Fara í efni

Erindi vegna listasafns fyrir alþjóðlega myndlist - Vogaland 5 Djúpavogi Sigurður Guðmundsson og Þór Vigfússon mæta á fundin og kynna hugmyndir að nýlistasafni á Djúpavogi

Málsnúmer 202012050

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 7. fundur - 15.12.2020

Fyrir lá erindi frá Sigurði Guðmundssyni og Þór Vigfússyni varðandi húsnæði á Djúpavogi fyrir safn fyrir alþjóðlega myndlist. Erindið er stílað á sveitarstjórn Múlaþings og verður til umfjöllunar þar á fundi sveitarstjórnar í janúar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að óskað verði umsagnar heimastjórnar Djúpavogs um erindi Sigurðar Guðmundssonar og Þórs Vigfússonar varðandi safn fyrir alþjóðlega myndlist. Er slík umsögn liggur fyrir verði erindið tekið til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 4. fundur - 04.01.2021

Heimastjórn list vel á hugmyndir um alþjóðlegt listasafn á Djúpavogi, og hvetur sveitarstjórn til að leita allra leiða til að verkefnið geti orðið að veruleika.
Nauðsynlegt er að tryggja að umrætt hús (Vogshús) komist í viðunandi ástand sem allra fyrst.

Gestir

  • Sigurður Guðmundsson
  • Þór Vigfússon

Sveitarstjórn Múlaþings - 6. fundur - 13.01.2021

Fyrir lá erindi frá Sigurði Guðmundssyni og Þór Vigfússyni varðandi húsnæði á Djúpavogi fyrir safn fyrir alþjóðlega myndlist. Erindið er stílað á sveitarstjórn Múlaþings.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, Jódís Skúladóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Hildur Þórisdóttir og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Sveitarstjórn Múlaþings vísar erindinu til byggðaráðs Múlaþings til frekari vinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 9. fundur - 19.01.2021

Fyrir lá erindi varðandi listasafn fyrir alþjóðlega myndlist á Djúpavogi er sveitarstjórn vísaði til byggðaráðs til frekari vinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna vegna málsins og er þau liggja fyrir verði málið tekið fyrir hjá byggðaráði Múlaþings að nýju.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 16. fundur - 23.03.2021

Fyrir lágu upplýsingar og gögn vegna Ars Longa á Djúpavogi. Fram kemur að kostnaður við að koma húsnæðinu í viðunandi ástand til að setja upp tímabundnar sýningar, sem gætu hafist sumarið 2022, nemi um 32 millj.kr. en að heildarkostnaðarmat við að koma húsnæðinu í fullnægjandi ástand nemi um 234 millj.kr. Einnig lá fyrir rekstraráætlun fyrir árin 2021 til 2023. Gert er ráð fyrir að fjármagna uppbyggingu með styrkfé frá bæði opinberum og einkaaðilum, innlendum sem erlendum, og það sama á einnig við um reksturinn að stærstum hluta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir ýtarlegri gögnum varðandi uppbyggingu, rekstur og fjármögnun verkefnisins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 17. fundur - 30.03.2021

Fyrir lágu frekari gögn varðandi verkefnið. Fyrirliggjandi er verk- og tímaáætlun fyrir verkefnið frá október 2021 út ágúst 2022 ásamt kostnaðaráætlun þar sem áætlað er að verja til verkefnisins tæpum 43 millj. kr. og af því liggja fyrir staðfest framlög upp á tæpar 8,5 millj. kr.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna drög að samkomulagi við Ars Longa varðandi yfirtöku á húsnæði sveitarfélagsins að Vogalandi 5 á Djúpavogi. Formlegt afsal eignarinnar skal þó háð því að fyrir lok júní 2021 liggi fyrir undirritaðar viljayfirlýsingar og skuldbindingar aðila er koma munu að verkefninu með fjármuni er gera rekstur og uppbyggingu til lengri og skemmri tíma mögulega.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 24. fundur - 01.06.2021

Fyrir lá viljayfirlýsing varðandi fjárframlög aðila til Ars Longa, samtímalistasafns ses á tímabilinu 01.06.2021 til 01.06.2023 auk upplýsinga úr Fyrirtækjaskrá varðandi stjórn, prókúruhafa, endurskoðendur og stofnfé félagsins. Einnig kom fram að félagið hefur sótt um styrk til Lóu Nýsköpunarsjóðs sem og að viðræður eru í gangi við mennta- og menningarmálaráðuneytið varðandi styrkveitingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við afgreiðslu byggðaráðs dags. 30.03.2021.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Byggðaráð Múlaþings - 26. fundur - 22.06.2021

Inn á fundinn komu fulltrúar ARS LONGA þau Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, Sigurður Guðmundsson og Þór Vigfússon og gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi fjármögnun og verkáætlun við uppbyggingu og rekstur fyrirhugaðs listasafns fyrir alþjóðlega myndlist í Vogalandi 5 á Djúpavogi.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 27. fundur - 06.07.2021

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum milli aðila varðandi aðkomu Ars Longa að uppbyggingu listasafns fyrir alþjóðlega myndlist á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að vinna áfram að lausn málsins í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 28. fundur - 10.08.2021

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við fulltrúa Ars Longa varðandi samkomulag um nýtingu Vogalands 5 á Djúpavogi undir listasafn fyrir alþjóðlega myndlist.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir þá hugmynd að samkomulagi á milli Múlaþings og Ars Longa, samtímalistasafns ses, er sveitarstjóri kynnti og er sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 29. fundur - 24.08.2021

Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins og uppfærð drög að samkomulagi á milli aðila.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 34. fundur - 05.10.2021

Fyrir lágu athugasemdir frá Ars Longa við drögum að samkomulagi um uppbyggingu listasafns á Djúpavogi auk áfangaskiptrar framkvæmdaáætlunar fyrir árin 2021-2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að svara athugasemdum í samræmi við umræðu á fundinum auk þess að ganga frá samkomulagi við Ars Longa um uppbyggingu listasafns á Djúpavogi.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 44. fundur - 15.02.2022

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við fulltrúa Ars Longa, varðandi mögulega yfirtöku félagsins á fasteigninni Vogalandi 5 á Djúpavogi, og stöðu mála.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?