Fara í efni

Matsáætlun vegna umhverfismats fyrir ofanflóðavarnir undir hlíðum Strandartinds í Neðri-Botnum

11.01.2024 Fréttir Seyðisfjörður

Múlaþing hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats fyrir ofanflóðavarnir undir hlíðum Strandartinds í Neðri-Botnum á Seyðisfirði. Matsáætlunin er aðgengileg á Skipulagsgátt. Allir geta kynnt sér matsáætlunina og veitt umsögn í gegnum Skipulagsgáttina eigi síðar en 15. janúar 2024. 

Skipulagsstofnun leitar umsagna umsagnaraðila vegna matsáætlana fyrir framkvæmdir sem eru háðar mati á umhverfisáhrifum á grundvelli 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana númer 111/2021. Umsagnaraðilar sem leitað er álits hjá eru að jafnaði leyfisveitendur og stofnanir sem ýmist hafa lögbundnu hlutverki að gegna á sviði sem varðar fyrirhugaða framkvæmd eða búa yfir sérfræðiþekkingu á sviði sem varðar fyrirhugaða framkvæmd. 

Í umsögn umsagnaraðila skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.

Matsáætlun vegna umhverfismats fyrir ofanflóðavarnir undir hlíðum Strandartinds í Neðri-Botnum
Getum við bætt efni þessarar síðu?