Fara í efni

Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 202103053

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 18. fundur - 07.04.2021

Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands lagðar fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 22. fundur - 19.05.2021

Fundargerð 434. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 31. fundur - 15.09.2021

Fundargerð frá 436. fundistjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 34. fundur - 06.10.2021

Fundargerð 437. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 37. fundur - 03.11.2021

Fundargerð 438. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 39. fundur - 24.11.2021

Fyrir fundinum liggur fundargerð 439. fundar Hafnasambands Íslands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir bókun stjórnar Hafnasambands Íslands, sem lýsir yfir áhyggjum af notkun og starfsemi sláturskipa í fiskeldi og þeirra neikvæðu áhrifa sem þau hafa á rekstrarumhverfi hafna. Notkun slíkra skipa skerðir verulega tekjumöguleika þeirra hafna þar sem eldisfiski er dælt til slátrunar og vinnslu en á sama tíma gera eldisfyrirtækin kröfu um góðar hafnaraðstæður og að þjónusta sé til staðar. Stjórn hafnasambandsins hvetur til þess að starfsemi og notkun sláturskipa í fiskeldi verði sérstaklega tekin til skoðunar og sett verði skýr ákvæði í lög og reglugerðir um starfsemi og notkun sláturskipa hér við land.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 43. fundur - 19.01.2022

Eftirfarandi gögn frá Hafnasambandi Íslands lögð fram til kynningar:
Fundargerð frá 440. fundi sambandsins frá 3. desember 2021.
Skýrsla um nýframkvæmdir og viðhaldsþörf hafna 2021-2031.
Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-46/2020 sem er meðal þess sem tekið var fyrir á framangreindum fundi.
Getum við bætt efni þessarar síðu?