Fara í efni

Úlfsstaðaskógur nýtt sumarhúsahverfi

Málsnúmer 202103071

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 17. fundur - 24.03.2021

Fyrir liggur erindi dagsett 13.11.2019 sem varðar nýtt sumarhúsahverfi í Úlfsstaðaskógi. Fram kemur að óskað sé eftir því að tekið verði tillit til slíkra áforma við endurskoðun aðalskipulags sem þá var í farvatninu. Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem landbúnaðarsvæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi og ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að við gerð aðalskipulags Múlaþings verði tekið tillit til áforma um nýtt sumarhúsahverfi í Úlfsstaðaskógi. Ráðið heimilar einnig að unnin verði sérstök breyting á aðalskipulagi samhliða gerð deiliskipulags, óski landeigandi eftir því. Málinu er vísað sveitarstjórnar Múlaþings til afgreiðslu hvað varðar aðalskipulag og til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu hvað varðar deiliskipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 6. fundur - 29.03.2021

Fyrir liggur erindi dagsett 13.11.2019 sem varðar nýtt sumarhúsahverfi í Úlfsstaðaskógi. Fram kemur að óskað sé eftir því að tekið verði tillit til slíkra áforma við endurskoðun aðalskipulags sem þá var í farvatninu. Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem landbúnaðarsvæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi og ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 24. mars 2021 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að við gerð aðalskipulags Múlaþings verði tekið tillit til áforma um nýtt sumarhúsahverfi í Úlfsstaðaskógi. Ráðið heimilar einnig að unnin verði sérstök breyting á aðalskipulagi samhliða gerð deiliskipulags, óski landeigandi eftir því. Málinu er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings til afgreiðslu hvað varðar aðalskipulag og til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu hvað varðar deiliskipulag.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemd við að landnotkun verði breytt á svæðinu með vísan til áforma um breytta notkum í umsókn. Jafnframt heimilar heimastjórn að unnin verði skipulagslýsing á deiliskipulagi með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki um breytingu á landnotkun í aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 10. fundur - 14.04.2021

Fyrir lá erindi varðandi nýtt sumarhúsahverfi í Úlfsstaðaskógi þar sem fram kemur að óskað sé eftir því að tekið verði tillit til slíkra áforma við endurskoðun aðalskipulags.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitastjórn Múlaþings staðfestir ákvörðun umhverfis- og framkvæmdaráðs um að heimila vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, í tengslum við fyrirhuguð skipulagsáform.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 48. fundur - 02.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagslýsing, dagsett 15. febrúar 2022, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og deiliskipulag vegna nýrrar frístundabyggðar í landi Úlfsstaða á Völlum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með vísan til erindis landeiganda, að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem geri ráð fyrir nýju svæði fyrir frístundabyggð í landi Úlfsstaða á Völlum og að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 1. mgr. 30. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu hvað varðar breytingu á aðalskipulagi.

Jafnframt samþykkir ráðið að heimila að unnið verði að gerð deiliskipulags samhliða framangreindri breytingu á aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 38. gr. og 2. mgr. 41. gr. laga nr. 123/2010, og að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna þess hluta verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 40. gr. sömu laga.
Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu hvað varðar deiliskipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 21. fundur - 09.03.2022

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 02.03.2022, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings að samþykkt verði að hafin verði vinna við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, að hafin verði vinna við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem geri ráð fyrir nýju svæði fyrir frístundabyggð í landi Úlfsstaða á Völlum og að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 1. mgr. 30. gr. laga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 68. fundur - 14.11.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir sem bárust við skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða. Lýsingin var kynnt almenningi frá 17.-31. mars 2022 og bárust engar athugasemdir. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur jafnframt vinnslutillaga aðalskipulagbreytingarinnar, dags. 25. október 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 31. fundur - 02.02.2023

Fyrir liggur ósk um umsögn heimastjórnar við vinnslutillögu breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna frístundabyggðar við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við vinnslutillögu breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna frístundabyggðar við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 95. fundur - 25.09.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga til auglýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert verður ráð fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða. Breytingin er sett fram í greinargerð dagsett 7. september 2023. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu en frestur rann út 13.janúar 2023.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 40. fundur - 18.10.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 25.09.2023 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna frístundabyggðar við Úlfsstaðaholt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi skipulagstillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert verður ráð fyrir frístundabyggða við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 118. fundur - 27.05.2024

Auglýsingu tillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða lauk 25. janúar sl.
Fyrir ráðinu liggja umsagnir sem bárust við auglýsta tillögu en þær kölluðu ekki á neinar breytingar á skipulagsgögnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 49. fundur - 12.06.2024

Fyrir liggur bókun frá 118. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs varðandi skipulagstillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Tillagan var auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til og með 25. janúar sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2020 fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða. Um málsmeðferð fer samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur sveitarstjórn skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?