Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108146

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 37. fundur - 03.11.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (ÁHB).

Sveitarstjórn Múlaþings - 17. fundur - 10.11.2021

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 03.11.2021, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli verði kynnt í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson,Jakob Sigurðsson,Hildur Þórisdóttir og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli verði kynnt í samræmi við ákvæði 30.gr.sbr.1.mgr.36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Var efnið á síðunni hjálplegt?