Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Þúfuhraun

Málsnúmer 202110146

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 48. fundur - 02.03.2022

Fyrir liggur erindi frá Búlandstindi ehf., dagsett 21. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið geri breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps vegna aukinna umsvifa á svæðinu við Innri Gleðivík og uppbyggingu hafnarsvæðis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til erindis Búlandstinds að leggja til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi sem geri ráð fyrir stækkun á hafnar- og athafnasvæðinu í framhaldi af kassaverksmiðju fyrirtækisins við Innri Gleðivík. Samhliða verði unnið að frumhönnun á nýrri höfn sem verði hluti af breytingunni. Á svæðinu er í gildi hverfisvernd sem gerð verður breyting á eftir því sem nauðsynlegt er með tilliti til áforma um uppbyggingu.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (HÞ sat hjá).

Fulltrúi V-lista(PH) lagði fram eftirfarandi bókun:
Samtímis því sem sú uppbygging sem hér um ræðir í tengslum við vaxandi laxeldi er þörf, þá er mikilvægt að gera ráð fyrir því að til lengri tíma muni hagsmunir samfélagsins á Djúpavogi kalla á það að draga úr fiskvinnslugengdum umsvifum við núverandi hafnarsvæði við voginn og flytja fremur inn að svæðinu við Gleðivík. Samtal um slíkt er því æskilegt milli skipulags- og sveitarstjórnaryfirvalda og hagsmunaaðila.

Sveitarstjórn Múlaþings - 21. fundur - 09.03.2022

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 02.03.2022, þar sem lagt er til við sveitarstjórn Múlaþings að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson sem beindi fyrirspurn til Stefáns Boga Sveinssonar, Hildur Þórisdóttir sem beindi fyrirspurn til Gauta Jóhannessonar, Stefán Bogi Sveinsson sem svaraði Eyþóri Stefánssyni, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Elvar Snær Kristjánsson sem beindi fyrirspurn til Hildar Þórisdóttur, Hildur Þórisdóttir sem svaraði Elvari Snæ Kristjánssyni, Vilhjálmur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson sem beindi spurningu til Berglindar Hörpu Svavarsdóttur, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Gauti Jóhannesson sem svaraði fyrirspurn Hildar Þórisdóttur, Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps sem geri ráð fyrir stækkun á hafnar- og athafnasvæðinu í framhaldi af kassaverksmiðju Búlandstinds við Innri Gleðivík. Samhliða verði unnið að frumhönnun á nýrri höfn sem verði hluti af breytingunni. Gerð verði nauðsynleg breyting á gildandi hverfisvernd á svæðinu með tilliti til áforma um uppbyggingu. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að koma verkefninu í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 10 atkvæðum en ein sat hjá, Hildur Þórisdóttir sem gerði grein fyrir hjásetu sinni með eftirfarandi hætti:
Undirrituð fagnar þeirri atvinnuuppbyggingu sem átt hefur sér stað vegna fiskeldis á Djúpavogi sem hefur gjörbreytt íbúaþróun þar síðastliðin ár. Hinsvegar verður ekki horft framhjá mótmælum meirihluta íbúa á Seyðisfirði sem risið hafa upp vegna fyrirhugaðs 10.000 tonna laxeldis í Seyðisfirði. Fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting vegna byggingar nýs sláturhúss á athafnasvæði Innri-Gleðivíkur tengist meðal annars fyrirhuguðu laxeldi í Seyðisfirði.
Undirrituð minnir á að hver byggðakjarni fái notið sérstöðu sinnar innan sveitarfélagsins.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 49. fundur - 16.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps við Þúfuhraun. Hafnastjóri sat fundinn undir liðnum.

Málið er í vinnslu.

Gestir

  • Björn Ingimarsson

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 110. fundur - 04.03.2024

Fyrir liggur skipulags- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 fyrir nýtt athafna- og hafnarsvæði við Innri Gleðivík og nýja vegtengingu við Þjóðveg 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa því til sveitarstjórnar að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 46. fundur - 13.03.2024

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.03.2024, varðandi aðalskipulagsbreytingu.

Til máls tók: Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing, vegna breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020, fyrir nýtt athafna- og hafnarsvæði við Innri Gleðivík og nýja vegtengingu við Þjóðveg 1, verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 48. fundur - 04.04.2024

Heimastjórn telur að skoða þurfi betur vegtengingar þjóðvegarins við þéttbýlið á Djúpavogi. Ný vegtenging til norðurs er til bóta en einnig þyrfti að skoða vegtengingu til suðurs sem er ekki nógu örugg.
Einnig ætti að huga að mögulegum lóðum við þessar vegtengingar fyrir þjónustu sem gæti átt þar heima.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?