Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

36. fundur 10. maí 2023 kl. 13:00 - 16:15 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
 • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
 • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
 • Eyþór Stefánsson aðalmaður
 • Þröstur Jónsson aðalmaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
 • Eiður Gísli Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
 • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202206247Vakta málsnúmer

Fyrir liggja bókanir frá fundum ungmennaráðs Múlaþings, dags. 17.04.23, og byggðaráðs Múlaþings, dags. 25.04.23, varðandi breytingu á erindisbréfum ungmennaráðs og heimastjórna.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir,Berglind Harpa Svavarsdóttir og Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillögur lagðar fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir tillögu ungmennaráðs varðandi breytingar á 8. gr. erindisbréfs ungmennaráðs og felur skrifstofustjóra að sjá um uppfærslu erindisbréfs ungmennaráðs.

Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu byggðaráðs um að erindisbréf heimastjórna verði uppfærð í samræmi við fyrirliggjandi tillögur. Sveitarstjórn felur skrifstofustjóra að sjá um uppfærslu erindisbréfs heimastjórna.

Samþykkt með 9 atkvæðum, einn sat hjá (ÁMS)einn á móti (ES)

2.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202209205Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 25.04.23, varðandi gjaldskrá fyrir félagsheimilið Hjaltalund.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu byggðaráðs staðfestir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir félagsheimilið Hjaltalund.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Sumarleyfi sveitarstjórnar 2023

Málsnúmer 202304149Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að taka ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að sumarleyfi sveitarstjórnar verði frá fundi þess 14. júní 2023 og til og með 4. ágúst 2023. Byggðaráð mun fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma, sbr. 32. gr. samþykkta um stjórn Múlaþings. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verði haldinn 16. ágúst.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Reglur um skólaakstur

Málsnúmer 202105148Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs Múlaþings, dags. 04.04.23, varðandi reglur um skólaakstur í Múlaþingi.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, Einar Freyr Guðmundsson,Eyþór Stefánsson með andsvar,Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson og Eyþór Stefánsson með andsvar

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fjölskylduráðs staðfestir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi tillögur að reglum um skólaakstur í Múlaþingi og felur fræðslustjóra að virkja þær.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Búsetuskipti í Mýnesi

Málsnúmer 202304134Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra varðandi staðfestingu v/ búsetuskipta í Mýnesi samkv. 36. grein Jarðarlaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir að ábúendur í Mýnesi, þau Guðjón Einarsson og Erla Þórhildur Sigurðardóttir, hafa setið jörðina vel og mælir sveitarstjórn með því að þau fái jörðina keypta. Umræddir ábúendur eiga lögheimili í Mýnesi og hafa búið þar frá 1975. Á umræddri jörð stunda ábúendur ekki búskap en ástand íbúðarhúss er í góðu lagi, en fjós og hlaða frá 1950 eru úreld.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að Sunna Dögg Markvad Guðjónsdóttir hefur beðist lausnar sem varamaður í sveitarstjórn Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að verða við ósk Sunnu Markvad Guðjónsdóttur um lausn sem varamaður í sveitarstjórn Múlaþings.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðalfundur Ársala 2023

Málsnúmer 202303244Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 02.05.23, varðandi breytingu á samþykktum byggðasamlagsins Ársala bs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir tillögu aðalfundar Ársala bs., dags. 24.04.2023, er varðar leiðréttingu á 5.gr. samþykkta byggðasamlagsins Ársala bs.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fundagerð stjórnar skólaskrifstofu Austurlands 2023

Málsnúmer 202303138Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 02.05.23, varðandi tillögu aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir tillögu aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands., dags. 28.03.2023, varðandi það að öllum rekstri byggðasamlagsins verði hætt í árslok 2023 og því slitið á grundvelli stöðu og efnahags í árslok 2023.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Aðalskipulagsbreyting, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108146Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal er lokið. Ein athugasemd barst á auglýsingatíma og liggur fyrir sveitarstjórn að taka hana til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemd þeirri er barst við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna akstursíþróttasvæðis í Skagafelli.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Aðalskipulagsbreyting, Námur vegna Axarvegar

Málsnúmer 202203263Vakta málsnúmer

Fyrir liggur breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna efnisnáma við Axarveg sem var auglýst og lauk auglýsingatíma 04.05.2023 og bárust engar athugasemdir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna efnisnáma við Axarveg og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Reykjavíkurflugvöllur

Málsnúmer 202305079Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er staða mála varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir,Eyþór Stefánsson sem lagði fram tillögu við fyrirliggjandi tillögu. Berglind Harpa Svavarssdóttir,Jónína Brynjólfsdóttir,Þröstur Jónsson sem lagði einnig fram breytingartillögu við fyrirliggjandi tillögu. Hildur Þórisdóttir,Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Ásrún M Stefánsdóttir sem bar upp fyrirspurn, Vilhjálmur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn Eyþórs Stefánssonar, Berglind Harpa Svavarsdóttir sem svaraði fyrirspurnum Eyþórs Stefánssonar og Ásrúnar M Stefánsdóttur. Eyþór Stefánsson með andsvar og bar upp aðra fyrirspurn,Helgi Hlynur Ásgrímsson og Berglind Harpa Svavarsdóttir sem kom með andsvar við fyrirspurn Eyþórs Stefánssonar, Þröstur Jónsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Eyþór Stefánsson með andsvar og Ívar Karl Hafliðason

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Múlaþings fagnar því að Reykjavíkurborg rær öllum árum að því að afsala sér réttinum til að vera höfuðborg Íslands með stöðugri aðför að Reykjavíkurflugvelli. Af því má marka að sveitarstjórn Reykjavíkur vill ekki að Reykjavík sé áfram höfuðborg og vilji losna við Reykjavíkurflugvöll ásamt öðrum nauðsynlegum innviðum er tilheyra höfuðborg.

Því óskar sveitarstjórn Múlaþings eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um að Múlaþing taki við keflinu sem höfuðborg Íslands og einnig viðræðum við ríkisstjórn Íslanda að samhliða höfuðborgarflutningnum verði Reykjavíkurflugvöllur og aðrir ríkis-innviðir sem prýða góða höfuðborg verði fluttir til Múlaþings og að framkvæmdir við "Borgarlínu" þ.e. Axarveg og Fjarðarheiðargöng auk Lagarfljótsbrúar verði þegar hafnar svo "Múlaborg" verði í stakk búin að taka við höfuðborgar-hlutverkinu.

3 greiddu henni atkvæði (ÞJ,HHÁ)2 sátu hjá (ES,HÞ) 6 voru á móti


Eftirfarandi tillaga Eyþórs Stefánssonar fulltrúa L-lista lögð fram:
Múlaþing lýsir yfir þungum áhyggjum vegna ákvörðun Innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í Skerjafirði. Með ákvörðuninni er samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2019 haft að engu þar sem forsenda þess var að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar.
Reykjavíkurflugvöllur sinnir mikilvægu hlutverki og er lífæð landsbyggðanna. Með uppbyggingu í Skerjafirði er vegið að framtíð og öryggi landsbyggðanna gagnvart sjúkraflugi og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sem og aðgengi almennings, atvinnulífi og stjórnsýslu að mikilvægum innviðum.
Múlaþing skorar á borgarstjórn og Innviðaráðherra að fresta ákvörðuninni þar til að sú vinna sem lagt var upp með í fyrrgreindu samkomulagi sé lokið og framtíðarlausn innanlandsflugs tryggð.

4 greiddu henni atkvæði(ES,HÞ,HHÁ,ÁMS) einn sát hjá(ÞJ) 6 voru á móti.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings leggur áherslu á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir innanlands- og millilandaflug enda er Reykjavíkurflugvöllur aðgengi almennings, atvinnulífs og stjórnsýslu að mikilvægum innviðum landsins.

Reykjavíkurflugvöllur sinnir einnig því mikilvæga hlutverki að um hann fer sjúkraflug fyrir sjúklinga sem geta ekki sótt læknisþjónustu í héraði og þurfa því að ferðast landshorna á milli til að fá nauðsynlega aðstoð og er þá oft um bráðaþjónustu að ræða.

Í gildandi samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 kemur fram að miða skuli við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt á meðan annar jafn góður eða betri kostur er ekki fyrir hendi. Því er mikilvægt að tryggja flug- og rekstraröryggi flugvallarins.

Sveitarstjórn Múlaþings hvetur Reykjavíkurborg til að standa við samkomulag ríkis og borgar frá árinu 2019 og áréttar að ekki verði farið í uppbyggingu sem gæti haft áhrif á flug- og rekstraröryggi flugvallarins.


Samþykkt með 7 atkvæðum, 4 sátu hjá (HÞ,ÁMS,HHÁ,ÞJ)

12.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

13.Heimastjórn Borgarfjarðar - 35

Málsnúmer 2305001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 35

Málsnúmer 2304015FVakta málsnúmer

Til máls tók vegna liðar 1,Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Vilhjálmur Jónsson sem svaraði fyrirspurn Þrastar Jónssonar, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði einnig fyrirspurn Þrastar Jónssonar. Helgi Hlynur Ásgrímsson, Vilhjálmur Jónsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Þröstur Jónsson

Lagt fram til kynningar.

15.Heimastjórn Djúpavogs - 37

Málsnúmer 2304013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 34

Málsnúmer 2304014FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 1,Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Vilhjálmur Jónsson og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir. Liðar 5, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Ívar Karl Hafliðason og Þröstur Jónsson með andsvar.

Lagt fram til kynningar.

17.Byggðaráð Múlaþings - 81

Málsnúmer 2304004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Byggðaráð Múlaþings - 82

Málsnúmer 2304009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Byggðaráð Múlaþings - 83

Málsnúmer 2304017FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 82

21.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 83

22.Fjölskylduráð Múlaþings - 68

Málsnúmer 2304008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð Múlaþings - 69

Málsnúmer 2304012FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Fjölskylduráð Múlaþings - 70

Málsnúmer 2304018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

25.Ungmennaráð Múlaþings - 23

Málsnúmer 2304003FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

26.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan

Fundi slitið - kl. 16:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?