Fara í efni

Björgunarmiðstöð á Djúpavogi

Málsnúmer 202012171

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 4. fundur - 04.01.2021

Heimastjórn vill benda á að það sé bráð þörf á því endurnýja slökkvistöð byggðarlagsins og því kjörið tækifæri að sameina alla viðbragðsaðila á einn stað í nýrri björgunarmiðstöð. Heimastjórn vill leggja til við byggðaráð að stofnaður verði starfshópur til að halda áfram með þá vinnu sem farin var af stað í Djúpavogshreppi.

Byggðaráð Múlaþings - 12. fundur - 16.02.2021

Fyrir lá bókun heimastjórnar Djúpavogs, dags. 04.01.21, þar sem vakin er athygli á því að bráð þörf sé á því að endurnýja slökkvistöðina á Djúpavogi og að rétt sé að skoða þann möguleika að sameina viðbragðsaðila á einn stað. Heimastjórn Djúpavogs leggur til að skipaður verði starfshópur er falið verði að vinna áfram að skoðun þessara mála en slík vinna var hafin á sínum tíma hjá Djúpavogshreppi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir þær áherslur er fram koma í bókun heimastjórnar varðandi málefni björgunarmiðstöðvar á Djúpavogi og felur sveitarstjóra að sjá til þess að skipaður verði starfshópur er í eigi sæti eftirtaldir aðilar:
Slökkviliðsstjóri Múlaþings
Fulltrúi björgunarsveitarinnar Báru
Fulltrúi skipaður af framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings

Fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi starfi með hópnum.

Erindisbréf starfshópsins verði lagt fyrir næsta fund byggðaráðs og þar komi fram að horft verði til þess að koma upp ásættanlegri aðstöðu til framtíðar er muni hýsa starfsemi áhaldahúss, björgunarsveitar og slökkviliðs og að starfshópurinn skuli skila af sér tillögum fyrir lok apríl 2021.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 13. fundur - 23.02.2021

Fyrir lágu drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um aðstöðu fyrir viðbragðsaðila á Djúpavogi auk tilnefninga í starfshópinn:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um aðstöðu fyrir viðbragðsaðila á Djúpavogi og skipar eftirtalda aðila sem fulltrúa í starfshópinn:

Harald Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Múlaþings
Hugrúnu Hjálmarsdóttur, framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings
Snjólf Gunnarsson, fulltrúa björgunarsveitarinnar Báru/Rauðakrossd. Djúpavogs.

Fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi er falið að starfa með hópnum og kalla hann saman til fyrsta fundar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 10. fundur - 29.03.2021

1. Fundargerð starfshóps um byggingu Björgunarmiðstöðvar lögð fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 39. fundur - 23.11.2021

Fyrir lá erindi frá Halldóru Dröfn Hafþórsdóttur varðandi skrifstofuhúsnæði á Djúpavogi þar sem varpað er fram þeirri hugmynd að sveitarfélagið kaupi mögulega húsnæði björgunarsveitarinnar og breyti að hluta til í skrifstofuhúsnæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fram komnum hugmyndum til vinnslu í starfshóp er skipaður var í upphafi yfirstandandi árs og var ætlað að móta tillögur að framtíðarfyrirkomulagi húsnæðismála áhaldahúss, björgunarsveitar og slökkviliðs á Djúpavogi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 23. fundur - 07.02.2022

Heimastjórn lýsir yfir vonbrigðum með seinagang við þessa vinnu og leggur á það áherslu að henni verði lokið sem allra fyrst.

Heimastjórn Djúpavogs - 41. fundur - 07.09.2023

Heimastjórnin á Djúpavogi leggur áherslu á að þegar verði hafist handa við undirbúning og hönnunarvinnu vegna nýrrar björgunarmiðstöðvar á Djúpavogi og felur starfsmanni að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?