Fara í efni

Starfshópur um gerð loftslagsstefnu fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202110188

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 39. fundur - 24.11.2021

Fyrir liggur fundargerð 1. fundar starfshóps um gerð loftslagsstefnu fyrir Múlaþing.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir skipan Þrastar Jónssonar sem fulltrúa M-lista í starfshóp um gerð loftslagsstefnu Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 41. fundur - 15.12.2021

Fundargerð frá 2. fundi starfshóps um gerð loftslagsstefnu fyrir Múlaþing lögð fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 61. fundur - 29.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að skipa nýja fulltrúa í starfshóp um gerð loftslagsstefnu fyrir Múlaþing.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að kalla eftir tilnefningum eins fulltrúa frá hverju framboði sem fulltrúa á í sveitarstjórn Múlaþings auk eins fulltrúa frá ungmennaráði Múlaþings og eins frá öldungaráði Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 16. fundur - 22.09.2022

Fyrir liggur að skipa nýjan fulltrúa ungmennaráðs Múlaþings í starfshóps um gerð loftslagsstefnu fyrir Múlaþing.

Sonja Bríet Steingrímsdóttir býður sig fram sem fulltrúi ungmennaráðs í starfshópnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 18. fundur - 21.11.2022

Fyrir liggur að skipa nýjan fulltrúa ungmennaráðs í starfshóp um gerð loftslagsstefnu fyrir Múlaþing í stað Sonju Bríetar Steingrímsdóttur. Ungmennaráð samþykkir að fulltrúi ráðsins í starfshópinn verði Unnar Aðalsteinsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 70. fundur - 28.11.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að uppfærðu erindisbréfi vegna starfshóps um myndun tillaga að loftslagsstefnu Múlaþings, ásamt tilnefningum í starfshópinn.

Máli frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 72. fundur - 19.12.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að uppfærðu erindisbréfi vegna starfshóps um myndun tillagna að loftslagsstefnu Múlaþings, ásamt tilnefningum í starfshópinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn. Jafnframt samþykkir ráðið eftirfarandi fulltrúa í hópinn:
Ívar Hafliðason fyrir hönd D-lista sem verður jafnframt formaður starfshópsins
Guðrún Ásta Friðbertsdóttir fyrir hönd B-lista
Guðrún Schmidt fyrir hönd V-lista
Ásdís Hafrún Benediktsdóttir fyrir hönd L-lista
Þröstur Jónsson fyrir hönd M-lista og
Unnar Aðalsteinsson fyrir hönd ungmennaráðs.

Jafnframt mun fulltrúi frá öldunaráði Múlaþings sitja í hópnum og verður hann tilgreindur um leið og tilnefning berst.

Samþykkt samhljóða.

Öldungaráð Múlaþings - 5. fundur - 02.03.2023

Múlaþing hefur skipað starfshóp sem vinna skal að loftslagsstefnu fyrir sveitarfélagið. Óskað hefur verið eftir fulltrúa úr Öldungaráði í starfshópinn. Baldur Pálsson er skipaður fulltrúi ráðsins.
Getum við bætt efni þessarar síðu?