16.05.2022
kl. 12:12
Kosningar
Á laugardaginn, 14. maí, fóru fram sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningar í Múlaþingi. Á kjörskrá voru 3.663. 2.427 greiddu atkvæði sem gerir 66,3% kjörsókn. Kjörsókn árið 2020 var 63,47%.
Lesa
13.05.2022
kl. 08:15
Kosningar
Sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí 2022. Kjörstaðir verða sem hér segir í Múlaþingi:
Borgarfjörður eystri: Hreppstofan Borgarfirði. Frá klukkan 09:00 til klukkan 17:00
Djúpivogur: Tryggvabúð Djúpavogi. Frá klukkan 10:00 til klukkan 18:00
Fljótsdalshérað: Menntaskólinn á Egilstöðum. Frá klukkan 09:00 til klukkan 22:00
Seyðisfjörður: Íþróttamiðstöðin á Seyðisfirði. Frá klukkan 10:00 til klukkan 22:00.
Lesa
10.05.2022
kl. 20:38
Kosningar
Þeir einstaklingar sem kunna að hafa verið vísað frá þegar þeir reyndu að kjósa á sýsluskrifstofum eru hvattir til að fara á næstu sýsluskrifstofu á ný til að kjósa.
Lesa
10.05.2022
kl. 20:35
Kosningar
Þeir einstaklingar sem kunna að hafa verið vísað frá þegar þeir reyndu að kjósa á sýsluskrifstofum eru hvattir til að fara á næstu sýsluskrifstofu á ný til að kjósa.
Lesa
03.05.2022
kl. 13:40
Kosningar
Laugardagskvöldið 7. maí klukkan 20:00.
Lesa
03.05.2022
kl. 09:33
Kosningar
Aukin opnun verður á skrifstofu sýslumanns á Egilsstöðum vegna kosningar utan kjörfundar, frá mánudeginum 2. maí til föstudagsins 13. maí. Hægt verður að kjósa frá klukkan 9-17 alla virka daga en almenn afgreiðsla er frá 9-15 mánudaga til fimmtudaga og 9-14 föstudaga.
Lesa
27.04.2022
kl. 13:42
Kosningar
Einstaklingum sem vilja gefa kost á sér til heimastjórna býðst að kynna sig og sín áherslumál á heimasíðu Múlaþings. Stofnaðar hafa verið sérstakar síður á mulathing.is þar sem upplýsingarnar verða birtar í stafrófsröð um þá einstaklinga sem þess óska og gefa kost á sér til setu í heimastjórn.
Lesa
25.04.2022
kl. 15:56
Kosningar
Kjörskrár vegna sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosninga sem fram fara laugardaginn 14. maí 2022, munu liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofum Múlaþings, á Borgarfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði, á opnunartíma hverrar skrifstofu, frá og með mánudeginum 25. apríl til og með föstudeginum 13. maí 2022.
Lesa
25.04.2022
kl. 14:56
Kosningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga hófst á skrifstofum embættis sýslumannsins á Austurlandi þriðjudaginn 19. apríl s.l. Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar á opnunartíma sýsluskrifstofa, mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-15:00, en föstudaga kl.09.00-14.00.
Lesa
11.04.2022
kl. 07:52
Kosningar
Yfirkjörstjórn við sveitarstjórnarkosningar í Múlaþingi hefur móttekið og staðfest sem gilda framboðslista fimm eftirtalinna framboða fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fram munu fara þann 14. maí 2022.
Lesa