Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108146

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 37. fundur - 03.11.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (ÁHB).

Sveitarstjórn Múlaþings - 17. fundur - 10.11.2021

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 03.11.2021, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli verði kynnt í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson,Jakob Sigurðsson,Hildur Þórisdóttir og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli verði kynnt í samræmi við ákvæði 30.gr.sbr.1.mgr.36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 48. fundur - 02.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir sem bárust við skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal. Lýsingin var kynnt almenningi frá 17. nóvember til 11. desember 2021 og bárust engar athugasemdir.

Akstursíþróttafélagið START tilkynnti fyrirhugaða framkvæmd til Skipulagsstofnunar 14. desember 2021 samkvæmt 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, sbr. lið 11.01 í 1. viðauka laganna. Skipulagsstofnun tilkynnti 9. febrúar síðast liðinn að fyrirhuguð framkvæmd væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur jafnframt vinnslutillaga aðalskipulagbreytingarinnar, dags. 25.2.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verð kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. laga númer 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?