæða til vindorkunýtingar í Múlaþingi.

Málið er í vinnslu.

Gestir

  • Ásbjörn Egilsson - mæting: 10:00
  • Einar Andresson - mæting: 10:00
  • Hrafnhildur Brynjólfsdóttir - mæting: 10:00

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 41. fundur - 15.12.2021

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til minnisblaðs um mögulegt verkefni við greiningu svæða til vindorkunýtingar í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að ráðist verði í greiningarvinnu í samræmi við fyrirliggjandi tilboð frá verkfræðistofunni Eflu. Verkefnið nýtist í framhaldinu við gerð aðalskipulags Múlaþings. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra er falið að ganga frá samningi um verkefnið.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 er á móti (PH).

Hannes Karl Hilmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég tel að þessi vindmylluumræða sé ótímabær sérstaklega í ljósi þess að virkjanlegt vatnsafl með rannsóknarleyfi á Austurlandi nemur nú allt að 140MW, þá beri að forgangsraða orkuvinnslu með vatnsafli áður en litið er til meira umhverfisspillandi og síðri kosta til orkuvinnslu í Múlaþingi svo sem vindmylla. Ég leggst því gegn því að farið verði í frekari vinnu við vindorku að þessu sinni.

Pétur Heimisson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég legg áherslu á að umhverfis- og framkvæmdaráð verði sá aðili sem kemur að því að gildismeta hina sex þætti sem fram koma í minnisblaði Eflu um verkefnið.
Var efnið á síðunni hjálplegt?