Fara í efni

Deiliskipulag, miðbær Egilsstaða

Málsnúmer 202010320

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 17. fundur - 24.03.2021

Umsögn Skipulagsstofnunar hefur borist og þarf að bregðast við nokkrum atriðum. Umsögnin hefur verið send skipulagsráðgjafa til skoðunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að láta gera lagfæringar á skipulaginu í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar og jafnframt skoða möguleika á breytingum í tengslum við þörf fyrir orkuskipti. Málið verður tekið fyrir í ráðinu á ný þegar tillögur liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 19. fundur - 21.04.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja uppfærð skipulagsgögn frá ráðgjafa þar sem brugðist hefur verið við ábendingum Skipulagsstofnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að með vísan til niðurstöðu húsakönnunar verði Kaupvangur 11 færður af lista yfir hús sem má fjarlægja sbr. kafla 2.3 í skilmálum skipulagsins og uppdrættir verði uppfærðir í samræmi við það. Jafnframt samþykkir ráðið þær breytingar sem skipulagsráðgjafi leggur til sem viðbrögð við ábendingum Skipulagsstofnunar og vísar fyrirliggjandi skipulagstillögu, með áorðnum breytingum, til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 8. fundur - 03.05.2021

rir liggja uppfærð skipulagsgögn frá ráðgjafa þar sem brugðist hefur verið við ábendingum Skipulagsstofnunar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 21.4. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að með vísan til niðurstöðu húsakönnunar verði Kaupvangur 11 færður af lista yfir hús sem má fjarlægja sbr. kafla 2.3 í skilmálum skipulagsins og uppdrættir verði uppfærðir í samræmi við það. Jafnframt samþykkir ráðið þær breytingar sem skipulagsráðgjafi leggur til sem viðbrögð við ábendingum Skipulagsstofnunar og vísar fyrirliggjandi skipulagstillögu, með áorðnum breytingum, til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir miðbæ á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 28. fundur - 11.08.2021

Endurskoðun á gildandi deiliskipulagi fyrir Miðbæ Egilsstaða, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 1. febrúar 2006 með síðari breytingum og er unnið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 41. gr. skipulaglaga nr. 123/2010, tók gildi 14. júlí síðastliðinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta auglýsa eftir áhugasömum aðilum um uppbyggingu á miðbæjarsvæði Egilsstaða og jafnframt láta vinna kynningarefni fyrir nýtt skipulag, sem aðgengilegt verði og kynnt sérstaklega fyrir fasteignafélögum og verktökum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 12. fundur - 16.08.2021

Endurskoðun á gildandi deiliskipulagi fyrir Miðbæ Egilsstaða, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 1. febrúar 2006 með síðari breytingum og er unnið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 41. gr. skipulaglaga nr. 123/2010, tók gildi 14. júlí síðastliðinn.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhveris- og framkvæmdaráðs 11.8. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta auglýsa eftir áhugasömum aðilum um uppbyggingu á miðbæjarsvæði Egilsstaða og jafnframt láta vinna kynningarefni fyrir nýtt skipulag, sem aðgengilegt verði og kynnt sérstaklega fyrir fasteignafélögum og verktökum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs fagnar því að endurskoðað deiliskipulag fyrir miðbæinn á Egilsstöðum hafi tekið gildi. Heimastjórnin tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs og beinir því til sveitarstjórnar að átaksverkefni til kynningar á miðbæjarsvæðinu og kostum til uppbyggingar þar hefjist sem fyrst og að verkefninu verði tryggt fjármagn. Eins leggur heimastjórn til að fenginn verði þar til bær aðili til að undirbúa verkefnið og fylgja því eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 15. fundur - 08.09.2021

Fyrir lá bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 16.08.2021, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að átaksverkefni til kynningar á miðbæjarsvæðinu og kostum til uppbyggingar þar hefjist sem fyrst og að verkefninu verði tryggt fjármagn. Einnig leggur heimastjórn Fljótsdalshéraðs til að fenginn verði þar til bær aðili til að undirbúa verkefnið og fylgja því eftir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings fagnar því að endurskoðað deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða skuli hafa tekið gildi og tekur undir það er fram kemur í bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs varðandi mikilvægi þess að kynning hefjist sem fyrst. Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að beina því til framkvæmda- og umhverfismálastjóra að horfa m.a. til þeirra ábendinga er fram koma í bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs við vinnu við undirbúning og framkvæmd kynningar endurskoðaðs deiliskipulags miðbæjar Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 34. fundur - 06.10.2021

Kristján Hjálmarsson frá H:N Markaðssamskiptum mætti á fundinn og lagði fram drög að kynningarefni vegna nýja miðbæjarskipulagsins á Egilsstöðum.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 40. fundur - 01.12.2021

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu við gerð kynningarefnis og markaðssetningu miðbæjar Egilsstaða.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 41. fundur - 15.12.2021

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu við gerð kynningarefnis og markaðssetningu miðbæjar Egilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að hefja kynningu á uppbyggingu í miðbæ Egilsstaða undir yfirskriftinni Straumur.
Samþykkt er að auglýsa eftir samstarfsaðilum um uppbyggingu á byggingarlóðum við Miðvang 8 og 9, Nývang 8, 10, 12 og 14, Kaupvang 8, 10, 12, 14, 16 og 20 og Sólvang 2, 4 og 6. Þegar umsóknarfrestur rennur út mun ráðið taka ákvörðun um ráðstöfun lóða.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að óska eftir fundi með Vegagerðinni þar sem farið verði yfir tímalínu framkvæmda við gatnamót Skriðdals- og Breiðdalsvegar og Þjóðvegar 1. Frekari ákvarðanir um önnur uppbyggingarsvæði í miðbænum verður tekin þegar fyrir liggur hvenær Vegagerðin mun fara í nauðsynlegar framkvæmdir sem að þeim snúa.
Jafnframt samþykkir ráðið að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að boða til fundar með Þjónustusamfélaginu þar sem áform um uppbyggingu í miðbænum verði kynnt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 51. fundur - 30.03.2022

Kynningargögn vegna uppbyggingaráforma í miðbæ Egilsstaða lögð fram til kynningar. Verkefnið ber yfirskriftina Straumur og auglýst hefur verið eftir samstarfsaðilum um uppbyggingu á fjórum skilgreindum reitum innan deiliskipulags miðbæjarins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur sem flesta til að kynna sér verkefnið á vefnum straumur.mulathing.is. Einnig hvetur ráðið þá aðila sem áhuga hafa á samstarfi við sveitarfélagið um uppbyggingu í miðbæ Egilsstaða á grundvelli fyrirliggjandi skipulags til að setja sig í samband við sveitarfélagið sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?