Fara í efni

Fundargerðir stjórnar HEF - 2021

Málsnúmer 202102237

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 14. fundur - 02.03.2021

Fyrir lá fundargerð 291. Fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella, dags. 24. febrúar 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. varðandi frágang kaupa HEF á veitum sveitarfélaganna er nú hafa sameinast í Múlaþing leggur byggðaráð Múlaþings til að sveitarstjórn veiti sveitarstjóra umboð til að undirrita samninga þar að lútandi fyrir hönd sveitarfélagsins. Jafnframt verði sveitarstjóra Múlaþings veitt umboð til að undirrita samninga um framsal á einkarétti Múlaþings til vatns- og fráveitustarfsemi til HEF.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð samþykkir jafnframt að óska eftir því að fá framkvæmdastjóra og fulltrúa úr stjórn HEF á fund byggðaráðs, til að fara yfir helstu verkefni HEF og þá ekki síst vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli.

Byggðaráð Múlaþings - 15. fundur - 16.03.2021

Framkvæmdarstjóri, stjórnarformaður HEF og Bogi Kárason verkefnastjóri, mættu á fund byggðaráðs til að fara yfir helstu verkefni HEF 2021. Einnig svöruðu þeir spurningum byggðaráðsmanna varðandi ýmsar framkvæmdir á vegum HEF á þessu ári.
Gestunum síðan þökkuð koman og veittar upplýsingar.

Byggðaráð Múlaþings - 19. fundur - 27.04.2021

Fyrir lágu fundargerðir hluthafafundar, dags. 11.03.2021, stjórnarfundar, dags. 11.03.2021, aðalfundar, dags. 19.03.2021 og stjórnarfundar, dags. 21.04.2021.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 21. fundur - 04.05.2021

Fyrir lá fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 21.04.2021.

Lagt fram til kynningar

Byggðaráð Múlaþings - 31. fundur - 14.09.2021

Fyrir lá fundargerð stjórnar HEF veitna ehf dags. 25.08.2021.

Lagt fram til kynningar

Byggðaráð Múlaþings - 33. fundur - 28.09.2021

Fyrir lá fundargerð stjórnar HEF veitna ehf dags. 23.09.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir því að fulltrúar stjórnar HEF veitna komi til fundar með byggðaráði á næsta fundi og að umfjöllunarefnið verði m.a. neysluvatnsskortur í dreifbýli.

Samþykkt samhljóða

Byggðaráð Múlaþings - 36. fundur - 26.10.2021

Fyrir lá fundargerð stjórnar HEF veitna dags. 20.10.2021.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 40. fundur - 14.12.2021

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna frá 24.11.2021.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 41. fundur - 18.01.2022

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 22.12.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings styður áform varðandi uppbyggingu á Eiðum og mun afstaða varðandi mögulega nýtingu lands í eigu sveitarfélagsins verða tekin er hugmyndir varðandi slíkt berast sveitarfélaginu. Byggðaráð hvetur stjórn HEF veitna til að vinna áfram að þeirri greiningarvinnu m.a. sem nauðsynleg er þessu tengt. Byggðaráð Múlaþings tekur jafnframt undir með stjórn HEF veitna varðandi mikilvægi þess að sem fyrst verði komið á samráðsfundi með sveitarstjórn og stjórn félagsins. Sem stendur heimila fjöldatakmarkanir vegna sóttvarna ekki að aðilar komi saman á slíkan fund og er því sveitarstjóra falið, að höfðu samráði við framkvæmdastjóra HEF veitna, að boða til slíks fundar í fjarfundarformi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?