Fara í efni

Borgarfjörður aðalskipulagsbreyting Gamla frystihúsið Blábjörg

Málsnúmer 202102107

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 14. fundur - 24.02.2021

Fyrir liggur skipulagslýsing og vinnslutillaga vegna breytingar á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagslýsingu og vinnslutillögu og felur skipulagsfulltrúa að láta auglýsa og kynna þær í samræmi við viðeigandi ákvæði skipulagslaga. Umsagnaraðilar eru Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirlit Austurlands, Hitaveita Egilsstaða og Fella og Minjastofnun Íslands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 17. fundur - 24.03.2021

Kynningu skipulagslýsingar og vinnslutillögu fyrir breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps við Gamla frystihúsið er lokið.
Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands, Fjarðabyggð, Skipulagsstofnun og Minjastofnun Íslands.
Athugasemdir bárust frá Christer Magnusson, Eygló Rúnarsdóttur fh. eigenda Bjargs og Trausta Hafsteinssyni og Rún Kormáksdóttur eigendum Brautarholts.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulagsfulltrúa er falið að láta taka saman drög að svörum við athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum, sem lagðar verði fyrir næsta fund ráðsins til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 7. fundur - 25.03.2021

Beiðni barst um umsögn vegna aðalskipulagsbreytinga við Gamla frystihúsið - Blábjörg.
Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við breytingarnar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 18. fundur - 07.04.2021

Fyrir ráðinu liggja drög að umsögn um athugasemdir vegna breytinga á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps. Málið var áður á dagskrá ráðsins 24.3.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn sveitarstjórnar um athugasemdir, með minniháttar breytingu á orðalagi hvað varðar úrlausn fráveitumála við Bjarg. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Málinu er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 10. fundur - 14.04.2021

Fyrir lágu drög að umsögn um athugasemdir vegna breytinga á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn um athugasemdir, sbr. þær breytingar sem umhverfis- og framkvæmdaráð lagði til. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að láta fullvinna og auglýsa tillöguna, í samræmi við ákvæði 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði send heimastjórn Borgarfjarðar til umsagnar á auglýsingatíma.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 20. fundur - 28.04.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bréf frá Vegagerðinni með athugasemdum varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðar. Athugsemd er einkum gerð við að ekki sé í tillögunni gert ráð fyrir frekari vörnum gegn sjávarflóðum á skipulagssvæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að gera breytingu á fyrirliggjandi tillögu, þannig að gert sé ráð fyrir viðameiri vörnum gegnum sjávarflóðum. Einnig verði í tillögunni gerð grein fyrir þeim hönnunarráðstöfunum sem framkvæmdaaðilar hafa gert til að verjast ágangi sjávar. Við uppfærslu tillögunnar verði tekið tillit til ábendinga sérfræðinga á siglingasviði Vegagerðarinnar. Uppfærðri tillögu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 12. fundur - 12.05.2021

Fyrir lá uppfærð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðar verði auglýst í samræmi við 31. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 26. fundur - 23.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur athugun Skipulagsstofnunar á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðar. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til athugasemda Skipulagsstofnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fellst á ábendingar Skipulagsstofnunar og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna viðeigandi breytingar á skipulagstillögunni til samræmis við þær ábendingar. Að því loknu verði tillagan auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 30. fundur - 01.09.2021

Borist hefur uppfærð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps vegna Gamla Frystihússins. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til tillögunnar og auglýsingu hennar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan verði jafnframt send heimastjórn Borgarfjarðar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 13. fundur - 06.09.2021

Unnið er að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps vegna fyrirhugaðra framkvæmda hótel Blábjarga á sinni eigin lóð. Umhverfis ? og framkvæmdaráð Múlaþings bókaði eftirfarandi á fundi sínum 01.09.21:

„Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan verði jafnframt send heimastjórn Borgarfjarðar til umsagnar.“

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við breytinguna.

Sveitarstjórn Múlaþings - 15. fundur - 08.09.2021

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 01.09.2021, þar sem lagt er til að sveitarstjórn samþykki að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps vegna Gamla Frystihússins verði auglýst.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson sem brást við fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps vegna Gamla Frystihússins verði auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa breytinguna.´

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 37. fundur - 03.11.2021

Fyrir ráðinu liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna Gamla frystihússins. Auglýsingu tillögunnar er lokið og fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til athugasemda. Athugasemdir bárust frá einum aðila á auglýsingatíma auk umsagnar frá Minjastofnun Íslands. Fyrir fundinum liggja drög að svörum við fram komnum athugasemdum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum ásamt fyrirliggjandi tillögu á breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps. Málinu er vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 17. fundur - 10.11.2021

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 03.11.2021, þar sem fyrirliggjandi drögum að svörum við athugasemdum við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna Gamla frystihússins, ásamt tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps, er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Til máls tók: Eyþór Stefánsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna Gamla frystihússins, ásamt tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps, og felur skipulagsfulltrúa að koma afgreiðslu málsins á framfæri.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?