Fara í efni

Lindarbakki Borgarfirði

Málsnúmer 202011211

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 3. fundur - 30.11.2020

Í bréfi frá Bryndísi Snjólfsdóttur er spurt hvort húsnefnd Lindarbakka skipuð að beiðni Elísabetar Sveinsdóttur (Stellu) fyrir sameiningu starfi áfram. Heimastjórn samþykkir fyrir sitt leyti að nefndin starfi áfram en í henni sitja Bryndís, Björn Skúlason og Alda Marín Kristinsdóttir. Heimastjórn þiggur boð um kaffi og samráðsfund á Lindarbakka

Heimastjórn Borgarfjarðar - 9. fundur - 03.05.2021

Þann 13. apríl sl. fundaði heimastjórn með Bryndísi Snjólfsdóttur, Eyrúnu Hrefnu Helgadóttur og Birni Skúlasyni um málefni Lindarbakka.

Þar var rætt hvernig staðið yrði að opnun Lindarbakka í sumar sem og áframhald verkefnisins um skráningu innanstokksmuna Lindarbakka í samstarfi við Minjasafn Austurlands.

Heimastjórn lýsti yfir áhuga á samstarfi varðandi bæði verkefnin og útbjó viljayfirlýsingar þar um sem staðfestast hér með.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 13. fundur - 06.09.2021

Erindi barst til heimastjórnar frá Bryndísi Snjólfsdóttur þar sem farið var yfir starfsemi Lindarbakka á liðnu sumri og farið yfir nauðsynlegt viðhald á húsinu sem ráðast þarf í.

Heimastjórn fellst á ábendingarnar og þakkar Bryndísi vel unnin störf á Lindarbakka.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 21. fundur - 10.03.2022

Fyrir lá munnleg beiðni frá umsjónaraðilum Lindarbakka um að sveitarfélagið ákveði hvernig rekstri Lindarbakka verði háttað í sumar.

Heimastjórn fer þess á leit við byggðarráð Múlaþings að tryggt verði að Lindarbakki verði hafður opinn í sumar en húsið er einn helsti ferðamannasegull staðarins. Heimastjórn leggur til að viðhaft verði svipað fyrirkomulag og síðasta sumar þar sem aðgangseyrir og styrkir stóðu undir stærsta hluta rekstursins.

Vísað til byggðarráðs Múlaþings.

Byggðaráð Múlaþings - 170. fundur - 18.11.2025

Fyrir liggur minnisblað frá deildarstjóra menningarmála og fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði varðandi málefni Lindarbakka auk draga að samningi milli Múlaþings og Minjasafns Austurlands um faglega umsjón með húsinu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð vísar málinu til umsagnar hjá heimastjórn Borgarfjarðar og umhverfis- og framkvæmdaráði og tekur málið fyrir að nýju þegar umsagnir liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 168. fundur - 24.11.2025

Byggðaráð hefur óskað eftir umsögn frá umhverfis- og framkvæmdaráði í tengslum við málefni Lindarbakka.
Fyrir liggur minnisblað frá deildarstjóra menningarmála og fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði auk draga að samningi milli Múlaþings og Minjasafns Austurlands um faglega umsjón með húsinu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirhuguð áform.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 64. fundur - 04.12.2025

Fyrir liggur minnisblað frá deildarstjóra menningarmála og fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði varðandi málefni Lindarbakka auk draga að samningi milli Múlaþings og Minjasafns Austurlands um faglega umsjón með húsinu.

Byggðaráð bókaði á fundi sínum 18. nóvember síðastliðinn að vísa málinu til umsagnar hjá heimastjórn Borgarfjarðar og umhverfis- og framkvæmdaráði og mun taka málið fyrir að nýju þegar umsagnir liggja fyrir.
Heimastjórn fagnar því að verið sé að koma málefnum Lindarbakka í góðan farveg og samþykkir innihald minnisblaðsins fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?