Fara í efni

Sjóða þarf vatn á Seyðisfirði

01.02.2024 Fréttir Seyðisfjörður

Upp kom bilun í gegnumlýsingu á neysluvatni á Seyðisfirði í vikunni. Sýnataka HAUST leiddi í ljós að saurkólí og e.coli-gerla mengun er í vatninu.

Nauðsynlegt er því að sjóða vatn til neyslu. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa svo sem til baða þar sem fjöldi gerlanna var innan þeirra marka, sem miðað er við að megi vera í baðvatni í náttúrunni (baðstaðir í 1. flokki samkvæmt reglugerð nr. 460/2015 um baðvatn á baðstöðum í náttúrunni).

Unnið er að viðgerð og munu HEF veitur senda út upplýsingar þegar þeim er lokið og niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir.


Upplýsingar frá heilbrigðiseftirliti, Matvælastofnun og sóttvarnalækni – ágúst 2018

Þegar sjóða þarf neysluvatn

Þegar neysluvatnið er mengað af sjúkdómsvaldandi gerlum, veirum eða sníkjudýrum er nauðsynlegt að hreinsa allt vatn sem á að drekka eða nota við matargerð. Algengast er að sjóða neysluvatnið og drepa með því eða gera óvirka þá meinvalda, sem er að finna í vatninu. Ábending um að sjóða neysluvatn kemur oftast frá heilbrigðiseftirliti vegna gruns um eða að fenginni staðfestingu á að vatnið sé mengað.

Þegar gefin er út viðvörun og notendum bent á að sjóða neysluvatn er rétt að hafa eftirfarandi í huga.

Að sjóða neysluvatn

Vatnið þarf að bullsjóða. Hraðsuðuketill bullsýður vanalega vatnið þegar hann slekkur á sér og það er nægilegt. Ef notaður er örbylgjuofn verður að ganga úr skugga um að vatnið bullsjóði.

Soðið vatn

Allt vatn sem drukkið er þarf að vera soðið. Einnig er nauðsynlegt að sjóða vatn sem nota á;

  • til matargerðar, þegar matvælin verða ekki soðin eða steikt (hitameðhöndluð yfir 100°C), eftir þvott eða aðra meðhöndlun í vatni svo sem við skolun á grænmeti og ávöxtum
  • til íblöndunar safa, annarra drykkja eða matvæla, sem neytt er án eldunar
  • til kaffilögunar, ef kaffivélin sýður ekki vatnið við uppáhellinguna þarf að setja soðið vatn í hana
  • til ísmolagerðar
  • til tannburstunar
  • til böðunar ungbarna
  • til loftræstingar svo sem í rakatæki

Þessi listi er ekki tæmandi og verður hver og einn að meta það hvort hætta sé á ferðum sé vatnið notað ósoðið.

Ósoðið vatn

Nota má ósoðið vatn;

  • til matargerðar svo sem til skolunar á matvælum, sem munu síðar vera elduð
  • til uppþvotta í vél eða höndum og er þá leirtau þurrkað eða látið þorna fyrir notkun
  • til handþvotta
  • til baða, í baðkari eða sturtu en rétt að brýna fyrir börnum að drekka ekki vatnið
  • til tauþvotta
  • til þrifa.

 

EN //

There was a malfunction in the flow of drinking water at Seyðisfjörður this week. AUTUMN sampling revealed that there is faecal coli and e.coli contamination in the water.

It is therefore necessary to boil water for consumption. It is safe to use the water for other purposes, such as for bathing, as the number of bacteria was within the limits that can be found in bathing water in nature (bathing places in category 1 according to regulation no. 460/2015 on bathing water in bathing facilities in nature).

Repairs are underway and HEF utilities will send out information when they are completed and the results of sampling are available.

 

When drinking water needs to be boiled

When drinking water is contaminated with disease-causing bacteria, viruses or parasites, it is necessary to purify all water that is to be drunk or used for cooking. The most common way is to boil the drinking water and kill or neutralize the pathogens that can be found in the water. The advice to boil drinking water usually comes from the health inspectorate due to suspicion or confirmation that the water is contaminated.

When a warning is issued and users are advised to boil drinking water, the following should be kept in mind.

Boiling drinking water

The water needs to be boiled. A pressure cooker usually just boils the water when it turns off and that's enough. If using a microwave, make sure the water is boiling.

Boiled water

All water that is drunk must be boiled. It is also necessary to boil the water to be used;

  • for food preparation, when the food will not be boiled or fried (heat treated above 100°C), after washing or other treatment in water such as when rinsing vegetables and fruits
  • for adding juice, other drinks or food, which is consumed without cooking
  • for making coffee, if the coffee machine does not boil the water when pouring, you have to put boiled water in it
  • for making ice cubes
  • for brushing teeth
  • for bathing babies
  • for ventilation such as in humidifiers

This list is not exhaustive and each person must assess whether there is a danger to travel if the water is used unboiled.

Unboiled water

You can use unboiled water;

  • for food preparation such as for rinsing food, which will later be cooked
  • for washing dishes in a machine or by hand, and the dishes are then dried or left to dry before use
  • for hand washing
  • for bathing, in the bathtub or shower, but it is right to urge children not to drink the water
  • for washing cloths
  • for cleaning.
Sjóða þarf vatn á Seyðisfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?