Fara í efni

Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202010419

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 2. fundur - 14.10.2020

Björn Ingimarsson bæjarstjóri gerði grein fyrir vinnu við erindisbréf nefnda Múlaþings. Frumdrög eru í vinnslu og er stefnt að því að endanleg útgáfa verði lögð fyrir næsta fund sveitarstjórnar til staðfestingar.

Forseti bar upp tillögu þess efnis að málinu væri frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 3. fundur - 11.11.2020

Fyrir liggja erindisbréf fyrir nefndir Múlaþings.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson sem lagði erindisbréfin fram. Jódís Skúladóttir, Vilhjálmur Jónsson, Björn Ingimarsson, Stefán Bogi Sveinsson, Jódís Skúladóttir, sem bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfin og felur sveitarstjóra að koma þeim til kynningar hjá viðkomandi nefndum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 4. fundur - 17.11.2020

Fyrir lá erindisbréf fyrir byggðaráð Múlaþings er samþykkt var af sveitarstjórn þann 11. nóvember 2020. Fram komu athugasemdir við 6. og 7. grein og verða þær skoðaðar betur síðar.

Sveitarstjóri gerði undir þessum lið jafnframt grein fyrir fyrirhugaðri tímabundinni ráðningu í starf atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings sem og ráðningum í störf fjármálastjóra og skrifstofustjóra Múlaþings.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 5. fundur - 25.11.2020

Erindisbréf umhverfis- og framkvæmdaráðs lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 2. fundur - 02.12.2020

Fyrir liggur til kynningar erindisbréf heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Fyrir liggur bréf frá Birni Ingimarssyni, sveitarstjóra Múlaþings, dagsett 27. nóvember 2020, þar sem upplýst er að sveitarstjóri hefur ákveðið að ganga frá ráðningu Óðins Gunnars Óðinssonar í hlutastarf fulltrúa sveitarstjóra á Fljótsdalshéraði. Auk þess að starfa með heimastjórn sinnir Óðinn Gunnar starfi skrifstofustjóra Múlaþings og staðgengils sveitarstjóra. Óðinn Gunnar hefur þegar hafið störf.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs vekur athygli á því að vilji fólk koma málum á framfæri við hana að þá getur það haft samband við fulltrúa stjórnarinnar eða sent erindi á mulathing@mulathing.is

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 4. fundur - 09.12.2020

Fyrir liggur endurbætt útgáfa af erindisbréfi fyrir byggðaráð Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf fyrir byggðaráð sveitarfélagsins og tekur það þegar gildi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 8. fundur - 15.12.2020

Fjölskylduráð samþykkir drög að erindisbréfi Öldungaráðs og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 6. fundur - 13.01.2021

Fyrir liggja drög að erindisbréfum fyrir Öldungaráð Múlaþings og Samráðshóp Múlaþings um málefni fatlaðs fólks.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn. Kristjana Sigurðardóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og felur starfsmönnum að birta þau á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?