Fara í efni

Verklagsreglur fyrir fjallskilamál í Múlaþingi

Málsnúmer 202303064

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 80. fundur - 28.03.2023

Fyrir liggur minnisblað frá Margréti Ólöfu Sveinsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála hjá Múlaþingi, og Páli Baldurssyni, verkefnastjóra hjá Austurbrú, þar sem lagðar eru fram tillögur sem miða að því að samræma verklag fyrir allar fjallskiladeildir Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga að bókun lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma athugasemdum, í samræmi við umræðu á fundinum, á framfæri við verkefnastjóra umhverfismála og samþykkir jafnframt að uppfært minnisblað verði lagt fyrir heimastjórnir til umsagnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 34. fundur - 05.04.2023

Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma athugasemdum, í samræmi við umræðu á fundinum, á framfæri við verkefnastjóra umhverfismála og samþykkir jafnframt að uppfært minnisblað verði lagt fyrir heimastjórnir til umsagnar.

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir eftirfarandi athugasemdir við framkomin drög að verklagsreglum. 

Heimastjórn Borgarfjarðar telur að þau verkefni sem lögð eru á fjallskilastjóra í drögunum séu umfangsmeiri en tíðkast hefur að gangnastjórar sinni og erfitt að ætla bændum svo mikla vinnu á annasömum tímum. Þetta gæti fælt bændur frá því að taka að sér fjallskilastjórn. Mörg þessara verkefna hafa á Borgarfirði verið í höndum fjallskilanefndar og sveitarstjóra. Heimastjórn leggur til að þessi verkefni verði unnin í samstarfi fjallskilastjóra, fjallskilanefndar og starfsmanns stjórnsýslu á hverjum stað.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

 

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 34. fundur - 05.04.2023

Fyrir liggur minnisblað frá Margréti Ólöfu Sveinsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála hjá Múlaþingi, og Páli Baldurssyni, verkefnastjóra hjá Austurbrú, þar sem lagðar eru fram tillögur sem miða að því að samræma verklag fyrir allar fjallskiladeildir Múlaþings.

Eftirfarandi bókun var gerð í byggðaráði 28.3. 2023:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma athugasemdum, í samræmi við umræðu á fundinum, á framfæri við verkefnastjóra umhverfismála og samþykkir jafnframt að uppfært minnisblað verði lagt fyrir heimastjórnir til umsagnar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir þær tillögur sem fram koma í minnisblaðinu en felur starfsmanni að koma athugasemdum heimastjórnar til byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 36. fundur - 05.04.2023

Fyrir fundinum lá minnisblað frá Margréti Ólöfu Sveinsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála hjá Múlaþingi, og Páli Baldurssyni, verkefnastjóra hjá Austurbrú, þar sem lagðar eru fram tillögur sem miða að því að samræma verklag fyrir allar fjallskiladeildir Múlaþings. Minnisblaðið er uppfært til samræmis við athugasemdir byggðaráðs frá 28.3.2023.

Heimastjórn á Djúpavogi fagnar því að verklag sé samræmt þar sem því verður við komið. Varaformanni falið að koma áherslum heimastjórnar á framfæri í byggðaráði í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 33. fundur - 05.04.2023

Fyrir fundinum lá minnisblað frá Margréti Ólöfu Sveinsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála hjá Múlaþingi, og Páli Baldurssyni, verkefnastjóra hjá Austurbrú, þar sem lagðar eru fram tillögur sem miða að því að samræma verklag fyrir allar fjallskiladeildir Múlaþings. Minnisblaðið er uppfært til samræmis við athugasemdir byggðaráðs frá 28.3.2023.

Heimastjórn á Seyðisfirði fagnar því að verið sé að koma sameiginlegri sýn á fjallskilamál í Múlaþingi. Heimastjórn tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar hvað varðar verkefni fjallskilastjóra í minnisblaðinu.

Heimastjórn felur starfsmanni að koma athugasemdum á framfæri í samræmi við umræður á fundinum til byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 81. fundur - 18.04.2023

Fyrir liggja umsagnir heimastjórna varðandi tillögur er varða verklagsreglur um fjallskilamál í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings mun taka tillögur að verklagsreglum um fjallskilamál í Múlaþingi til afgreiðslu er verkefnisstjóri umhverfismála hefur lokið yfirferð umsagna heimastjórna í samráði við fjallskilastjóra.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 87. fundur - 20.06.2023

Fyrir liggja yfirfarnar tillögur er varða verklagsreglur um fjallskilamál í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur varðandi verklagsreglur fyrir fjallskilamál í Múlaþingi og felur verkefnisstjóra umhverfismála að koma þeim í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?