Fara í efni

Yfirlit frétta

Berglind Harpa Svavarsdóttir og Jónína Brynjólfsdótti
25.05.22 Fréttir

Samkomulag undirritað um myndun meirihluta

Oddvitar B- og D- lista í sveitarstjórn Múlaþings, þær Jónína Brynjólfsdóttir og Berglind Harpa Svavarsdóttir undirrituðu í gær, 24. maí, samkomulag um myndun meirihluta á komandi kjörtímabili, í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs sem er staðsett í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
Niðurstöður kosninga í Múlaþingi 14. maí
16.05.22 Fréttir

Niðurstöður kosninga í Múlaþingi 14. maí

Á laugardaginn, 14. maí, fóru fram sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningar í Múlaþingi. Á kjörskrá voru 3.663. 2.427 greiddu atkvæði sem gerir 66,3% kjörsókn. Kjörsókn árið 2020 var 63,47%.
Búlandstindur, Djúpavogi.
13.05.22 Fréttir

Kosningar til sveitarstjórnar og heimastjórna í Múlaþingi 14. maí

Sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí 2022. Kjörstaðir verða sem hér segir í Múlaþingi: Borgarfjörður eystri: Hreppstofan Borgarfirði. Frá klukkan 09:00 til klukkan 17:00 Djúpivogur: Tryggvabúð Djúpavogi. Frá klukkan 10:00 til klukkan 18:00 Fljótsdalshérað: Menntaskólinn á Egilstöðum. Frá klukkan 09:00 til klukkan 22:00 Seyðisfjörður: Íþróttamiðstöðin á Seyðisfirði. Frá klukkan 10:00 til klukkan 22:00.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna heimastjórna
10.05.22 Fréttir

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna heimastjórna

Þeir einstaklingar sem kunna að hafa verið vísað frá þegar þeir reyndu að kjósa á sýsluskrifstofum eru hvattir til að fara á næstu sýsluskrifstofu á ný til að kjósa. 
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna heimastjórna
10.05.22 Fréttir

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna heimastjórna

Þeir einstaklingar sem kunna að hafa verið vísað frá þegar þeir reyndu að kjósa á sýsluskrifstofum eru hvattir til að fara á næstu sýsluskrifstofu á ný til að kjósa. 
Sameiginlegur framboðsfundur í Múlaþingi
03.05.22 Fréttir

Sameiginlegur framboðsfundur í Múlaþingi

Laugardagskvöldið 7. maí klukkan 20:00.
Aukin opnun á skrifstofu sýslumanns
03.05.22 Fréttir

Aukin opnun á skrifstofu sýslumanns

Aukin opnun verður á skrifstofu sýslumanns á Egilsstöðum vegna kosningar utan kjörfundar, frá mánudeginum 2. maí til föstudagsins 13. maí. Hægt verður að kjósa frá klukkan 9-17 alla virka daga en almenn afgreiðsla er frá 9-15 mánudaga til fimmtudaga og 9-14 föstudaga.
Ljósmynd frá Seyðisfirði.
27.04.22 Fréttir

Kynning á þeim sem gefa kost á sér til heimastjórna

Einstaklingum sem vilja gefa kost á sér til heimastjórna býðst að kynna sig og sín áherslumál á heimasíðu Múlaþings. Stofnaðar hafa verið sérstakar síður á mulathing.is þar sem upplýsingarnar verða birtar í stafrófsröð um þá einstaklinga sem þess óska og gefa kost á sér til setu í heimastjórn.
Auglýsing um kjörskrár og kjörstaði
25.04.22 Fréttir

Auglýsing um kjörskrár og kjörstaði

Kjörskrár vegna sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosninga sem fram fara laugardaginn 14. maí 2022, munu liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofum Múlaþings, á Borgarfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði, á opnunartíma hverrar skrifstofu, frá og með mánudeginum 25. apríl til og með föstudeginum 13. maí 2022.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022
25.04.22 Fréttir

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga hófst á skrifstofum embættis sýslumannsins á Austurlandi þriðjudaginn 19. apríl s.l. Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar á opnunartíma sýsluskrifstofa, mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-15:00, en föstudaga kl.09.00-14.00.
Getum við bætt efni þessarar síðu?